Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 24
um er ekki sinnt þá verður ekkert
leikhús. Fólk tekur ekki allt í einu
upp á því fullorðið að fara að
sækja leiksýningar. Það þarf ekki
endilega að sýna börnum barna-
leikrit. Ég man t.d. eftir því að
það sem hafði svo mikil áhrif á
mig sem krakka í leikhúsinu voru
ýmis absúrdverk. Verk sem sýndu
fólk við sérkennilegar aðstæður
eða fólk sem brást mjög sérkenni-
lega við. Þar er einhver heimur
sem maður lendir ekkert í nema
bara í leikhúsinu. Þó verið sé að
sýna eldri verk þá eru þessi verk
aldrei sýnd. Með slíkum verkum
getur maður sýnt börnum og ung-
lingum þann skakka heim sem
leikhúsið geturbúið til. Heim sem
er t.d. ekki í sjónvarpinu."
En hverjir sækja þá leiksýningar
og halda uppi leiklistarstarfsem-
inni í landinu? Er Guðrún sam-
mála þeirri skoðun minni að það
séu konur og þá fyrst og fremst
miðaldra konur? „Já ég held að
konur standi fyrir allri leikhúsað-
sókn. Ef karl fer í leikhús þá er
honum oftar en ekki dröslað af
konunni sinni. Þetta er sérstak-
lega áberandi varðandi leikhóp-
ana, ég held að þar sé um 80%
áhorfenda konur. En þetta á svo
sem ekki bara við um leiksýning-
ar. Mér skilst að konur haldi líka
uppi námskeiðunum í landinu og
annarri menningarstarfsemi.“
Ég get ekki varist því að gera þá
athugasemd að í ljósi þessa sé það
óneitanlega mótsagnakennt að
flest leikrit séu skrifuð af körlum
og flest hlutverk séu ætluð körl-
um. „Já,“ segir Guðrún og hlær
með sjálfri sér. „Svo koma konur
„Það er farið að
stíla allt upp á
skipulagða hópa og
fólk sem skynjar sig
sem hóp
samankomiö, það er
bara heimskt."
„Þetta er meira
spurningin um að
vera í og upplifa
tilteknar aðstœður
heldur en að leika
ákveðna persónu. i
því felst
sannleikurinn"
24
og horfa á þá.‘ ‘ Síðan verður þögn
dálitla stund áður en hún bætir
við: „Annars hefur það viljað
loða við sýningar sem byggja ein-
ungis á konum að þeim gengur
illa að ná upp aðsókn. Kannski
finnst fólki vanta nauðsynlega
spennu í slík verk eða þau þykja
hreinlega ekki nógu merkileg.
Það voru t .d. alltof fáar sýningar á
Vernhörðu Alba en leikhúsið
gerði líka akkúrat ekkert til að
auglýsa þá sýningu.“
Ef áhugi á leikhúsi hefur
minnkað á undanförnum árum þá
vaknar sú spurning hvort áhorf-
endur hafi breyst? Ég spyr Guð-
rúnu um þetta. „Mér finnst það
tíðkast mun minna en áður að
fólk fari upp á sitt eindæmi í leik-
hús. Það er farið að stíla allt upp
á skipulagða hópa og fólk sem
skynjar sig sem hóp samankomið,
það er bara heimskt. í alvöru tal-
að. Það er mikill munur að leika
fyrir hópa og svo sal sem er sam-
settur af einstaklingum. Það er
alltaf verið að setja upp sýningar
sem eiga að höfða til alls þorra
fólks. En ég spyr nú bara eins og
Þorgeir Þorgeirsson: „Hvernig er
fólk flest?“ Það hefur t.d. sýnt sig
að verk, sem eru þrælþung og
enginn reiknar með að gangi, fá
allt í einu mikla aðsókn. Það eru
hins vegar margir hér sem horfa á
leikhúsin í London og New York
og hugsa með sér, hvernig gera
þau? Jú, þau bóka sýningar marga
mánuði fram í tímann og ef fólki
dettur skyndilega í hug að fara í
leikhús þá er það ekki nokkur lif-
andi leið. Þetta einblína margir á
hér sem úrvals kost. Mér finnst
mjög lítið varið í leikhúsgesti sem
eru eins og múgur — leiddir
áfram. Leikhús sem miðar starf
sitt við slfka gesti er hætt að tala til
einstaklingsins."
Eg held að fleirum sé farið eins og
mér að langa til að vita hvernig
leikarar vinna hlutverk sín?
Hvernig þeir nálgast persónur
sínar og gæða þær lífi? Hvað gerir
Guðrún? „Þetta er spurning sem
ég hef aldrei getað svarað al-
mennilega. í upphafi fæ ég ein-
hverja tilfinningu fyrir persón-
unni og oftar en ekki er það svo
að eftir mislanga vegferð kem ég
aftur að henni í lokin. Það er auð-
vitað hægt að fara ótal leiðir í
túlkuninni og á æfingatímabilinu
er maður í því að velja og hafna.
Oft eru það alger smáatriði sem
virka eins og vörður í verkinu og
leiða mann áfram að þeirri
næstu.“ Er þetta þá spurning um
innsæi og tilfinningu fyrir
persónunni? „Já, það má segja
það. Ég er ekki mikið í því að
finna utanáliggjandi einkenni eða
fyrirmyndir. Ég kann það ekki. En
þar með er ekki sagt að ég sé að
hafna því að vitsmunirnir séu
notaðir. Ég er alls ekki sammála
þeirri skoðun sem haldið hefur
verið á lofti að vitsmunirnir séu
að ganga af íslensku leikhúsi
dauðu. Þó maður hafi tilfinningu
fyrir hlutverki sínu þá verður
ekki hjá því komist að nota vits-
munina til að velja og hafna svo
þetta verði ekki bara einhver
hrærigrautur tilfinninga sem ekki
komast til skila.
Annars finnst mér þetta meira
spurningin um að vera í og upp-
lifa tilteknar aðstæður heldur en
að leika ákveðna persónu. í því
felst sannleikurinn. Það getur
aldrei verið neinn sannleikur í því
að leika einhvern annan. Það má
heldur ekki búa aðstæðurnar til,
þær verða að vaxa fram. Það er til
fullt af hlutum í leikhúsinu sem
eru ekki sannir. Undrun er sýnd á
ákveðinn máta og reiði á annan.
Þetta er algert eitur en þetta er
mikið notað. Ég held það sé ekki
til neitt sem maður getur kallað
almenn viðbrögð. Þau eru óút-
reiknanleg. Ég get sagt þér sögu
sem mér finnst einmitt lýsa þessu
svo vel. Þegar vinur minn einn
var lítill átti hann heima rétt hjá
Reykjavíkurflugvelli. Einu sinni
þegar hann var úti í garði að leika
sér flaug þota yfir og hann varð
svo hræddur að hann lagðist á
fjóra fætur og fór að lepja upp úr
drullupolli. Hann varð náttúrlega
mjög hissa á sjálfum sér en
ósjálfrátt, í hræðslu sinni við að
verða drepinn, hafði hann reynt
að breyta sér í dýr.“
En hvernig getur leikarinn þá
komið sannleikanum til skila,
spyr ég Guðrúnu að lokum? „Ég
held að því sé best lýst með orð-
um Göggu gömlu vinkonu minn-
ar. Hún segir — og þetta á auðvit-
að jafnt við um söngvara sem leik-
ara — að hinn flytjandi listamað-
ur megi aldrei stilla sér upp fyrir
framan verkið þ.e.a.s. milli áhorf-
andans og verksins. Hann verður
að stilla sér upp bak við það.“
-isg.