Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 38

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 38
BÆKUR Undir eldfjalli Höfundur: Svava Jakobsdóttir Útgefandi: Forlagiö 1989. Bók Svövu Jakobsdóttur, Undir eldfjalli, var efst á óskalistanum mínum þessi jól. Undir eldfjalli er fjórða smásagnasafn Svövu og er óhætt að segja að fáir íslenskir höfundar hafa hrist jafn duglega upp í lesendum sínum og Svava hefur gert með smásögum sínum. Hún er áleitinn rithöfundur og gerir miklar kröfur til lesenda sinna, opnar þeim nýjar víddir, vekur upp spurningar og neyðir þá til að skoða og skyggnast um líf sitt út frá nýjum og oft óvæntum sjónarhóli. Undir eldfjalli hefur að geyma sex smásögur sem eiga það sam- eiginlegt að fjalla um fólk er stendur á einhvern hátt á tfma- mótum í lífi sínu og er knúið til átaka þótt í ólíkum skilningi sé. Persónurnar búa allar — hver með sínum hætti — undir eldfjalli sem ýmist er faiið í þeim sjálfum eða umhverfi þeirra. Vísanir í biblí- una, þjóðsögur, ljóð og vel þekkt minni kalla fram í huga lesandans almennar skírskotanir og víkka þannig svið frásagnanna og tengja þær við göngu mannsins á jörð- unni á öllum tímum. Og það er ýmislegt sem maður- inn ber með sér í farteskinu á lífs- göngunni. Óttinn við að horfast í augu við sjálfan sig, rifja upp og reyta úr huganum illgresi sárra endurminninga, löngunin til að ráða örlögum sínum og annarra, sektarkenndin gamalkunna, fórn- in, umkomuleysi og vanmáttur barnsins og gamalmennisins — allt eru þetta kenndir sem við þekkjum mætavel þótt okkur tak- ist eins og sumum persónum Svövu að dylja þær þar til þær brjótai' upp á yfirborðið eins og eldurinn i iðrum jarðar, jafnvel þegar minnst varir. Fyrsta saga bókarinnar Undir eldfjalli, segir frá þeim Lofti og Gerði, reykvískum, miðaldra hjónum sem hafa numið land und- ir rótum Heklu og eiga sér þann draum að rækta upp hraunið og örfoka landið. Sagan Endurkoma fjallar um íslenska konu sem kem- ur til íslands eftir að hafa verið bú- sett í Bandaríkjunum frá tólf ára aldri eða í ein fjörutíu ár. Fyrnist yfir allt er saga konu er sér klæð- skipting beittan ofbeldi á veitinga- húsi í London. Þetta atvik vekur upp hjá henni óþægilegar minn- ingar um það þegar hún flutti með foreldrum sínum til Kanada fimm ára gömul og stóð á ,,landamær- um tveggja tungumála". Sá sem er sviptur málinu er einnig sviptur þegnréttindum, hann á sér ekkert land, er dæmdur til J>ess að lifa ut- angarðs og er ævinlega réttlaus. Sagan Fjörusteinn hefur sérstöðu í bókinni en hún er eina sagan sem er sögð frá sjónarhóli karlmanns. Hann er orðinn gamall og börnin hans eru komin til að flytja kon- una hans á stofnun. Aðskilnaður- inn leggst þungt á gamia manninn og hann er máttvana og varnar- laus gagnvart ráðsmennsku harna sinna. Pálmasunnudagsganga er saga konu sem er nýkomin úr páskafríi frá Jerúsalem. Hún er ekkja og hefur unnið hörðum höndum við að koma drengjunum sínum þremur til manns, kennslu- störf á veturna og þýðingarvinna á sumrin. Allt hafði þurft að vera í föstum skorðum og fjárhagurinn ekki leyft nein ferðalög. En nú var farið að rýmkast um — bara yngsti sonurinn eftir, hinir tveir komnir í háskóla. En ferðalagið verður ekki sú upplyfting fyrir hana sem hún hafði vænst. Á pálmasunnudag fékk hún pálmaviðargrein í augað á göngunni inn í Jerúsalem og þótt læknirinn fyndi ekkert athugavert við augað fannst henni alltaf standa í því þyrnir — eða var það flís? Síðasta saga bókarinnar heitir Saga bróður tníns og er lögð í munn konu sem gætti bróður síns er hann var lítill og hafði ofan af fyrir honum með því að segja hon- um sögur. Þegar henni er tilkynnt að hann hafi látist með voveifileg- um hætti rifjast upp fyrir henni sögurnar sem hún sagði honum og hvernig hún hafði ráðið sögu- lokum, umbreytt þeim og endur- skapað að vild. Sektarkenndin vekur með henni spurningar um það hvort hann hafi gefið sig sög- unum hennar á vald og örlög hans séu því hennar sök. Fyrsta sagan, Undir eldfjalli, ber ekki nafn bókarinnar að ástæðulausu því hún er eins konar leiðsögustef hennar og vegvísir fyrir sögurnar í heild. Við kynn- umst þeim Lofti og Gerði þar sem þau bíða komu sonar síns og tengdadóttur og líta stolt og hreykin yfir landið sitt sem liggur fyrir fótum þeirra baðað sólskini. Hekla í forgrunni og fannhvítir jöklar í fjarska. Þúsund birkiplöntur eru nú komnar ofan í jörðina, afrakstur erfiðis nýju landnemanna og um leið vitnisburður Jsess að enn hafi maðurinn ráðist til atiögu við náttúruöflin sem eiga það til að þurrka út strit kynslóðanna þegar minnst varir. Endur fyrir löngu hafði verið þarna blómlegt bú og skógur svo hávaxinn að hvergi hafði séð til fjalla. Sandbylur batt enda á þá Paradís og á tveim dög- um tókst eyðingaröflunum að má út öll vegsumnterki gróðurs en þess í stað blasti hvarvetna við auðn og eyðilegging. Gerður og Loftur eru auðmjúk gagnvart þessari staðreynd og gera sér grein fyrir að sólardagarnir þrír sem þeim hefur hlotnast í landnámi sínu eru náðardagar og fögnuður þeirra nærist ekki síst á vitundin um fallvelti lífsins — því hvenær sem er gæti skollið á slag- viðri. Við fylgjumst með þeim þar sem þau leiða son sinn, tengda- dóttur og sonarson urn landið og með augum Gerðar lesum við hvert lífsundrið á eftir öðru. Við hvert fótmál ber eitthvað fyrir augu sem minnir okkur á hina eilífu hringrás sköpunar og eyð- ingar. Örfoka hraun beggja vegna við grösugan grasbala, lækur með gamalli, blómum skrýddri torflirú sem hafði verið hlaðin af öðrum ábúendum endur fyrir löngu og þar sem eitt sinn hafði verið skóg- ur og ekki sést til fjalla er nú óræktarlegt valllendi sem hrossa- puntur hefur lagt svo rækilega undir sig að grávíðirinn harðgeri fær vart þrifist. En allt her lífinu vitni Jiarna í óbyggðinni. Og lífinu ber að sýna varúð og aðgát því annars getur farið svo að maður hræði líftóruna úr andarstegg sem heldur að einhver vilji ungunum hans illt og leggur líf sitt að veði til að lokka burt óboðna gesti, og harðir skósólar gætu troðið niður lítinn, næstum ósýnilegan græöl- ing ef ekki er stigið til jaröar með gát. Þegar sonarsonur þeirra Lofts og Gerðar fyllist skelfingu yfir garginu í andarsteggnum ótta- slegna sefa ungu foreldrarnir drenginn sinn með því að vefja hann örmum og Gerður krýpur niður til að hlúa að nýgræðingun- um sem hún er nýbúin að gróður- setja. ,,Hér voru j)au öll á sama eðlisstigi, fólk og fuglar og smá- síli í lœk. Athœfi varð að tala.“ Og við skynjum nið kynslóðanna sem hafa af eðiishvöt haldið ótrauðar áfram að viðhalda lífinu með ástríki og umhyggju þrátt fyr- ir nálægð eyðingaraflanna. En ungu hjónunum gengur erf- iðlega að skilja þrá Gerðar og I.ofts að hefja nýtt ræktunarskeið í þessari sandblásnu auðn — þau sem eiga fullræktaðan blómagarð heima, gætu jafnvel ofgert sér — og enn gæti Hekla gosið, hvers vegna völdu þau þetta land? Svarið vefst fyrir Gerði enda er spurningin stór, í raun er spurt um tilvist mannsins og tilgang. ,,Ósjálfrátt tók hún í hönd smái- barnsins líkt og hún vieri að vinna tíma meðan hún kannaði hug sinn, leitaði að einlœgu svari. Hönd bamsins greip um fingur á henni og hélt ótrúlega föstu taki, af pví handarafli sem sagt er að smábörnum sé áskap- að og hún hafði lesið að vceri arf- ur úr bernsku mannkyns í frum- skágunum, og loks með hönd smábarnsins utan um litla fing- urinn, leit hún seinlega ncer sér líkt og hún kcemi úr óralangri ferð og sagði: — Ég veit pað ekki." Svava svarar ekki spurningum sem leita á hugann við lestur sagna hennar en hún vísar okkur leið til næmari skilnings á lífsgátunni miklu. Hún varðar leið lesenda sinna með teiknum sem eru að sínu leyti samofin yrkisefninu og láta því ekki mikið yfir sér en án þcss aö aðgæta þau vel gæti okkur farið eins og þeim sem vaða skeyt- ingarlausir með skilningarvitin lokuð, hálfblindir og heyrnarlaus- ir, yfir viðkvæman gróður, bæla niður sköpunarverkið og troða J^að undir fótum sér. Gerður og Loftur sem leiöa ungu hjónin unt landið sitt verða |)ví á vissan hátt leiðsögumenn okkar um landnám höfundar þar sem hringrás náttúr- unnar er alltaf nálæg og skapar hliðstæðu við lífshlaup mannsins. Myndin af sandlóuungunum sækir á hugann þar sem þeir sækja í hjólför bílsins — eða lenda þar óvart. Persónurnar í sögunum reyna sumar hverjar að leita skjóls í fallvöltum heimi með því að fara troðnar slóðir, halda sér innan rammans. En ekkert er öruggt. Óvætturin býr einnig þar og eins og ungarnir sem flýja upp á bakk- ann þegar bfllinn nálgast, neyðast persónur Svövu fyrr eða síðar til að horfast í augu við sjálfar sig og örlög sín þrátt fyrir ,,óbcerilega pjáningu pess er hefur bceði augu heil." — En eftir stendur draumur þeirra Gerðar og Lofts um ódáinsvellina sígrænu, þar sem gullnar töflur munu finnast í grasi. Án þessa draums værum við líklega öll fyrir löngu hætt þessu basli! 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.