Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 17
til að fjölga barneignum. Það eru einstaka sérvitringar sem standa í því að eignast mörg börn en ég tel ekki líklegt að þeim fjölgi. Hvað varðar þátttöku karla í uppeldi barna þá er hún auðvitað mjög einstaklingsbundin og erfitt að alhæfa nokkuð um hana. Flest- ir karlar eru tilbúnir til að eiga börn og finnst það mjög skemmti- legt en ég veit ekki hversu mikið þeir eru tilbúnir að leggja af mörkum f uppeldi þeirra. Ég er ekki viss um að það sé í tísku í dag — t.d. hjá beinbindagæjunum — að sinna barnauppeldi og heimil- isstörfum. Mér finnst sárgrætilegt að það skuli þurfa að vera sérstök kvennaframboð. Blöndun ætti að eiga sér stað í pólitískum fram- boðum eins og alls staðar annars staðar. Ég get engu spáð um fram- tíð flokka og hreyfinga öðru en því, að fólk muni halda áfram að flokka sig saman eftir áhugamál- um og lífsviðhorfum hér eftir sem hingað til, mynda þrýstihópa og kannski framboð. Hvernig þau koma til með að líta út veit ég ekki. Ég er bjartsýn á breytingar á 10. áratugnum. Það hafa átt sér stað mikilar breytingar á tiltölulega skömmum tíma og þeim er ekki lokið. Það hefur kostað mikla vinnu að ná þeim fram og henni er heldur ekki lokið. Konum verður ekkert fært upp í hendurnar, þær jxirfa að vinna fyrir öllum ávinn- ingum sjálfar. Þó það sé hastarlegt að segja það þá þurfum við ennþá að sanna okkar eigið ágæti sem karlar þurfa almennt ekki að gera. GAMLAR VERUR ELDAST EKKI „VERA" FRÁ UPPHAFI - ALLS 40 BLÖD - FÁANLEG FYRIR AÐEINS EINA FIMM ÞÚSUND KONU! EINSTÖK BLÖÐ EINNIG FÁAN- LEG Á GAMLA VERÐINU. VERA SÍMI: 22188 ATH. Áskrifendum Veru er bent á að nú er hægt að greiða áskrift blaðsins með greiðslukortum — Visa—Eurocard—Samkort. Hringið í síma 22188 og fáið nánari upplýsingar VILBORG SIGURÐ- DÖTTIR KENN- ARI '11 1 ; í J Ljósmynd: Anna Fjóla Gfsladóttir. JÖFN FORELDRAÁBYRGÐ VERÐUR ÁFRAM í BRENNIDEPLI „Ég á frekar von á því aö sjónarmiö karla og kvenna haldi áfram aö nálgast ekki síst ef þaö er satt sem sumir karlar hafa haldiö fram aö þeir hafi margir hverjir veriö harla vansœlir meö sitt heföbundna karl- mannshlutverk.“ Það er erfitt að spá — ekki síst um framtíðina! Ég á ekki von á því að neinar stórbreytingar séu í vænd- um í lífi kvenna sérstaklega í okk- ar samfélagi. Vera má að miklar breytingar séu í aðsigi í lífi þessar- ar þjóðar, í atvinnu- og efnahags- lífi. Fari svo hafa þær auðvitað áhrif á alla landsmenn, karla og konur. En þróun undanfarinna ára held ég að muni halda áfram, konur muni sækja jafnt og þétt á til meiri áhrifa og þátttöku í því sem fram fer í samfélaginu. Ef sjónarmið sem kvennabar- áttunni eru mótdræg hverfa verð- ur sjálfsagt lítil þörf á henni í hefðbundnum skilningi. En þess er tæpast að vænta svo líklega er best fyrir kvenfrelsiskonur að vera við öllu búnar. Ef við gerum ráð fyrir svipuðum aðstæðum og nú eru ríkjandi verður áfram full þörf á því að vinna að bættum að- stæðum og kjörum kvenna og áreiðanlega ekki tímabært að sofna á þeim verði. Hinsvegar býst ég við að aðferðir og áherslu- atriði komi til með að breytast. Ég held að brýn nauðsyn sé á því að náist til ungra stúlkna og kvenna sem eru núna andvaralausar og grandalausar eins og við höfum sjálfsagt flestar verið á þeirra aldri. Ég veit sannarlega ekki hvort gera á ráð fyrir aukinni and- stöðu gegn kvennabaráttu, ég hafði á tilfinningunni að eitthvað slíkt væri á seyði þegar kjör Kristínar Sigurðardóttur í banka- ráð Landsbankans mætti þessari hörðu mótspyrnu þótt allt öðru væri borið við en því að þarna væri kvenmaður á ferðinni. Ég geri ráð fyrir að þær konur sem nú eru í eldlínunni verði varar við ýmislegt sem við baksviðs vitum ekki um eða skiljum ekki. Ég held að konur hljóti að leggja áherslu á stöðu sína á vinnumarkaðinum en hinsvegar hefur mér alltaf fundist það ógeð- felld tilhugsun að konur sem eiga börn þurfi að gjalda fyrir það með því að gegna frekar störfum sem þær eru óánægðar með, að konur skuli vera settar í þá aðstöðu að þurfa að fórna börnunum fyrir vinnuna eða vinnunni fyrir börn- in. Þar er ég nú auðvitað komin að jöfnun foreldraábyrgðar sem oft hefur verið á dagskrá — og lengi. Ég get varla ímyndað mér að nokkur nútímakona vilji vera fjárhagslega ósjálfstæð — en ég held líka að allar konur vilji vera mæður. Ég á von á því að sú þróun und- anfarinna áratuga að konur sveigi gildismat samfélagsins í heild nær 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.