Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 18
sínu sérstaka gildismati haldi
áfram. Nú eru að komast til full-
orðinsára börnin sem þessar kon-
ur hafa alið upp. Þau — bæði pilt-
ar og stúlkur — hljóta að hafa orð-
ið fyrir einhverjum uppeldis-
áhrifum í þá veru sem eiga eftir að
segja til sín í samfélaginu. f upp-
hafi skyldi endirinn skoða eins og
þar stendur og komum við ekki
að því aftur og aftur að það er
uppeldið sem mótar sjónarmiðin.
Með það í huga á ég frekar von á
því að sjónarmið karla og kvenna
haldi áfram að nálgast — ekki síst
ef það er satt sem sumir karlar
hafa haldið fram að þeir hafi
margir hverjir verið harla vansæl-
ir með sitt hefðbundna karl-
mannshlutverk. Konur hafa nú
dregið fram í dagsljósið myrk svið
mannlífs sem áður hvíldi yfir
sterk bannhelgi og e.t.v. hefur sú
starfsemi bætt líf einhverra
kvenna og barna. Nú heyrist eng-
in rödd lengur sem segir að slík
svið skuli liggja algjörlega í lág-
inni því þau séu kannski meið-
andi fyrir æru og sjálfsvirðingu
einhverra karla.
Sérframboð kvenna til sveitar-
stjórna og Alþingis hafa þegar sett
sterkan svip á stjórnmálastarf-
semina og haft mikil áhrif bæði á
málflutning og áhersluatriði. Ég á
von á uppstokkun flokkakerfisins
— kannski ekki alveg í náinni
framtíð en fljótlega og þá getur
vel verið að Kvennalistakonur
geti hugsað sér að starfa með körl-
um í stjórnmálasamtökum — en
þá á sínum eigin forsendum en
ekki þeirra eins og manni hefur
oft virst vera raunin í gömlu
flokkunum. Enn um sinn held ég
þó að Kvennalistinn eigi fullt
erindi á stjórnmálasviðinu.
Ég á ekki von á að barneignum
fjölgi hlutfallslega. Sennilegast er
að fólk athugi sinn gang vel og
vandlega áður en það leggur út í
slíkt stórfyrirtæki og ég býst við
að aðbúnaður barna batni jafnt og
þétt á flestum sviðum og áhugi á
velferð þeirra verði í fyrirrúmi.
Ætli maður láti ekki nægja að gera
ráð fyrir því — eða vona — að öll
börn sem fæðast verði óskabörn.
Ef svo heldur fram sem horfir
að gildismat kvenna öðlist æ
meira vægi í þessu samfélagi sé ég
ekkert þvx til fyrirstöðu að á
vinnumarkaðinum verði hliðrað
til vegna heimilisþarfa. Þó verð
ég að hafa á þann fyrirvara um
það efni eins og margt fleira að
það muni að einhverju leyti ráð-
ast af atvinnuástandinu og býst
ekki við að allir atvinnuveitendur
verði reiðubúnir að setja þarfir
heimilanna ofar sínum eigin ef
framboð á vinnuafli verður meira
en á þarf að halda. Konur verða
auðvitað að vera á varöbergi á því
sviði og mega ekki bara treysta á
guð og lukkuna.
Ég álít að flestir velgefnir og
heilbrigðir karlmenn muni í æ
ríkara mæli sjá gæfuveg sinn í því
að setja fjölskyldu sína og heimili
ofar öðru og leggja sig fram af öll-
um kröftum til að verða heimilum
sínum nátengdari með umönnun
barna og fullri þátttöku f öllum
störfum á heimili.
MANNESKJA
EKKI MARKAÐSVARA
Þann 1. maín.k. eru 20 ár liðin
frá því reykvískar konur
hlýddu kallinu um að mæta á
rauðum sokkum í kröfugöngu
verkalýðshreyfingarinnar
þennan dag. Gengu þær undir
miklu kvenlíkneski og á það
var strengdur borði sem á var
letrað: Manneskja ekki
markaðsvara. Er þessi at-
burður talinn marka upphaf
Rauðsokkahreyfingarinnar á
íslandi.
Vilborg Dagbjartsdóttir
skáld rifjaði þessa atburði upp
í viðtali í Þjóðviljanum nokkr-
um árum síðar og þar segir hún
m.a. frá því að konur hafi verið
með kröfuspjöld á lofti s.s.
Vaknaðu kona og Konur
nýtið mannréttindi ykkar.
Síðan segir hún: ,,Fjöldi
kvenna skipaði sér þegar
undir kjörorðin. Hins vegar
kom lögregluþjónn og bað
okkur fara burt í nafni full-
trúaráðsins. Við neituðum og
þeim viðskiptum laukþannig
að við gengjum langsíðastar
oghefðum bilá milli okkarog
aðalgöngunnar. Verkalýðs-
forustan vill sem sé ekki taka
18
ábyrgð á því að rumskað sé
við kvenþjóðinni, það gœti
óneitanlega dregið dilk á eftir
sér á hverjum einasta vinnu-
stað og heimilisfriðnum
stofnað í voða."
Vitaskuld átti þessi atburður
sér aðdraganda. ’68-bylgjan
vakti marga til umhugsunar
um galla vestrænna lýðræðis-
þjóðfélaga m.a. konur sem sáu
að þær báru þar skarðan hlut
frá borði. Konur hér á landi —
ekki sxst ungar, menntaðar
konur með börn sem höfðu
haldið að þeim væru allir vegir
færir en sátu svo uppi með
ábyrgð á börnum og heimili —
höfðu í nokkurn tíma velt fyrir
sér þeim vandamálum sem á
þeim brunnu, bæði í daglega
lífinu og á opinberum vett-
vangi. Þessi óánægja gerjaðist
smám saman og breiddist út —
þó ekki skipulega heldur talaði
kona við konu um tilfinningar
sínar og reynslu. Andinn var
því að sönnu reiðubúinn þegar
kallið kom. Hugmyndirnar
voru fyrir hendi, vitundin um
kvennakúgun talsvert út-
breidd og þá vantaði ekki ann-
að en farveg til að beina þessari
óánægju eftir. Þann farveg
opnuðu konurnar á rauðum
sokkum með 1. maí-göngunni
árið 1970. f október þetta
sama ár var Rauðsokkahreyf-
ingin svo formlega stofnuð á
geysifjölmennum fundi í Nor-
ræna húsinu.
-isg.