Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 11
jafn viðkvæmu máli. A sama hátt vannst kosningarétturinn á sínum tíma á hugmyndinni um sjálfstæði kvenna. Sjálfstæði þjóðar og sjálf- stæði kvenna fer nefnilega saman. Það skilja allir fslendingar hvað átt er við með sjálfstæði, en marg- ir botna ekkert í hvað átt er við með jafnrétti, jafnstöðu eða kvenfrelsi. Þess vegna þurfum við að beita þessu hugtaki í merking- unni Frelsi til að velja okkur vett- vang, aðferðir, örlög, hlutverk. Við verðum að skapa þær aðstæð- ur í þjóðfélaginu að hugmyndin um frelsi verði veruleiki kvenna. Við eigum að hafa frelsi til að vera grimmar. Við eigum líka að hafa frelsi til að vera góðar. Og þarna uppgötvum við yndislegt sam- ræmi milli stjórnmálanna og einkalífsins. Frelsi og sekt fara nefnilega ekki saman á hvorugum staðnum. Meginverkefni stjórn- málalegrar baráttu kvenna er að uppræta sektarkennd kvenna, berjast fyrir því að útrýma van- máttarstöðu þeirra og gefa þeim sjálfstraust. Því án sjálfstrausts treystum við konur hvorki sjálf- um okkur né öðrum konum og erum einskis megnugar. Þess vegna megum við ekki kerfis- binda skoðanir, tilfinningar eða hugmyndir kvenna. Um leið og við gerum það sköpum við sekt- arkennd þeirra sem falla utan þröngra skilgreininga okkar á því hvernig tilfinningar þeirra eiga að vera, skoðanir, hugmyndir og þær sjálfar. Við konur skulum leyfa okkur að flæða frítt. Tökum af okkur korselett þess hugsunar- háttar sem þrengt hefur að kon- um allra tíma. Og leyfum gleðinni að vera með í för. Það er sannfæringarkraftur í síðustu orðum Sigríðar Dúnu. Þegar hlýtt vinnuherbergið er yf- irgefið og aftur er gengið út í hvít- an veturinn sýnist vorið svo miklu nær. — Veistu það Fiildur, sagði Sig- ríður að skilnaði, eftir að hafa einu sinni lifað þá töfra að sjá allt í einu vítt og breitt um heiminn og söguna með augum kvenna, tekur lífið allt á sig nýja mynd. Engin kona er þá söm og áður. Það er svo mikil gleði og frjósemi í því bandi sem tengir konur með þessa töfrakistu í hjartanu og þessi kista verður aldrei tæmd. Það kemur alltaf nýtt vor. Hildur Jónsdóttir LÁRA RAGNARS- DÓTTIR, HAG- FRÆÐ- INGUR EINSTAKLINGURINN VERDUR AÐ HERÐA SIG „Konan veröur aö brýna sjálfa sig betur til metnaöar, hún þarf aö setja sér markmiö og koma sér á fram- fœri markvisst og skelegglega. Hún veröur aö þora.“ | Undanfarna tæpa tvo áratugi sem kvennahreyfingar hafa starfað hérlendis hafa ýmis réttindamál náð fram að ganga. Þó virðist ein- hvern veginn að sú aðferð sem beitt hefur verið hafi ekki náð þeim árangri sem vænta mátti. Enn hvílir ábyrgðin á heimilis- haldi og uppeldishlutverkið að mestu leyti á herðum kvenna. Enn verður konan oftast að velja á milli fjölskyldustærðar og vinnu utan heimilis. Enn sitja konur hjá þegar valið er í áhrifastöður. Og síðast en ekki síst: Enn eru konur í miklum minnihluta á Alþingi og í sveitarstjórnarforystu. Ég held það hljóti að vera ljóst að á komandi áratug þurfi konur að breyta um aðferð til að ná jafn- rétti á við karla. Mér hefur á tíð- um fundist sem stöðnun hafi orð- ið í baráttuaðferðum og vil ég þá sérstaklega nefna hópstarf kvenna. Kvennabaráttan (ef við viljum nefna það svo — ég kýs fremur að nefna það jafnréttis- baráttu) hefur iðulega verið í formi breiðfylkingar sem birtist í hlutverki minnihlutahóps með gagnrýni og kröfugerð fyrir hóp- inn í heild. Þessi aðferð átti sér- staklega rétt á sér í upphafi, en hún nægir ekki ein og sér og verð- ur þreytandi til lengdar. Mér er sérstaklega minnistæður Kvenna- frídagurinn 1985 þegar minnst var sama dags tíu árum áður. Ég var þá tiltölulega nýkomin frá langri búsetu erlendis og vænti mikils af heimkomunni. Mér hafði komið á óvart hversu staða kvenna hafði lítið batnað á þessu tímabili. Hins vegar, þegar ég sá framkvæmd þessa frídags fékk ég skýringuna: Ekkert ferskleika- merki var á slagorðum, engar nýj- ungar í aðferðum og í stað hvatn- ingar til framtaks og áræðis var barlómurinn í fyrirrúmi. Við iifum núna erfiðleikatíma í efnahagsmálum. Þessir erfiðleik- ar eru þess eðlis að ekki má vænta mikillar uppsveiflu á næstu árum, enda kannski ekki æskilegt. ís- lendingar þurfa nefnilega að stokka upp spilin og finna sér nýj- ar leiðir til að afla sér viðurværis. Þessi staða er aftur tvíbent gagn- vart konum. í núverandi atvinnu- leysi er meiri tilhneiging til að beina konum inn á heimilin og samkeppnin á vinnumarkaðnum harðnar. Konur verða því að bíta frá sér og berjast eins og aðrir. Hins vegar virðist sem helstu tækifæri íslendinga liggi í há- tækniiðnaði og þjónustu. Báðar þessar greinar liggja mjög vel við konum. f ýmsum löndum er meira að segja lögð áhersla á að fá konur til slíkra starfa vegna hæfi- 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.