Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 8
ar þar sem ræða skal um unga og gamla, fátæka, bágstadda og sjúka," eins og Bríet Bjarnhéðins- dóttir orðaði það árið 1907. Þegar kvennalistarnir liðu und- ir lok fylgdi langt stöðnunartíma- bil þar sem einmitt þessi grund- vallarhugmynd um konur hjálp- aði til að þagga niður í þeim. — Bríet var efst á lista kvenna í kosningunum 1926 en náði ekki kjöri. Þetta voru endalok sjálf- stæðu kvennalistanna þá. Ingi- björg H. Bjarnason sem náði kjöri til Alþingis 1922 af kvennalista gekk seinna til liðs við íhalds- flokkinn og það er enginn vafi á að aðrar konur sem höfðu staðið að framboðunum töldu hana svikara við málstað kvenna. Eftir þetta gerast engar sprengjur í ís- lenskri kvennahreyfingu fyrr en Rauðsokkahreyfingin er stofnuð 1970. Að vísu eru konur að starfi víðs vegar í þjóðfélaginu, í kven- félögum, lfknarfélögum, kirkju- félögum, verkalýðsfélögum og kvenfélögum stjórnmálaflokk- anna svo eitthvað sé nefnt. En allt þetta starf fór hljóðlega fram. Þær voru aftur orðnar hinar þöglu konur íslands. I raun var Kvennalistinn stofnað- ur utan um sömu grundvallarhug- myndir um konur og hlutverk þeirra og kvennaframboðin gömlu. Sigríður Dúna er málsvari þessara hugmynda en um leið gagnrýnin á þær. — Ég var til dæmis mjög ósátt við þá ákvörðun Kvennalistans að verðlauna konur sérstaklega fyrir frammistöðu þeirra í því að vera konur, þar á meðal í móðurhlut- verkinu, hinn 19- júní síðastlið- inn. Svona verðlaunaveitingar líkjast aðferðum karla sem sífellt eru að gefa konum einkunnir eða klappa þeim á bakið fyrir að vera eins og konum sæmir. Þarna létu Kvennalistakonur á sér skiljast að hægt væri að vera kona á einhvern sérstakan verðlaunahæfan hátt. Því virkar þetta eins og fyrirmæli um hvernig konur eigi að vera. Við eigum ekki að búa til staðal- myndir um konur. Sjálfri detta mér í hug Stakhan- ov-orður Stalíns. Hann verðlaun- aði tíu barna mæður fyrir fram- leiðni í þágu byltingarinnar á sama hátt og kraftakarla í verka- lýðsstétt. Ég spyr Sigríði hvort henni finnist verðlaunaveiting 8 Kvennalistans vera af svipuðum toga. Hún þegir um stund og er greinilega brugðið við samlfking- una. — Eg mundi nú ekki eftir Stalín í þessu samhengi, segir hún og lætur vera að gefa ítarlegra svar. Og hún heldur áfram: — Kvennaframboðið og Kvennalistinn voru grundvölluð á hugtakinu kvennamenningu. Við vildum vera vettvangur fyrir allar konur, hvernig svo sem þær áður höfðu raðað sér í hinu pólit- íska litrófi og alveg án tillits til þess hvort þær voru menntaðar eða ekki, útivinnandi eða ekki eða yfir höfuð hvernig þær voru. Við vildum koma því til skila að það væri jákvætt að vera kona, að hver kona byggi yfir dýrmætri reynslu og mikilvægt væri að koma henni til skila. Þessar hug- myndir eru jafn mikilvægar í dag og þær voru í upphafi en því mið- ur hefur þetta stundum komið út sem nokkurs konar staðalmynd um konur, forskrift að því hvernig konur eiga að vera. Konur eiga að vera góðar, hagsýnar, hreinlyndar og lausar við prjál. Pú ert að tala um gömlu kven- legu dyggðirnar? — Já. Sömu viðhorfin til kvenna og hafa verið notuð í gegnum aldirnar til að halda þeim niðri, segir Sigríður Dúna. Þetta er hugmyndin um konur sem sið- bætandi afl. En hver mótar þetta siðferði? Þessar hugmyndir um siðferði eru mótaðar af karlaþjóð- félaginu og þjóna vissulega hags- Hildur: Við í Rauð- sokkahreyfingunni höföum eytt miklu púðri í að reyna að afnema goö- sagnirnar um hið kvenlega eðli - og svo komuð þið og hélduð aftur á lofti hinni dyggðum prýddu konu. Ljosmyndír: Anna FJóla Gísladóttir munum þess. Og þær eru svo not- aðar eins og sleggja á þær konur sem eitthvað eru að æmta. Mér fannst Kvennaframboðið gera kúgun kvenna að dyggð, segi ég og finn að ennþá eimir eftir af gamalli gremju út í Kvennaframboðið. Reynslu- heimur kvenna var hafinn upp til skýjanna ogpeim konum sem hafði tekist að skapa sér aðrar viðmiðanir ísínu lífi en viðmið- anir eiginkonunnar og móður- innar var að mínu mati útskúf- að úr kvennabaráttunni og litið var gert úr ávinningum peirra. Að mínum dómi tók Kvenna- framboðið og seinna Kvenna- listinn undir verstu fordóma karlapjóðfélagsins gagnvart Rauðsokkahreyfingunni — kon- urnar par voru ekki eðlilegar konur heldur einhvers konar karlkonur. Við höfðum eytt miklu púðri í að reyna að af- nema goðsagnirnar um hið kvenlega eðli — og svo komuð pið og hélduð aftur á lofti hinni dyggðum prýddu konu! — í raun vorum við að halda á lofti hinni frjálsu og ábyrgu konu, segir Sigríður Dúna. Hugmyndin um hina dyggðum prýddu konu er hins vegar svo sterk í umhverf- inu og í okkur sjálfum að þessar tvær — sú frjálsa og sú dyggðuga — runnu fljótlega saman í eitt. Báðar voru andstæðar kven- ímynd Rauðsokkahreyfingarinn- ar og því skerptust línurnar á þennan hátt. Línurnar varð að skerpa til að marka skil í kvenna- baráttunni. Staðan var sú að Rauðsokkahreyfingin var ein- angruð og hætt að ná til þorra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.