Vera - 01.04.1990, Page 8
ar þar sem ræða skal um unga og
gamla, fátæka, bágstadda og
sjúka,“ eins og Bríet Bjarnhéðins-
dóttir orðaði það árið 1907.
Þegar kvennalistarnir liðu und-
ir lok fylgdi langt stöðnunartíma-
bil þar sem einmitt þessi grund-
vallarhugmynd um konur hjálp-
aði til að þagga niður x þeim.
— Bríet var efst á lista kvenna í
kosningunum 1926 en náði ekki
kjöri. Þetta voru endalok sjálf-
stæðu kvennalistanna þá. Ingi-
björg H. Bjarnason sem náði kjöri
til Alþingis 1922 af kvennalista
gekk seinna til liðs við íhalds-
flokkinn og það er enginn vafi á
að aðrar konur sem höfðu staðið
að framboðunum töldu hana
svikara við málstað kvenna. Eftir
þetta gerast engar sprengjur í ís-
lenskri kvennahreyfingu fyrr en
Rauðsokkahreyfingin er stofnuð
1970. Að vísu eru konur að starfi
víðs vegar í þjóðfélaginu, í kven-
félögum, líknarfélögum, kirkju-
félögum, verkalýðsfélögum og
kvenfélögum stjórnmálaflokk-
anna svo eitthvað sé nefnt. En allt
þetta starf fór hljóðlega fram. Þær
voru aftur orðnar hinar þöglu
konur íslands.
I raun var Kvennalistinn stofnað-
ur utan um sömu grundvallarhug-
myndir um konur og hlutverk
þeirra og kvennaframboðin
gömlu. Sigríður Dúna er málsvari
þessara hugmynda en um leið
gagnrýnin á þær.
— Ég var til dæmis mjög ósátt
við þá ákvörðun Kvennalistans að
verðlauna konur sérstaklega fyrir
frammistöðu þeirra í því að vera
konur, þar á meðal í móðurhlut-
verkinu, hinn 19- júní síðastlið-
inn. Svona verðlaunaveitingar
líkjast aðferðum karla sem sífellt
eru að gefa konum einkunnir eða
klappa þeim á bakið fyrir að vera
eins og konum sæmir. Þarna létu
Kvennalistakonur á sér skiljast að
hægt væri að vera kona á einhvern
sérstakan verðlaunahæfan hátt.
Þvx virkar þetta eins og fyrirmæli
um hvernig konur eigi að vera.
Við eigum ekki að búa til staðal-
myndir um konur.
Sjálfri detta mér í hug Stakhan-
ov-orður Stalíns. Hann verðlaun-
aði tíu barna mæður fyrir fram-
leiðni í þágu byltingarinnar á
sama hátt og kraftakarla í verka-
lýðsstétt. Ég spyr Sigríði hvort
henni finnist verðlaunaveiting
8
Kvennalistans vera af svipuðum
toga.
Hún þegir um stund og er
greinilega brugðið við samlíking-
una.
— Ég mundi nú ekki eftir Stalín
í þessu samhengi, segir hún og
Iætur vera að gefa ítarlegra svar.
Og hún heldur áfram:
— Kvennaframboðið og
Kvennalistinn voru grundvölluð
á hugtakinu kvennamenningu.
Við vildum vera vettvangur fyrir
allar konur, hvernig svo sem þær
áður höfðu raðað sér í hinu pólit-
íska litrófi og alveg án tillits til
þess hvort þær voru menntaðar
eða ekki, útivinnandi eða ekki
eða yfir höfuð hvernig þær voru.
Við vildum koma því til skila að
það væri jákvætt að vera kona, að
hver kona byggi yfir dýrmætri
reynslu og mikilvægt væri að
koma henni til skila. Þessar hug-
myndir eru jafn mikilvægar x dag
og þær voru í upphafi en því mið-
ur hefur þetta stundum komið út
sem nokkurs konar staðalmynd
um konur, forskrift að því hvernig
konur eiga að vera. Konur eiga að
vera góðar, hagsýnar, hreinlyndar
og lausar við prjál.
Þw ert að tala um gömlu kven-
legu dyggðirnar?
— Já. Sömu viðhorfin til
kvenna og hafa verið notuð í
gegnum aldirnar til að halda þeim
niðri, segir Sigríður Dúna. Þetta
er hugmyndin um konur sem sið-
bætandi afl. En hver mótar þetta
siðferði? Þessar hugmyndir um
siðferði eru mótaðar af karlaþjóð-
félaginu og þjóna vissulega hags-
Hildur: Viö í Rauö-
sokkahreyfingunni
höföum eytt miklu
púöri í aö reyna aö
afnema goö-
sagnirnar um hiö
kvenlega eöli - og
svo komuð þiö og
hélduö aftur ó lofti
hinni dyggöum
prýddu konu.
Ljósmyndir: Anna Fjóla
Gísladóttir
munum þess. Og þær eru svo not-
aðar eins og sleggja á þær konur
sem eitthvað eru að æmta.
Mér fannst Kvennaframboðið
gera kúgun kvenna að dyggð,
segi ég og finn að ennþá eimir
eftir af gamalli gremju út í
Kvennaframboðið. Reynslu-
heimur kvenna var hafinn uþþ
tilskýjanna ogþeim konum sem
hafði tekist aö skaþa sér aðrar
viðmiðanir ísínu lífi en viömið-
anir eiginkonunnar og móður-
innar var að mínu mati útskúf-
að úr kvennabaráttunni og lítið
var gert úr ávinningum þeirra.
Að mínum dómi tók Kvenna-
framboðið og seinna Kvenna-
listinn undir verstu fordóma
karlaþjóðfélagsins gagnvart
Rauðsokkahreyfingunni — kon-
urnar þar voru ekki eðlilegar
konur heldur einhvers konar
karlkonur. Við höfðum eytt
miklu þúðri í að reyna að af-
nema goðsagnirnar um hið
kvenlega eðli — og svo komuð
þið og hélduð aftur á lofti hinni
dyggðum þrýddu konu!
— í raun vorum við að halda á
lofti hinni frjálsu og ábyrgu konu,
segir Sigríður Dúna. Hugmyndin
um hina dyggðum prýddu konu
er hins vegar svo sterk í umhverf-
inu og í okkur sjálfum að þessar
tvær — sú frjálsa og sú dyggðuga
— runnu fljótlega saman í eitt.
Báðar voru andstæðar kven-
ímynd Rauðsokkahreyfingarinn-
ar og því skerptust línurnar á
þennan hátt. Línurnar varð að
skerpa til að marka skil í kvenna-
baráttunni. Staðan var sú að
Rauösokkahreyfingin var ein-
angruð og hætt að ná til þorra
yiKrmr
kvenna. Mörgum okkar fannst
ekkert hafa breyst þau ár sem
Rauösokkahreyfingin hafði starf-
að annað en það að 80% kvenna
voru komnar út á vinnumarkað-
inn og voru að kikna undan tvö-
földu vinnuálagi.
Þú átt við þann veruleika ís-
lenskra kvenna sem Guðbergur
Bergsson lýsti einhvern veginn
svona: Konur heimtuðu frelsi og
hlutu frelsi frystihiisanna?
— Já einmitt. En Rauðsokka-
hreyfingin náöi sínum árangri.
Hún átti viö mjög ramman reip að
draga og olli gífurlegu uppnámi.
Hún fékk á sig þau harkalegustu
skrif sem um getur. Og það var að
sjálfsögðu vegna þess að hug-
myndir hennar um konur gengu í
berghögg við ríkjandi viðhorf. Ég
tel að hvorki Kvennaframboð né
Kvennalisti hefði litið dagsins ljós
nema vegna þess að Rauðsokka-
hreyfingin hafði áður tryggt að
þessi mál voru í brennidepli í
þjóðfélaginu. Framboð er eins og
uppskera. Hinsvegar voru hug-
myndir rauðsokka um konur ger-
ólíkar þeim sem Kvennaframboð-
ið lagði til grundvallar. Rauðsokk-
ar lögðu ofuráherslu á konur sem
vinnuafl úti í þjóöfélaginu og
gerðu lítið úr hlutverki þeirra sem
mæðra og húsmæðra. Þau hlut-
verk fengu neikvætt gildi og kon-
ur sem lögðu jákvætt mat á þessi
hlutverk fundu sér ekki vettvang
innan Rauðsokkahreyfingarinnar.
Þ/i segir í grein sem ég hef lesið
eftir þig að rauðsokkar hafi
stefnt aðþví að gerast karlar ífé-
lagslegum skilningi. Ég verð að
viðurkenna að ég skil ekki hvað
þú átt við. Að mínum dómi voru
rauðsokkar uþþteknir af því að
taka á stöðu mœðra — þœrsettu
fram kröfur um dagheimi/i,
fcvðingarorlof samfelldan
skóladag og kröfðust aukmnar
samábyrgðar á barnauþþeldi,
bœði samábyrgðar foreldra og
þjóðfélagsins alls.
— Félagslegar fyrirmyndir
þeirra voru hinsvegar karlar, full-
yröir Sigríður Dúna hiklaust. Þær
vildu vera félagslega jafngildar
körlum og geta starfað nákvæm-
lega eins og þeir og á sama vett-
vangi og þeir. Ég tel ekki að þær
hafi sett spurningamerki við
hvernig þeir karlar voru sem þær
vildu líkjast.
Ég er þeirrar skoðunar að
móðurhlutverkið eða kvenhlut-
verkið í sjálfu sér sé alltaf notað
gegn konum nema þær hafi
raunverulegan möguleika á að
velja sér það hlutverk, andœfi
ég. Þann möguleika hafa þœr
ekki ef önnur hlutverk standa
þeim ekki til boða eða ef þeim er
refsað fyrir að vera mœður —
vera konur. Þessiskilningur ríkti
tvímœlalaust innan Rauðsokka-
hreyfingarinnar.
— Kannski er best að skýra
þennan mun með því að segja að
Rauðsokkahreyfingin hafi notað
sterka stöðu karla sem fyrirmynd,
segir Sigríður Dúna, en að
Kvennalistinn vilji gera stöðu
kvenna eins og hún er sterka. Að
konur verði í sterkri stöðu sem
konur — af því að þær eru konur.
Mér finnst þarna reginmunur á.
En það er rétt að þessi ágreining-
ur við Rauðsokkahreyfinguna var
málaður mjög sterkum litum, ein-
Sigríöur Dúna: í raun
vorum viö að halda
ó lofti hinni frjólsu
og ábyrgu konu.
Hildur: Ég get tekiö
undir þaö að Rauö-
sokkahreyfingin hafi
oröiö einangruninni
aö bráö... Viö sem
vorum starfandi
fundum þaö kannski
ekki því þaö er visst
félagslegt skjói í
svona hreyfingum.
Helduröu aö sama
mynd geti blasað
viö Kvennalista-
konum í dag?
Sigríöur Dúna:
Hœtfan er alltaf fyrir
hendi. Og hér erum
viö kannski komnar
aö kjarna málsins.
faldlega vegna þess að þetta var
kúvending frá stefnu Rauðsokka-
hreyfingarinnar og það er alltaf
sárt þegar ný viðhorf brjótast til
fjörsins. Konurnar sem voru virk-
ar í Kvenréttindafélaginu og víð-
ar fundu til reiði og andúðar í
garð Rauðsokkahreyfingarinnar
þegar hún var stofnuð alveg á
sama hátt og sumar rauðsokkur
gagnvart Kvennaframboðinu.
Rauðsokkahreyfingin taldi sig
vera að boða nýjan sannleik og
gerðu lítið úr því starfi sem unnið
hafði verið t.d. í Kvenréttindafé-
laginu.
Eg lítþannig á að áður en Rauð-
sokkahreyfingin var stofnuð
hafi sú hugmynd verið ríkjandi
meðal kvenna að leið þeirra til
að bœta stöðu sína og breyta lífs-
skilyrðum sínum vœri leið
menntunarinnar. Konur áttu að
mennta sig og þannig hljóta
betri lífsskilyrði. Og svo gerðu
konur einmitt það. Þœr fóru í
háskóla eða í annað sémám.
Nám þeirra varð yfirleitt styttra
en karlanna, bömin komu
kannski eitt af öðru, margar
urðu að seinka sér í námi ogger-
ast fyrirvinnur eiginmanna
sinna þvíþeirra nám hafði for-
gang. Sumar luku námi og fóru
út á vinnumarkaðinti til þess
eins að uþþgötva að þœr fengu
ekki vinnu í samrœmi við
menntun sína, að heimilisstörf-
in voru jafn mikið á þeirra herð-
um einum eftirsem áður, aðþœr
fengu ekkisömu laun fyrirsömu
vinnu og karlarnir sinntu og að
karlar með lélegri menntun
gengu fyrir við stöðuhœkkanir.
Konumar sem uþþgötvuðu
þetta þrátt fyrir að þœr höfðu
hlotið menntun og fœmi voru
konurnar sem stofnuðu Rauð-
sokkahreyfinguna. Þess vegna
finnst mér það ofureðlilegt og
reyndar nauðsynlegt við þessi
sögulegu skilyrði að leggja
áherslu á misréttið á vinnu-
markaðinum. En ég get tekið
undir það með þér að Rauð-
sokkahreyfingin hafi orðið ein-
angruninni að bráð. Stðustu ár-
in var allt starf á fárra herðum
og við vorum óttaleg þaþþírs-
tígrisdýr. Við sem vorum starf-
andi fundum það kannski ekki
eins mikið og konurnar fyrir
utan því það er visst félagslegt
skjól í svona hreyfingum. Held-
9