Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 15
ÞVÍ FLYKKJAST ÞÆR Hvernig nýtast konum aögerðir stjórn- valda um byggðaþróun? Hvaða kosti og galla hafa slíkar aðgerðir út frá sjónarhóli kvenna? Hvernig má móta byggðaþróun framtíðarinnar með þarfir kvenna í huga? Að þessu og ýmsu öðru var spurt á norrœnni ráðstefnu um konur og byggða- þróun sem haldin var í Hveragerði í októ- ber. Þar komu saman um 70 norrœnar konur til að hlýða á fyrirlestra og tala saman um sameiginlegt vandamál allra þjóðanna - flótta kvenfólks úr dreifbýli. En meginmarkmið þessarar ráðstefnu eins og annarra er kannski fyrst og fremst þaö að gefa fólki með svipuð áhugamál og atvinnu kost á að kynnast. í Hveragerði hittist utan dagskrár hópur vísindakvenna sem rannsaka byggðaþróun frá ýmsum sjónarhornum. Þœr ákváðu að stefna að áframhaldandi samstarfi. Það voru Norrœna ráðherranefndin og norrœn embœttismannanefnd um byggðaþróun sem áttu frumkvœðið að ráðstefnunni. Jafnréttisráð í samvinnu við Byggðastofnun hélt ráðstefnuna og Kristín A. Árnadóttir átti heiðurinn af góðu skipu- lagi. 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.