Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 39
U R LISTALIFINU
að ljóðin fjalli um sjódrukkn-
aðan mann. Svo er ekki, en
Vigdís vill tengja minningarn-
ar við sjó. Þau feðgin finnast í
fjöru í fyrstu minningunni og
myndir fortíðarinnar sér hún
speglast í vatni þar sem hún
mókir við bakkann. „Bakki"
er ríkjandi staðarákvörðun í
ljóðunum, vel valið orð sem
vísar bæði til vatnsbakka og
grafarbakka.
Bókin byggir á afar per-
sónulegum tilfinningum sem
eru misjafnlega aðgengilegar
fyrir utanaðkomandi. Einna
erfiðast er að ná sambandi við
frásagnir af minningum föð-
urins, kannski vegna þess að
BLÁÞRÁÐUR
Linda Vilhjálmsdóttir
Mál og menning 1990
Út er komin ljóðabók eftir
Lindu Vilhjálmsdóttur og ber
hún heitið Bláþráður. Linda
hefur áður birt ljóð í blöðum
og tímaritum en þetta er
fyrsta bók hennar. Bláþráður
hefur að geyma þrjátíu ljóð
sem eru mjög mismunandi að
formi og yrkisefni eru sótt
víðs vegar að. Bókin er að
nokkru leyti bláþræðir vilj-
andi eða óviljandi. Blár litur
kemur oft fyrir í þessum þrjá-
tíu ljóðum enda litur fjarlægð-
arinnar en bókin hefur að
geyma fjarlægar myndir sem
tengjast lauslega. Myndir úr
öllum áttum gætu þá verið
meginþema bókarinnar.
Ljóðin eru átakalítil en á
bak við þau býr alvara og
þungi þrátt fyrir léttan og
ertnislegan tón.
„Þar segir:
Þar vóru hestar og folar
gæðingar noregskonúngar
-allt blint".
tilgerðarlegt orðfæri kemur
stundum í staðinn fyrir dýpt
(„Flugu drekar í lofti með
djúpgrænar slæður á stéli!").
Svipað má segja um nútímann
í ljóðunum. Myndirnar eru
einhvern veginn ómarkvissar
og leysast upp þegar lesandi
reynir að vinna úr þeim, í stað
þess að gefa meira og meira í
aðra hönd („hárin vefja sig
um óræði minninganna").
Auðveldast er að ná minn-
ingum hennar sem talar - um
litlu systur með litla hjartað
sem getur sprungið, um hina
stelpuna sem kom aldrei
heim, um pabba sem sönglar
yfir próförkunum og geymir
Þjóðviljann í óþægilegum
stöflum sem tíu ára stelpa vill
ekki að vinkonurnar sjái, um
einveru með pabba meðan
mamma er veik.... A stuttum
kafla í seinni hluta bálksins
blandast allur tími og þar rís
hann hæst:
„... Slekk Ijósið og vakna
ekki fyrr en við göngum
þorpsgötuna, þú með yrjóttu
húfuna, þá sem stelpan mín
tók traustataki um daginn til
að geta geymt lyktina af hári
þínu þótt þú værir horfinn,
hin höndin á bakinu og ég
segi að þú gangir of hratt. Þú
byrjar að hlaupa og svei mér
ef ég sé ekki að gráu buxurnar
Brot þetta er úr ljóðinu
Bergmáli. Vísanir eru notaðar
á skemmtilegan hátt og þá
sérstaklega í Bergmáli og
Uppvakningi handa Kristjáni
Steingrími en þar er sagt:
..Og höggið
sem klýfur skápinn í tvennt
niður Sturlúngu."
Ljóðmyndir þær sem
dregnar eru upp eru oftast
nær skýrar og óvenjulegar
samlíkingar áberandi. Ljóðin
eru hljómmikil enda sterk
lýsingarorð óspart notuð, er
undirstrika hugsunina. Til
þess eru einnig litir notaðir á
nokkuð sérstæðan hátt:
„Þær Salvör og Steinvör
og gulur hrafn og grænn
og Steinvala
sofandi og óminnishegrinn
hrekkur upp með hói
verði lát á garginu.
Hó! Ég sé reyk
á röndinni og reykháf
hó! hó!"
Fjallað er um meðvitund-
arleysi mannsins sem rankar
ekki við sér fyrr en lát verður
á garginu. Gleymskan verður
meðvituð.
Húmorinn í bókinni er sér-
tækur og oft vandfundinn en
jafnframt einkennandi þáttur.
Gætir nokkurrar ertni í garð
fortíðarinnar eða þjóðararfs-
ins ef svo má að orði komast.
Náttúran er Lindu greini-
lega hugstæð en í bókinni má
finna hugleiðingar um augna-
blikið óhöndlanlega, ástina og
margt fleira.
Eins og áður sagði eru ljóð-
in misjöfn að formi en það er
þó oftast laust. í ljóðinu Þing-
breytast í köflóttar hnébuxur
og ég hleyp á eftir þér ..." (77)
Þó að hér hafi verið gerð
tilraun til að fjalla um þessa
bók verður að viðurkennast
að hún verst allri gagnrýni. I
tileinkun framan við ljóðin
kemur fram að bókin er
skrifuð í minningu föður Vig-
dísar, og hún er fyrst og
fremst viðbrögð við sárri sorg.
Þetta er fjölskyldubók, og
hendur Vigdísar eru enn of
bundnar til að hún geti glímt
af fullum styrk við viðfangs-
efnið. Eg er viss um að hún á
eftir að reyna við það aftur
með betri árangri.
Silja Aðalsteinsdóttir
völlur eða lag handa Merði er
þó ort undir hætti eddu-
kvæða eða fornyrðislagi:
„Rökkur ristir
rúnum fellið
vaka á velli
vandamenn.
Skuggar skálda
skuggafáka
höggva í hamra
hófaskelli."
Síðasta ljóð bókarinnar ber
nafnið Blús og er hér birt lítið
brot úr því:
„Kulkisan er blá
og breiðir úr sér
eins og haust á trjágrein
eins víst er að maður
verði tvísaga
pegar kæriíeysislegur
bláminn framundan
breytist ífjólubláar fjólur."
Er hér dregin upp falleg
ljóðmynd af haustinu, en
vorið kemur og fjarlægðin
verður nálæg og því eins víst
að skynsemi sú er var hverfist
um sjálfa sig.
Marín Hrafnsdóttir
39