Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 18
launavinnu, því samtökin tóku
allan tíma hennar.
- En við höfum lært svo mikið
af þessum félagsstörfum, m.a.
fundarsköp og ræðumennsku og
við fáum að ferðast um til að
kynna samtökin, segja þær og
njóta þess greinilega að vinna
fyrir samtökin sín.
I fyrra fór fulltrúi norsku sjó-
mannskvennanna til Færeyja til
að aðstoða þarlendar konur við
að stofna samtök. Norsku kon-
urnar langar mikið að komast í
samband við íslenskar sjómanns-
konur með samstarf fyrir augum.
Hér með er auglýst eftir sjó-
mannskonum sem hafa áhuga á
að vinna með norrænum kyn-
systrum sínum að ýmsum hags-
munamálum sjómannsfjöl-
skyldna.
- Peningar þurfa ekki að vera
vandamál í þessu sambandi.
Samtökin hafa til ráðstöfunar
tvær og hálfa milljón íslenskra
króna frá Norrænu ráðherra-
nefndinni til að koma á fót slíku
samstarfi, segja þær.
Sjávarútvegur er fjórði stærsti út-
flutningsatvinnuvegur Norð-
manna. Vandamál frænda okkar í
austri eru ekki ósvipuð okkar
vandamálum. Höfin eru að tæm-
ast og þjóðirnar verða að tak-
marka veiðarnar. Því fylgir at-
vinnuleysi og byggðaröskun.
Samtök sjómannskvenna vilja að
afleiðingar ákvarðana stjórn-
valda um stjórnun fiskveiða legg-
ist ekki bara á herðar sjómanns-
fjölskyldna.
- Það hlýtur að vera á ábyrgð
ríkisins að sjá til þess að sjó-
mannsfjölskyldur geti lifað þetta
af, það getur ekki átt að vera á
ábyrgð fjölskyldnanna sjálfra.
Það getur enginn lifað á kvótan-
um, segja þær.
Lög um kvótakerfi svipað því
íslenska voru sett 8. apríl, 1989.
Áður höfðu lög um allsherjar-
kvóta gilt. Skortur á hráefni hefur
fylgt kvótakerfinu og fiskvinnslu-
stöðvum hefur verið lokað.
- En það er mikill fiskur í
hafinu núna. Eftir þrjú til fjögur
ár verða kvótarnir rýmri, segja
þær bjartsýnar. Þær spyrja mig
hvernig það hafi reynst hér á
landi að kvótar gangi kaupum og
sölum. Þetta sé ekki leyft í Noregi
ennþá, en stjórnvöld íhugi að
leyfa það. Sjómannskonurnar
hafa ekki ákveðið hvaða afstöðu
samtökin eigi að taka til málsins,
18
en þær óttast að kaupmennska
með kvótann geti leitt til frekari
byggðaröskunar.
Við tölum líka um hvalveiðar
og laxveiðar. Þær sakna hval-
kjötsins og þess efnahagsöryggis
sem hvalveiðar veittu sjómanns-
fjölskyldum. Og þær tala lengi og
af miklurn hita um laxveiðar. Það
er búið að friða laxinn í sjónum,
en laxinn í ánum má veiða.
- Sjómenn ættu að fá að veiða
þennan fisk, en ekki sportveiði-
menn, er niðurstaða kvennanna
um þetta mál.
Félagsstaða sjómannskvenna er
um margt ólík stöðu annarra
giftra kvenna. Þær bera einar
ábyrgð á börnum og búi langtím-
um saman.
Samtök
sjómannskvenna
vilja aö afleiöingar
ákvaröana
stjórnvalda um
stjórnun fiskveiða
leggist ekki bara á
herðar sjómanns-
fjölskyldna.
- Þessi sérstaða má ekki
gleymast þegar lög um félags-
þjónustu eru samin og konur sem
bera þessa ábyrgð eiga að njóta
félagslegra réttinda á við úti-
vinnandi konur, segja Solfried,
Gunda, Turid og Randi.
Samtökin vilja fjölga vinnu-
stöðum í dreifbýli bæði fyrir kon-
ur og karla og sjá til þess að ungt
fólk geti lifað og starfað í sinni
heimabyggð. Þau berjast fyrir
bættu eftirliti með heilsufari og
öryggi sjómanna og breyttum
Viö höfum til
róöstöfunar tvœr
og hólfa milljón
íslenskra króna
fró Norrœnu
róöherranefndinni
til aö koma
ó fót samstarfi
sjómanns-
kvenna,
segja þœr.
tryggingarlögum. Og þau vilja
varðveita og vekja athygli á sögu
sjómannskvenna. Á umhverfis-
málasviðinu vilja samtökin koma
í veg fyrir að verksmiðjuúrgangi
sé hleypt í hafið og þau vilja fá að
taka virkan þátt í skipulagningu
strandsvæða.
- Svæðasamtök hafa unnið
gott starf í sínum heimabyggðum
til að minnka úrganginn frá
verksmiðjum í hafið. Og við höf-
um verið með í mótmælum gegn
kjarnorkuverinu í Dunray.
Flótti kvenna úr dreifbýli er stórt
vandamál í Noregi. Þar sem
ástandið er verst eru 60 konur
eftir á hverja 100 karla.
- Eitt af því sem samtökin
okkar gera til að sporna við þess-
ari þróun er að reka farskóla sem
kennir konum að koma undir sig
fótunum í atvinnulífinu, að skapa
sér vinnu sjálfar með stofnun
lítilla fyrirtækja. Þetta þykir
góður skóli. Þar er tekið á ýmsum
vandamálum dreifbýliskvenna
og þær fá að hitta konur sem hafa
stofnað fyrirtæki. Það veitir þeim
kjark til að halda áfram. Það hefur
sýnt sig að fyrirtæki sem konur
stofna verða sjaldan gjaldþrota. I
þessum skóla eru konur á öllum
sviðum atvinnulífsins. Þegar
konurnar byrja í skólanum hafa
þær yfirleitt enga hugmynd um
hvernig starfsemi þær vilja koma
á fót. Hugmyndirnar kvikna í
skólanum, segja þær.
Þær stöllur eru mjög ánægðar
með ráðstefnuna, finnst fróðlegt
að bera saman ástandið í þessum
löndum. Noregur kemur vel út úr
þeim samanburði. Mjög vel virð-
ist vera búið að norskum dreif-
býliskonum og mikið gert til að
halda þeim í heimabyggð sinni.
Hvert fylki hefur sérstaka sjóði
sem aðeins eru ætlaðir til hjálpar
konum með hugmyndir um at-
vinnusköpun. Skólarnir eru ekki
bundnir við þéttbýlissvæðin og
fjarkennsla er vel skipulögð.
Áhersla er lögð á að konur velji
óhefðbundin kvennastörf.
Eitt hafa norsku sjómanns-
konurnar þó við ráðstefnuna að
athuga.
- Það vantar konurnar sem
var verið að tala um. Þetta eru
mest menntakonur sem hér eru.
Við erum eiginlega eina gras-
rótin, segja þær og hlæja dátt.
BÁ
Myndir: Úr myndasafni norska
Sjómannasambandsins