Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 26

Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 26
Halldóra safnaði á ferðum sínum sýnishornum og munum sem tengdust heimilisiðnaði og flest af því er nú til sýnis í Heimilisiðnaðrsafninu. landið þvert og endilangt á árun- um 1924-57 sem ráðunautur Búnaðarfélagsins í heimilisiðn- aði. Hún safnaði á ferðum sínum sýnishornum og munum sem tengdust heimilisiðnaði og flest af því er nú til sýnis í Heimilis- iðnaðarsafninu. Hulda Á. Stefánsdóttir, skóla- stjóri Kvennaskólans á Blöndu- ósi, átti hugmyndina að safninu sem opnaði tveimur árum áður en skólinn var lagður niður. Guðrún Jónsdóttir og Knútur Jeppesen, arkitektar, teiknuðu allar innréttingar í safnið og gáfu því alla vinnu sína. Kvenna- skólinn gaf safninu ýmislegt úr fórum sínum, t.d. öll tóvinnu- áhöld skólans, en sumt af því var frá Tóvinnuskólanum á Sval- barði sem Halldóra rak um tíma. Samband austur-húnvetnskra kvenna hefur rekið Heimilisiðn- aðarsafnið frá upphafi og félags- konur gefið alla vinnu sína. Safn- ið hefur vaxið og dafnað og úti- húsin eru fyrir löngu orðin of lítil. Gjafir berast í sífellu og skráðir munir eru nú orðnir um 900.1 Halldórustofu eru auk þess rúmlega 300 munir og fjölmargar vefnaðarprufur. Safninu var ný- lega gefið gamla sýslumanns- 26 Elísabet Sigurgeirsdóttir, „safnvöröur". húsið á Kornsá í Vatnsdal, en félagskonur hafa ekki fjárhags- legt bolmagn til að flytja húsið til Blönduóss. Með flutningi húss- ins ynnist tvennt, þetta sögulega hús sem er rúmlega hundrað ára gamalt yrði varðveitt og Heim- ilisiðnaðarsafnið fengi aukið rými fyrir starfsemi sína. Félags- konur eru mjög áhugasamar um safnið og framtíð þess og ýmis- legt bendir til að bæjarsjóður Blönduóss og Héraðsnefnd Aust- ur-Húnavatnssýslu séu nú loks- ins að gera sér grein fyrir því hvílík perla Heimilisiðnaðar- safnið er. Samband austur-húnvetnskra kvenna á þakkir og aðdáun skilið fyrir störf sín við Heimilisiðn- aðarsafnið. Islensk menningar- arfleifð er fremur fátæk af mun- um sem tengjast vinnu og frí- stundum kvenna. Framtíð Heim- ilisiðnaðarsafnsins, sem er eina safnið sem hefur sérhæft sig í þessum ákveðna þætti íslenskrar kvennasögu, hlýtur því að skipta okkur allar máli. VERA hvetur lesendur sína til að heimsækja Heimilisiðnaðarsafnið næst þeg- ar þeir eiga leið um Blönduós. RV Myndir: Ragnhildur Vigfúsdóttir og Helga Guðrún Helgadóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.