Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 35
UR LISTALIFINU
GULLFJÖÐRIN
Texti og myndir:
Áslaug Jónsdóttir
Mól og menning!990
Fyrir nokkrum dögum fékk
ég upp í hendurnar nýút-
komna barnabók eftir Ás-
laugu Jónsdóttur. Bókin heitir
„Gullfjöðrin" og er afar falleg
og að rnörgu leyti sérstæð
barnabók er segir frá ævintýri
litla gula fuglsins sem finnur
gullfjöður sem hann ákveður
að koma til skila. Höfundur
fylgir ævintýrinu úr hlaði en
síðan segja myndirnar sög-
una. í lok bókarinnar er síðan
ævintýrið skráð. Það er því
ekki hægt að lesa ævintýrið og
skoða myndirnar á sarna tíma
enda hefur það líklega ekki
verið ætlun höfundar.
Mér finnst það góð hug-
mynd að hafa textann ekki á
myndasíðunum. Það mundi
skemma svo fallegar myndir
ISABEL ALLENDE
Eva Luna
segir frá
Eva Luna segir ástmanni sínum,
Rolf Carlé, tuttugu og þrjár smá-
sögur um jafnmörg tilbrigði ástar-
innar. Hér segir af skuggalegum
stigamönnum og háttprúðum hefð-
armegjum sem elskast með ærsl-
um og glæframönnum sem stíga í
vænginn við annálaðar sóma-
konur; tinandi gamalmenni hefja
upp langþráð bónorð, mæðgur
keppa um hylli farandsöngvara,
draumar rætast og skýjaborgir
hrynja. Sagt er frá klækjum og
vélabrögðum, taumlausri ágirnd
og takmarkalausri fórnfýsi og
hvort sem sögurnar eru sóttar
beint ífurðulegan veruleika Suður-
Ameríku eða framkallaðar með
óþrjótandi ímyndunarqfii skáld-
konunnar eiga þær allar sam-
merkt að miðla ást á lífinu í sínum
Jjölbreytilegustu myndum.
Isabel Allende hefur þegar öðl-
ast hylli íslendinga fyrir litríkar
sögur sinar, Hús andanna, Ást og
skugga og Evu Lunu, þar sem hún
sameinar töfraraunsæi og skarpa
samfélagssýn.
Tómas R. Einarsson þýddi úr
spænsku.
Bókin er 218 bls.
Verð: 2980,-
auk þess sem ég tel að upp-
bygging bókarinnar bjóði upp
á marga möguleika.
Ég las ævintýrið fyrst sjálf
og settist síðan niður með
fjögurra ára dóttur minni,
skoðaði með henni myndirn-
ar, sem hver og ein er sann-
kallað listaverk, og sagði
henni söguna. Hún vildi
skoða myndirnar strax aftur
en í þetta skipti var það hún
sem sagði söguna. Það var
greinilegt að þetta litla ævin-
týri höfðaði til hennar, hún
lifði sig svo inn í söguna.
A>laug Jónsdóitir
GULLFJOÐRIN
Myndirnar gegna stóru
hlutverki, þær segja söguna.
Ævintýrið sjálft er vel skrifað
en ég tel að með litlum börn-
um sé áhrifaríkast að segja
þeim söguna af litla fuglinum
og skoða með þeim mynd-
irnar. Einnig væri hugsanlegt
að lesa ævintýrið fyrir börn án
þess að sýna þeim myndirnar
og síðan endursegja það með
þeim eða fá þau til að endur-
segja það og þá með mynd-
irnar að leiðarljósi.
Sem kennari yngri barna
tel ég að þessi bók henti eink-
ar vel í kennslu. Með ungum
börnum væri hægt að vinna
með bókina á margan hátt, t.d.
bara með myndirnar og láta
þau segja frá, skrá eða leika
ævintýri litla, gula fuglsins.
Einnig væri tilvalið að lesa
ævintýrið fyrir börnin án þess
að sýna þeim myndirnar en
lofa þeim síðan að tjá atvik úr
ævintýrinu myndrænt. Þá má
ekki gleyma umræðum um
boðskap ævintýrisins. Hvað
segir þetta litla ævintýri
okkur og hvað getum við lært
af því?
Þetta er kærkomin bók á
heimilið og ég hlakka til að
vinna með hana með nem-
endum mínum.
Gunnhildur Óskarsdóttir,
2ja barna móðir og kennari.
35