Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 28
undirstaðan. Verkefnið myndi í raun hefjast úti í sveit með smöl- un, rúningu og meðferðinni á ullinni. - Þess má geta að á Hvammstanga er í gangi þró- unarverkefni meðal bænda sem nota nýjar hugmyndir í nýtingu og sölu ullar. - Kvennaskólinn byiði vinnuaðstöðu og safnið yrði listamönnum án efa uppspretta hugmynda. Hægt væri að taka á móti nemendum úr Myndlista- og handíðaskólanum og úr handavinnudeild Kennarahá- skólans sem ynnu þar sérstök verkefni. Unnur sagðist fyrst hafa séð verk- efnið í mjög rómantísku ljósi, en þegar hún fór að kynna sér sögu Kvennaskólans breyttist afstaða hennar. Kvennaskólinn var eng- inn útsaumsskóli, metnaður heimamanna og skólastjóra var bóknámið. Að sjálfsögðu skipaði handavinnan líka veglegan sess og Unnur kvað það mikils virði að verk kvenna og saga fái viður- kenningu og njóti virðingar. „Við erum ekkert með í dag nema fjall- konuna og forsetann, við erum ekki með lifandi starfsemi sem Guðrún vill að komið verði á sérhœfðu nám- skeiðahaldi í listiðnaðarnámi á alþjóðlegum mœlikvarða. „Guði sé lof þá gekk kvenna- baráttan ekki af þessum hluta af sögu kvenna dauðum, sem endurspeglast í kvennaskólunum." byggir á sögu kvenna. Hús- mæðraskólarnir fengu á sig slæma mynd og þóttu hörmulega hallærislegir. Þeir voru taldir við- halda kúgun á konum og kúgun þeirra á sjálfri sér." Þessi lítils- virðing á eigin sögu telur Unnur að sé að hverfa og „Guði sé lof þá gekk kvennabaráttan ekki af þessum hluta af sögu kvenna Guörún Jónsdóttir, arkitekt dauðum, sem endurspeglast í kvennaskólunum. Kvennaskól- arnir verða aldrei endurreistir en þeir eru hluti af menningu okkar og sögu og ættu að njóta til- skyldrar virðingar og það er kominn tími til að fólk geri sér grein fyrir því að þeir eru und- irstaða margs sem við gerum í nútíð og framtíð." Aðspurð sagði Unnur að það væri um að gera að vera stórhuga ef byrja ætti á slíku endurreisn- arstarfi, rétt eins og þegar farið var af stað með Kvennaskólann í upphafi. VERA er sammála Unni, Guðrúnu og séra Árna um að fátt héldi betur á lofti minningu Hall- Unnur Kristjánsdóttir. dóru Bjarnadóttur, Elínar Briem, Huldu Á. Stefánsdóttur og þeirra fjölmörgu kvenna sem hafa lagt sitt af mörkum til húsmæðra- skólanna og heimilisiðnaðarins í landinu en lista-akademía í Kvennaskólanum á Blönduósi. RV LÍFRÆN HÚÐRÆKT Viöskiptavinir athugiö aö Grœna línan er flutt aö Laugavegi 46, (j(tfM/mffl Laugavegi 46, 101 Reykjavík, Sími 62 28 20. JÓLAGJÖF FEMINISTANS FÆST HJÁ KVENNALISTANUM LAUGAVEGI 17. Mikiö úrval af: Nœlum, eyrnalokkum, skólum, bolum, náttkjólum, feminískum undirfatnaöi og ýmsu ööru. LÍTTU VIÐ! Kvennalistinn, Laugavegi 17, 101 Reykjavík, sími 13725 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.