Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 9
kíló af gullskartgripum á sér.
Konurnar leystu hárið, sem var
sítt niður á rass, og sveifluðu því
þegar þær hreyfðu sig í dans-
inum. Smástelpur alveg niður í
tveggja ára gamlar voru í ævin-
týralegum prinsessukjólum,
hlaðnar skartgripum og málaðar í
framan. Það var geysilegt fjör í
dansinum, því að þetta fólk hefur
engar hömlur.
Tvær ungar stúlkur sem
kunnu dálítið í ensku gáfu sig á
tal við okkur. Önnur spurði mig
hvort maðurinn minn hefði
áhuga á að kvænast konu frá
Kúvæt. Eg sagðist ekki vita það,
ég hefði ekki spurt hann. Yrðirðu
reið, spurði hún og bætti svo við
„Þú myndir líklega taka allt
gullið þitt og fara". Ég sagðist nú
ekki eiga neitt gull, en líklega
myndi ég taka börnin mín og
fara. Þá hlógu þær mikið og
fannst þetta mjög fráleitt.
Við vorum líka einu sinni
viðstödd jarðaför. Tengdamóðir
sænskrar kunningjakonu okkar
hafði látist. Fólk er jarðsett dag-
inn eftir að það deyr, en það eru
bara karlmenn sem fara að graf-
reitnum. Eftir jarðarförina er lík-
vaka á heimili þess látna í upp-
undir viku. Fólk kemur til að
votta ættingjum samúð. Karl-
mennirnir í fjölskyldunni safnast
saman í dívaníunni og taka þar á
móti karlmönnum sem koma til
að votta þeim samúð. Konurnar
hittast inni á heimili hins látna.
Það var svart haf af konum á
heimili hinnar látnu. Þær voru
allar steinþegjandi. Það má ekki
tala og það er ekki grátið. Þegar
ég kom þar inn ásamt tveimur
sænskum vinkonum mínum
heilsuðum við dætrum og
tengdadætrum hinnar látnu með
kossi á kinnina. Síðan sátum við
steinþegjandi í 15 mínútur og
okkur var ekki boðið upp á neitt.
Þegar okkur fannst hæfilega
langur tími liðin, risum við upp,
kvöddum sömu konur með kossi
og fórum.
I Saudi-Arabíu, nágrannalandi
Kúvæt, verða konur að hylja and-
lit sitt með blæjum. Ég get ekki
ímyndað mér að þær sjái mikið
Hins vegar gefa
eiginmenn þeirra
þeim gullskartgripi
að andvirði 12-14
milljóna íslenskra
króna í morgungjöf.
Þetta eru 22 karata
gullskartgripir -
höfuðdjósn, eyrna-
djósn, armbönd,
fótaskraut, gullfestar
og hringir. Gullið
eiga þœr síðan
alla œfi. Það er
þeirra trygging.
Ég sagðist nú ekki
eiga neitt gull, en
líklega myndi ég
taka börnin mín og
fara. Þó hlógu þœr
mikið og fannst
þetta mjög fróleitt.
Þegar ég var í
Kúvœt var ég svo
stolt af íslandi og
sagði öllum fró því
að forsetinn okkar
vœri kona og að við
œttum meira að
segja heilan stjórn-
mólaflokk fyrir konur
og hann hefði
mikið fylgi. En svo
kem ég hingað og
sé að lítið hefur
breyst síðan ég fór.
með blæjur fyrir öllu andlitinu,
enda mega þær t.d. ekki keyra bíl.
í Kúvæt klæðast margar konur
vestrænum fötum, en ætlast er til
að kvenfólk sem komið er á
kynþroskaaldur hylji hárið,
axlirnar og hnén til þess að freista
ekki karlmanna. Við vestrænar
konur þurfum ekki að hylja
okkur, vegna þess að við erum
eign annarra manna. En það er
glápt voðalega mikið á okkur,
menn snúa sér við á götum og
glápa á eftir okkur. Dóttur minni
fannst þetta hræðilega óþægilegt,
en ég var hætt að sjá það. Ég er nú
ekki ung stúlka og hef ekkert
sérlega ljóst hár, en ég lenti oft í
kvenfrelsisáhrifum í Kúvæt. Til
eru kvennasamtök, þar sem talað
er um menningu og að konur
ættu að mennta sig. Þessi samtök
beita sér fyrir því að konur fái
kosningarétt. Ég veit að líf
kvenna í öðrum Arabalöndum
t.d. í Iran er miklu verra en líf
kvenna í Kúvæt. I bókinni „Out of
Iran" er sagt frá manni sem lét
konu sína í fangelsi af því að hún
mótmælti honum. Þegar hann
kom til að sækja hana var búið að
taka hana af lífi í misgripum. En
honum var bara boðið að velja sér
aðra.
Annars eru arabakonur
nokkuð frjálsar og að sumu leyti
því að ungir menn fylgdu mér
eftir og flautuðu á mig. Ég
passaði mig bara á að horfa aldrei
í augun á karlmanni. Það þýðir að
maður sé að gefa honum undir
fótinn.
Við þekkjum kúvætska fjöl-
skyldu, þar sem konaii er mennt-
uð. Hún hylur ekki hárið og
gengur í evrópskum fötum. En
þau hjónin fara sjaldan út saman.
Hún fer út með systrum sínum.
Þær vilja hafa sitt kvenmannslíf
fyrir sig. Karlarnir tala saman um
heimsmálin, en konurnar tala um
kóraninn, matargerð, uppeldi og
önnur kvenleg efni. Ungar stúlk-
ur tala mikið um væntanleg
mannsefni. En þá velta þær ekki
fyrir sér útliti hans eða eiginleik-
um, heldur fjölskyldu hans. Það
er mikils virði að gifast inn í góða
fjölskyldu.
Það ber dálítið á vestrænum
frjálsari en við. Margar konur í
Kúvæt búa náttúrulega við mikið
ríkidæmi með fullt af þjónustu-
fólki, þannig að þær hafa betri
tíma til að þroska sjálfar sig en við
höfum Það kom mér á óvart
þegar ég kom heim til Islands
eftir þrettán ára fjarveru hversu
lítið hefur gerst í jafnréttismálum.
Þegar ég var í Kúvæt var ég svo
stolt af Islandi og sagði öllum frá
því að forsetinn okkar væri kona
og að við ættum meira að segja
heilan stjórnmálaflokk fyrir kon-
ur og hann hefði mikið fylgi. En
svo kem ég hingað og sé að lítið
hefur breyst síðan ég fór. Konur í
ábyrgðarstöðum hafa t.d. lægri
laun en karlar í samsvarandi
stöðum. Það hversu lítið hefur
tekist að breyta sýnir bara hve
ofboðslegt karlrenibuþjóðfélag
þetta er."
BÁ
9