Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 20
A JÓLAKAKA Hafdís Hafliðadóttir á Dal- vík gerir laufabrauð og sex smákökusortir fyrir jólin. Eina kakan sem verður að vera á jólaborðinu er jóla- kaka eftir uppskrift frá mömmu hennar: 125 gr af öllu: Smjörlíki, sykri og hveiti 1/2 tsk lyftiduft 3 eggjarauður 3 þeyttar eggjahvítur safi + raspað hýði af 1/2 sítrónu SÍTRÓNUEFTIRRÉTTUR Hafdís á líka uppskrift á góðum sítrónu-eftirrétti. Uppskriftin er ættuð frá Soffíu Skúladóttur frá Hjalt- eyri sem hélt námskeið í Eyjafirði í tilbúningi veislu- rétta. Soffía tók loforð af kon- um að þær gæfu ekki upp- skriftirnar til að eyðileggja ekki viðskiptin fyrir sér. Móðir Hafdísar, sem var á námskeiðinu, sveik löngu seinna loforðið þegar hún gaf dóttur sinni uppskriftina. Hafdís telur að þar sem um 60 ár eru liðin frá tilteknu námskeiði hljóti að vera í lagi að leyfa lesendum VERU 125 gr af einhverju: rúsínum, kúrennum eða súkkati (má blanda saman) Hrært saman: Sykri, smjörlíki og eggjarauðum. Sítrónusafi og hýði sett út í, hveiti og lyftidufti bætt í, þá ávöxtum og síðast eru eggja- hvítur settar varlega út í. Deigið sett í venjulegt jólakökumót, bakað uns bakað er (45-60 mín.), við 175 gráðu hita, neðarlega í ofni. að njóta eftirréttarins líka: 5 egg, aðskilin 200 gr sykur 5 blöð matarlím safi úr 2 sítrónum börkur af 1 sítrónu, raspaður Eggjarauður og sykur er þeytt vel, börkur settur út í. Eggjahvítur stífþeyttar og settar varlega saman við. Matarlímið er brætt, kælt með sítrónusafa og hellt út í. Hrært vel í, hellt í glæra skál og látið kólna. Skreytt með þeyttum rjóma, mandarín- um og grænum vínberjum. AÐVENTUKAKA frá Málmfríði Sigurðardóttur „Norðurlandi eystra": 175 gr sykur, helst sultaður appelsínubörkur púðursykur til helminga eða súkkat 150 gr smjör rifinn börkur af 1 sítrónu 3egg 2 msk koníak eða sherry 1 tsk lyftiduft 150 gr hveiti Þeytt vel. Bakað við 160 75 gr rúsínur gráður í ca 30 mínútur. Fyrst 15 brytjaðar sveskjur með álpappír fyrir mótinu í 15 apríkósur ca 20 mínútur. KOSSAR frá Inger Helgadóttur Indriðastöðum í Skorradal: 300 gr hveiti 200 gr smjörlíki 100 gr flórsykur 1 egg Hnoðað, kælt, látið bíða í 1-2 tíma. Flatt út, kringlóttar kökur stungnar út. Settar á smurða plötu og bakaðar á næst efstu rim í 5-8 mín. við 190 gráður. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar er sett smjörkrem á milli og súkku- laðibráð ofan á. Aður en smákökurnar eru bornar fram er rjóma sprautað í hring ofan á og jarðaberja- sulta sett inn í. Kökurnar geymast mjög vel, þ.e. áður en rjóminn er settur á! Inger sagði að sér hefði brugðið þegar hún heyrði einu sinni í útvarpinu að kvenfrelsiskonur bökuðu ekki nema eina sort. Hún bakar fimm mismunandi tertur og 12 smákökusortir fyrir jólin! - Á ' 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.