Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 27
GETUR ULL ORÐIÐ
„Hin seinni ár hefur mikiö veriö
prjedikaö um aukna kjötfram-
leiöslu, kjöf, kjöt! ... En ullin. Um
hana hefur minna veriö hugs-
aö og talað. Eiginlega ekkert.
... Viö þurfum aö sýna ullinni
okkar meiri sóma, eins og
gömlu konurnar geröu, sem
vönduöu til ullarþvottarins,
völdu úr, geymdu, söfnuöu
litum og gœöum. ... Öll okkar
viöleitni í heimilisiðnaði á aö
snúast um ullina, hún er okkar
aödáanlega hráefni, sem viö
höfum nóg af, og sem viö
kunnum að hagnýta."
Þessi aðvörunarorð Halldóru
Bjarnadóttur í Hlín 1961 náðu
ekki eyrum ráðamanna og því fór
ef til vill sem fór í ullariðnaði
íslendinga. VERA hafði samband
við Unni Kristjánsdóttur, iðnráð-
gjafa á Blönduósi, og Guðrúnu
Jónsdóttur, arkitekt, til að forvitn-
ast um hugmyndir varðandi
Heimilisiðnaðarsafnið og Kvenna-
skólann á Blönduósi, sem tengjast
draumi Halldóru Bjarnadóttur um
íslensku ullina og íslenskan heim-
ilisiðnað.
Unnur flutti á Blönduós fyrir
fjórum árum og fór fljótlega að
velta því fyrir sér hvað hægt væri
að gera við Kvennaskólann og allt
sem honum fylgir. Kraftar fólks á
Blönduósi hafa, að hennar sögn,
farið í að byggja upp bæinn og
atvinnulífið og menningin því
orðið hornreka. Unnur hitti Guð-
rúnu Jónsdóttur síðastliðið sum-
ar, en Guðrún er nýráðin til að
vinna að aðalskipulagstillögum
fyrir Blönduós. Guðrún hefur á
undanförnum árurn verið arki-
tekt skólans og Heimilisiðnaðar-
safnsins og velunnari þess frá
upphafi. Þess má geta að Guðrún
er dóttir Huldu Á. Stefánsdóttur,
sem var skólastjóri Kvennaskól-
ans til 1967 og átti hugmyndina
að Heimilisiðnaðarsafninu.
“Viö þurfum aö
sýna ullinni okkar
meiri sóma, eins og
gömlu konurnar
geröu, sem
vönduðu til
ullarþvottarins,
völdu úr, geymdu,
söfnuöu litum og
gœöum...“
I vinnu sinni við aðalskipulagið
telur Guðrún að skólinn og safnið
geti haft vaxandi hlutverki að
gegna í sambandi við allt rnenn-
ingar- og skólastarf á staðnum,
svo og til að vekja áhuga ferða-
manna á því að staldra við á
Blönduósi. Guðrún telur far-
sælast að byggja á sérkennum og
hefðum staðarins og það sé m.a.
hægt með því að gera veg safns-
ins meiri og tengja það annarri
starfsemi á staðnum. Hugmynd
Guðrúnar er sú að Kvennaskól-
inn verði lista-akademísk stofn-
un. Væri það vel við hæfi því að
Þorvaldur Skúlason og Snorri
Arinbjarnar voru báðir frá
Blönduósi og í Kvennaskólanum
var lagður grundvöllur að annars
konar list, vefnaði og ýmsum
hannyrðum.
Guðrún vill að kornið verði á
sérhæfðu námskeiðahaldi í list-
iðnaðarnámi á alþjóðlegum
mælikvarða. Námið yrði að hluta
til tengt ullarvinnu og nýtingu
íslensku ullarinnar. Einnig mætti
leggja áherslu á annan heimilis-
iðnað þó hann tengist ekki ull-
inni, t.d. væri auðveldlega hægt
að koma upp smiðju og öðru sem
tengist fornum vinnubrögðum.
Oll húsakynni eru til staðar og
lítið mál að aðlaga þau nýju
hlutverki. I Kvennaskólanum má
auðveldlega innrétta tvær til þrjár
listamanna- eða fræðimannsíbúð-
ir og útbúa góða vinnuaðstöðu.
Séra Árni Sigurðsson á Blönduósi
segir í greinagerð sem hann af-
henti i Farskóla safnmanna í
haust að „til þess að skapa skól-
anum og safninu starfsskilyrði
þyrfti að setja allt svæðið austan
og sunnan Kvennaskólans undir
hinar nýju stofnanir. Rækta mætti
m.a. túnblett og sýna á sumrum
heyverkun, eins og hún var
stunduð á Islandi um aldaraðir,
svo og hleðslu torfbæja. Gera
þyrfti upp og flytja gamla
verslunarhúsið á Blönduósi á lóð
Kvennaskólans og koma þar upp
vísi að gamalli búð. Svo fátt eitt sé
nefnt. Með því yrði Heimilis-
iðnaðarsafnið lifandi safn og
Kvennaskólinn á Blönduósi að
nokkru endurreistur og þjónaði
þeim tilgangi er honum var að
hluta ætlaður í upphafi."
Unnur Kristjánsdóttir segir að
framtíðarsýnin sé sú að byggja
upp mjög sérhæft námskeiða-
hald, þar sem íslenska ullin og
séraðstaðan á Blönduósi yrði
27