Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 6
Myndaalbúm og aðrir per-
sónulegir munir urðu eftir í
Kúvœt þegar Birna Hjaitadóttir
yfirgaf heimili sitt í skyndi í
septembersíðastliðnum. Þegar
við sitjum ó heimili Birnu í hólf-
tómri leiguíbúð í Reykjavík og
tölum um konurnar í Kúvœt,
óskar hún b©ss að hún hefði
myndir til að sýna mér.
- Eða bara að allt þetta fólk
sem við erum að tala um vœri
komið hingað Ijóslifandi, bœtir
hún við. En Birna er sögumaður
af guðs nóð og þarf engin
hjólpartœki til að framkalla
myndir í hugum hlustenda. Við
gefum Birnu orðið:
„Þegar samningar tókust á milli
háskólanna í Kúvæt og Lundi í
Svíþjóð, þar sem við bjuggum,
vildu Kúvætar fá hjálp við upp-
byggingu svæfingar- og gjör-
gæsludeildar og Gísli, maðurinn
minn, sló til. Þegar við fluttum til
Kúvæt árið 1985 var ekki lengur
arðvænlegt að fara þangað, en
efnahagur fjölskyldunnar batnaði
þó til muna og við gátum greitt
upp skuldir okkar. Samt vorum
við fátæklingar á mælikvarða
Kúvæta, sem búa í landi allsnægt-
anna. Það er erfitt að gera sér
grein fyrir hversu ótrúlega rík
þessi olíuríki eru. Manni blöskrar
oft þegar maður sér gullarm-
Gísli varö aö veita
mér skriflega
heimild fyrir því aö
ég mœtti vinna úti.
Eg varð líka aö fó
hans leyfi til aö fá
ökuskírteini.
böndin hangandi á slám í
búðunum eins og pylsur í kjör-
búð. Andvirði eins svona arm-
bands gæti satt hungur heillar
fjölskyldu í Eþíópíu í lengri tíma.
Raunveruleg fátækt er ekki til
þarna, en fólk er auðvitað mis-
efnað. í Kúvæt er hægt að sjá
miklar andstæður. Það er t.d.
furðulegt að sjá mjög fornfálegan
hirðingja standa í rúllustiga í
stórmarkaði að amerískri fyrir-
mynd og fara svo með varning-
inn út í tjaldið sitt.
Arin okkar fimm í Kúvæt voru
dýrðlegur tími. Mér fannst gott
að vera þar þó að ég sé kona. Ég
6