Vera - 01.08.1991, Side 2

Vera - 01.08.1991, Side 2
K V N R N D K O N A N KRISTIN EGGERTSDOTTIR 1877-1924 „Það er svo mlkið böl í heiminum að manni getur aldrei liðið vel“ sagði Kristín Eggertsdóttir sem leitaðist við með ýmsum hætti að bæta lífið í kringum sig. Kristín var Norðlendingur að ætt og uppruna og elst sex systkina. Snemma bar á mikilli námfysi hennar og menntunarþrá. Möguleikar kvenna til mennt- unar voru fáir en Kristín nýtti sér það sem í boði var og stundaði nám við húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyja- firði veturna 1888-90 og 1892-4. Móðir hennar var frekar á móti þessu menntabrölti en faðir hennar studdi hana. Að námi loknu kenndi Kristín í eitt ár í Munkaþverársókn í Eyjafirði, en snéri aftur til síns gamla skóla haustið 1896 þegar hann var fluttur til Akureyrar (og hét eftir það Kvennaskólinn á Akureyri). Þar kenndi hún til vorsins 1901. Kristín fór í frekara nám til Reykjavíkur og dvaldi í Noregi 1905-7, síðara árið í hús- stjórnarskóla. Þegar heim kom sótti hún um forstöðustarf við sjúkrahúsið á Akureyri og var það eina skriflega umsóknin sem barst. Bóndi í Eyjafirði hafði munnlega boðist til að taka starfið að sér, en sjúkrahúsnefndin var á einu máli um að veita Kristínu starfið og tilkynnti föður hennar ákvörðun sína! Föst árslaun Kristínar voru 250 krónur og auk þess fékk hún greitt aukalega fýrir ýmis störf og þar ofan á bættust ýmis hlunnindi. Sjúkrahúsnefndin auglýsti síðla árs 1911 eftir nýrri forstöðukonu án þess að spyrja Kristínu hvort hún hefði hug á að segja starfinu lausu (en starfssamningnum varð að segja upp með hálfs árs fýrirvara). Kristin skrifaði nefndinni bréf og krafðist skýringa. Nefndin taldi sig hafa fullan rétt á að kanna hveijir hefðu áhuga á starfinu ef það yrði laust og sakaði Kristínu um að vera ekki alltaf nægilega nærgætna og lipra við sjúklinga. Kristín sagði starfinu þar með lausu. Kristín lét það ekki á sig fá þó hún væri hálfhrakin frá sjúkrahúsinu. Hún var komin í bæjarstjórn og rak jafnframt greiðasölu í bænum. Hún var í Englandi og Danmörku 1913-14 en óvíst er hver tilgangur utan- fararinnar var. Þegar heim kom hóf hún rekstur Hótels Odd- eyrar sem hún rak til dánar- dags 27. febrúar 1924. Kristín var í framboði í bæjarstjórnarkosningunum 1911 og varð fýrst kvenna kjörin í bæjarstjórn á Akureyri. Þau þijú ár sem hún sat í bæjarstjórninni lét hún mikið til sín taka. Hún sat m.a. í skólanefnd og fátækranefnd. Kristín tók sér frí frá bæjarstjórnarstörfum eftir kjörtímabilið en bauð fram aftur árið 1923 með Önnu Magnús- dóttur. Þá var Kristín orðin heilsulaus og náði ekki kjöri. Kristín var dugleg og mikilhæf kona. Hugsunin var skýr og sjálfstæð og skoðanir hennar ákveðnar. Hún þótti dálítið hörð og gat orðið allhvassyrt um það sem henni þótti miður fara. Kristin var fýlgin sér og framkvæmdi það sem hún ætlaði sér. Hún byrjaði með tvær hendur tómar en var dugleg og hagsýn og var vel stæð þegar hún lést. Auk áðurnefndra starfa vann hún mikið með hjúkrunarfélaginu Hlíf og gaf auk þess fé til að efla menntun kvenna. Kristín var vel að sér í tungumálum og pantaði t.d. oft vörur utanlands frá fýrir sjálfa sig og aðrar konur. Kristín hafði mikinn áhuga á ýmsum listum, s.s. leiklist og tónlist. Hún var ógift og barnlaus. Byggt á ritgerð Rannveigar Oddsdóttur, Verkmennta- skólanum ó Akureyri. 4/1991 — 10. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefandi: Samtök um Kvennalista Sími 22188 Forsíöa: Sigurborg Stetánsdóttir Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson Björg Árnadóttir Drífa Kristjánsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Hlldur Jónsdóttir Hrund Ólafsdóttir Inga Dóra Björnsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Karlsdóttir Starfskonur Veru: Guðlaug Gísladóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Útlit: Margrét Laxness Harpa Björnsdóttir Teikningar: Ásgerður Helgadóttir Steinunn Helga Sigurðardóttir Ábyrgö: Ragnhildur Vigfúsdóttir Textavinnsla og tölvuumbrot: Edda Harðardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás » Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.