Vera - 01.08.1991, Page 4

Vera - 01.08.1991, Page 4
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA Kristjana og Sigurður eru nýgift og mjög hamingju- söm. Þau eiga ekkert barn - saman. Þetta er fyrsta hjónabandiö hans en hann á tvö börn meö tveimur konum. Þetta er þriöja hjónabandiö hennar og hún á tvo syni, sinn meö hvorum eiginmanninum. Annar sonurinn býr hjá þeim en hinn er farinn aö þúa meö einstceöri móöur úti í bœ. Börn Sigga eru mikið hjá þeim, annaö er alltaf aöra hvora helgi en hitt er í hálfan mánuö í senn og svo hjá mömmu sinni hinn hálfa mánuðinn. íbúðin er eins og járnbrautastöö - börn eru sífellt aö koma og fara. Allir fyrrverandi makar þeirra eru komnir meö nýjan maka og eiga „ný" börn. Þegar Kristjana fermdi í fyrra var þvílíkt fjölmenni viöstatt aö œttingjar hennar vissu vart hvaðan á sig stóð veöriö. Margrét og Sveinn hafa veriö gift í tíu ár. Þau hafa valið þaö aö eiga engin börn. Svala á eina dóttur. Mœðgurnar leigja meö Báru kunningjakonu Svölu og Önnu dóttur hennar. Pabbi Önnu býr í útlöndum og sést sjaldan. Barnsfaöir Svölu býr í Reykjavík, en skiptir sér ekkert af telpunni. Hann á tvö önnur börn meö tveimur konum. leita á önnur miö. Barnið er ekki feðrað og er þaö gert meö samþykki fööurins. Sigrún býr hjá stjúp-ömmu sinni og stjúp-afa. Mamma hennar býr fyrir noröan meö nýja manninum og nýja barninu. Pabbi hennar hefur aldrei sinnt henni. Stjúp- pabbi hennar býr í bœnum meö nýju konunni og litla barninu þeirra. Á heimilinu eru einnig tvö börn konunnar og tvö hálf-systkini Sigrúnar. Guörún er fráskilin meö eitt barn. Eiginmaöurinn fyrrverandi er kominn meö nýja konu sem á von á fyrsta barni þeirra í vetur. Sóley er ekkja meö fimm börn. Hún býr meö Birni sem á þrjú uppkomin börn. Um tíma leit út fyrir aö hún yröi tengdamóðir stjúpsonar síns en þaö slitnaði uppúr því. Björn hefði viljað aö þau eignuöust eitt barn saman en Sóley fór í ófrjósemisaðgerð eftir aö hún eignaðist yngsta barniö. Hann er dálítið svekktur yfir því en hún er dauðfegin (þó hún þori ekki aö segja þaö upphátt). Bóthildur er ógift og barnlaus og býr ein. Sigríöur er gift œskuástinni sinni og eiga þau tvö börn. Kristín og María eru lesbíur og hafa búiö saman í átta ár ásamt tveimur börnum Maríu og barni sem Kristín eignaöist fyrir rúmu ári. Þar sem ógiftar konur geta ekki fengiö sœöi úr sœöisbanka hér á landi uröu þœr aö Haraldur og Ingibjörg hafa veriö gift í tíu ár. Þau eiga tvo syni. Dóttir hennar af fyrra sambandi býr einnig hjá þeim. Dœtur hans úr fyrra hjónabandi koma stundum í heimsókn en barnið sem hann átti framhjá fyrir þremur árum kemur aldrei inn á heimiliö, enda veit Ingibjörg ekki um tilvist þess. 4

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.