Vera - 01.08.1991, Qupperneq 7
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA
Mér hefur alltaf
fundist ég vera
góöur gœi og svo
vogaöi hún sér aö
vilja skilja viö mig!
Eg tók nœstu tvö
órin í að reyna aö
komast aö því hvaö
þaö var sem eyöi-
lagöi samband
okkar.
Kostirnir viö þetta
fyrirkomulag eru að
geta gefiö sig heill
og óskiptur aö
börnunum í eina
viku, en eiga síöan
viku fyrir sjólfan sig
til að gera allt þaö
sem barnlausir
geta gert.
Só sem hefur valdiö
yfir börnunum
notfœrir sér oft
aöstööu sína til aö
hefna sín ó hinum.
Karlmenn eru svo
hjólparvana. Þeir
róöa ekki viö
tilfinningastríö og
lóta því börnin af
hendi, hœtta jafnvel
aö umgangast þau.
Arne fór að velta kynhlut-
verkunum fyrir sér fyrir fjórum
árum þegar hann skildi við
konuna sem hann hafði búið með
í 12 ár. Það var hún sem átti
frumkvæðið, eins og í 80 % allra
skilnaða í Svíþjóð.
- Ég var svo sem ekkert yfir
mig ánægður með hjónabandið,
en ég hélt að hjónaband væri
ekkert meira en þetta, að það væri
einskonar hlutafélag. Ég sá enga
útleið og það kom mér alveg á
óvart að hún vildi skilja. Mér
hefur alltaf fundist ég vera góður
gæi og svo vogaði hún sér að vilja
skilja við mig! Ég tók næstu tvö
árin í að reyna að komast að þvi
hvað það var sem eyðilagði
samband okkar. Ég vildi kynnast
sjálfum mér og læra að reka
heimili einn og óstuddur. Hún
keypti íbúð í nágrenninu, en ég
hélt húsinu og þeim skuldum
sem á því hvíldu. Það sem var
erfitt var að skipta með okkur
börnunum tveimur. Ég gat ekki
hugsað mér að verða sunnudags-
pabbi, sem er undir annarri
manneskju kominn með sam-
skipti sin við börnin og er
mjólkaður þegar á þarf að halda.
Pabbi sem splæsir í hamborgara
og bíó, en er með angistarkökk í
hálsinum. Það eina sem kom til
greina íyrir mig var að við hefðum
sameiginlega forsjá með
börnunum. Við komum okkur
saman um þetta fyrirkomulag, en
þó að það sé að verða æ algengara
í Svíþjóð voru viðbrögð umhverf-
isins samt þau að þetta hljómaði
svo sem ágætlega, en gengi aldrei.
Að börn þyrftu að eiga eitt heimili.
En börn þurfa ekkert að eiga eitt
heimili. Okkar reynsla af því að
hafa börnin sína vikuna hvort er
alveg ljómandi bæði fyrir börnin
og okkur. Auðvitað er best fyrir
börnin að hægt sé að viðhalda
hjónabandinu, en það er ekki
alltaf hægt.
Það er um kílómetri milli
heimilanna og börnin eru saman
eina viku hjá henni og þá næstu
hjá mér. Þau eiga herbergi, föt og
leikföng á báðum stöðunum, að
vísu lítið á hvorum stað. Það
hefur verið mjög gefandi fyrir mig
að sjá einn um börnin þegar þau
eru hjá mér. Ég verð að gera
ýmislegt, sem ég áður lét mömm-
una sjá um, ég verð t.d. að sjá um
öll samskipti við dagheimilið og
skólann og hugsa um fötin þeirra.
Reyndar hef ég grisjað fataskáp-
inn mikið, en konum hættir til að
dúlla óþarflega mikið með fötin.
Ég á miklu auðveldara með að
sýna börnunum blíðu þegar
mamma þeirra er ekki með. Þá get
ég gert það á minn hátt, ég get
gefið þeim þá parta af mér sem ég
sjálfur vil gefa og haft þau áhrif
sem ég sjálfur vil.
í okkar tilfelli hefur þetta
fyrirkomulag ekki haft teljandi
tilfinningaleg vandamál í för með
sér, heldur frekar praktísk. Kon-
an mín fyrrverandi á t.d. ekki bíl
og strákurinn getur orðið pirraður
ef hann þarf að láta skutla sér
eitthvað. En hann kemur þá bara
til mín og ef dóttirin saknar
mömmu sinnar þá fer hún til
hennar. Forsenda þess að frá-
skildir foreldrar geti haft sam-
eiginlega forsjá með börnunum er
sú að þeir geti talað saman. Þvi
má aldrei gleyma að einu sinni
upplifðum við eitthvað fallegt og
gott saman. Ég er ekki alveg
sáttur við okkar samband eftir
skilnaðinn. Mér íinnst við ennþá
vera að reyna að hefna okkar
hvort á öðru. Ég hef mikinn hug á
þvi að fá hlutlausan aðila til að
hjálpa okkur að tala um þetta,
svo að við getum gert upp okkar
reikninga og haldið lílinu áfram
með bókhaldið í lagi.
Fjárhagslega hefur skilnað-
urinn ekki verið okkur vandamál.
Við höfum hvort sitt barnið skráð
hjá okkur, þannig að við skiptum
með okkur barnabótum og öðru
slíku. Húsinu og skuldunum hélt
ég, en hún keypti íbúð og fékk
stóran hluta innanstokksmuna.
Við teljum okkur vera kvitt og
þurfum ekkert að ræða peninga-
mál.
Kostirnir við þetta fyrirkomu-
lag eru að geta geíið sig heill og
óskiptur að börnunum í eina
viku, en eiga síðan viku fyrir
sjálfan sig til að gera allt það sem
barnlausir geta gert. En þegar
krakkarnir eru að fara frá mér
eftir vikuna, fæ ég samt alltaf
hnút í magann, ég ræð ekki við
það.
Þegar karlmenn skilja missa þeir
oft sambandið við sinn eina vin.
Þeir missa börnin og heimilið,
sem þeir hafa lagt mikið í og líta
kannski á sem lífsverk sitt.
Meðlagið er þeim oft mikil
íjárhagsleg byrði, en það sem fer
verst með flesta er það að þeim
finnst þeim hafa mistekist.
Skilnaðurinn er merki um mistök
þeirra.
- Sá sem hefur valdið yfir
börnunum notfærir sér oft að-
stöðu sína til að hefna sín á
hinum. Karlmenn eru svo hjálp-
arvana. Þeir ráða ekki við tilflnn-
ingastríð og láta því börnin af
hendi, hætta jafnyel að umgang-
ast þau.
Karlar og konur þarfnast
hvers annars alveg ótrúlega
mikið. Hjón verða að geta verið
vinir og sýnt hvort öðru virðingu í
návist barnanna. Rifrildi mega
ekki enda þannig að karlinn slái í
Arne Torikka, sœnskur tceknimaður sem talar um tilfinningar í
tómstundum.
7