Vera - 01.08.1991, Síða 13
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA
Ég er ógift og
barnlaus og mér
finnst oft aö ég hafi
drýgt einhverja
stórsynd meö því.
Flestar mϚur
œtlast til þess aö viö
sem erum barn-
lausar kjóum
framan í ungana
þeirra, hömpum
þeim og höfum
gaman af (og
leysum þœr jafnvel
af ó veröinum).
Hér þykir sjólfsagt
aö eignast
óskilgetin börn og
ógiftar konur eru því
ekki lausar undan
þeirri kvöö sem
barneignir eru.
Af hverju þarf ég
sífellt aö vera aö
réttlœta líf mitt og
val? Ekki geng ég ó
óléttar konur og
spyr: „Er þetta
óskabarn, slys eöa
flótti fró raunveru-
leikanum?“
ekkert að slá þér upp? Ætlarðu
ekki að fara að festa ráð þitt? Þú
gerir allt of miklar kröfur... þú
nærð aldrei í neinn með þessu
áframhaldi... það er ekkert sem
jafnast á við börn og eiginmann...
hugsaðu um ellina... svo óhollt að
vera skírlífur... konur verða svo
eigingjarnar og skrítnar... þær
verða svo sjálfhverfar. Þú hefur
nú líka alltaf verið svo mikill
barna- og karlahatari.
g er hvorki barna- né karla-
hatari. Ég get ekkert að því gert þó
ég hafi ekki fundið þann eina
rétta (eins og ég er líka búin að
leita mikið, víða og lengi) eða
einhvern annan sem ég hef getað
hugsað mér að eiga barn með.
Stundum væri ég meira að segja
til í að flýja inn í hjónaband og
barneignir til að fá smá pásu frá
þeim kröfum sem mér finnst vera
gerðar til mín. Og óneitanlega
kæmi sér oft vel að hafa fyrir-
vinnu. En betra er autt rúm en
illa skipað.
Ég tek það alltaf nærri mér
þegar konur klína á mig þessum
barnahatara-stimpli. Hann er
svæsið kúgunartæki. Flestar
mæður ætlast til þess að við sem
erum barnlausar kjáum framan í
ungana þeirra, hömpum þeim og
höfum gaman af (og leysum þær
jafnvel af á verðinum). Ef við
gerum það ekki særum við til-
finningar þeirra. Flest börn eru
líka ósköp kekk og sponsaraleg en
það verður að viðurkennast að
sum eru þreytandi, illa uppalin,
frek og uppivöðsiusöm. En ég þori
aldrei að segja neitt, af þvi að ég er
ekki móðir og vil ekki vera talin
barnahatari. Það fer oft í taug-
arnar á mér þegar verið er að
draga þessi veslings skinn á fundi
eða aðrar samkomur (ég tala nú
ekki um samkvæmi eða vinnu-
staði) þar sem þau eiga alls ekki
heima og ekki er gert ráð fyrir
þeim. Þeim hundieiðist, móðirin
getur ekki einbeitt sér (og sumir
viðstaddra ekki heldur) og tíminn
nýtist ekki sem skyldi. Ég geri
mér alveg grein fýrir þvi að oft
verða konur að taka börnin með
sér og ég er oft tilbúin til að taka
þvi. Hinsvegar eru það oftast
sömu konurnar sem gera þetta á
meðan aðrar hafa fyrir þvi að
kaupa sér pössun eða láta
feðurna sjá um börnin. Eru
konur kannski að friða sam-
viskuna með þvi að hafa börnin
sífellt í eftirdragi án þess að vera í
raun að sinna þeim?
Ég er fyrir löngu orðin leið á
þessu eilífa barnataii. Mér flnnst
ég vera búin að ganga í gegnum
svo margar meðgöngur, fæðingar,
magakveisur og tanntökur að það
hálfa væri nóg. Mér flnnst áhugi
allt of margra mæðra einskorðast
við hægðir barna þeirra. Auðvitað
er mikilvægt að hafa góðar
hægðir, en er ekki í lagi að tala um
eitthvað annað líka? Eða er
ætlunin að drepa okkur úr
leiðindum sem þekkjum ekki
þennan þátt reynsluheims
kvenna?
Fólk er sífellt að skilgreina þariir
mínar en ef ég ætla að skipta mér
af þeirra fæ ég óspart að heyra að
ég hafl ekkert vit á þvi sem ég er
að tala um. Mér getur t.d. aldrei
legið á heim til mín— þar sem ég
á náttúrulega ekkert heimili!
Hvað þá að ég þurfi að elda, þrifa
eða taka til. Og hvað hefur ein
kona að gera við allt þetta pláss?
Það er líka óþolandi að hlusta á
það í sifellu hvað ég hef mikinn
tima af þvi að ég er barnlaus.
Óbeinu skilaboðin eru skýr: Ég á
að geta iagt meiri vinnu af
mörkum en mæðurnar þvi að ég
hef ekkert þarfara að gera við
tima minn. Orðið þreyta getur
ekki verið til í mínum orðaforða.
Mér er ekki vorkunn að gera hitt
eða þetta ... og af hverju geri ég
ekki eitthvað sniðugt og skemmti-
legt meðan ég er enn ógift og
barnlaus? Og það sem ég get leyft
mér verandi einhfeyp og barnlaus
- eins og það að eiga kampavin og
konfekt í ísskápnum! Kannski
væri betra að vera fráskilin til að
sýna það og sanna að ég hafl
allavega reynt! Þá losnaði ég ef til
vill við hálfkveðnar visur um
samkynhneigð!
Hér á landi ríkir mikil fjöl-
skyldudýrkun og hjónafasismi.
Allir eiga að eignast barn, sem
fyrst og sem ilest. Það er skylda
okkar við jjjóðfélagið. Sumum
finnst jDað jákvætt að ísland skuli
vera iand hinna ungu mæðra. Hér
þykir sjálfsagt að eignast
óskilgetin börn og ógiftar konur
eru því ekki lausar undan þeirri
kvöð sem barneignir eru. „Þetta
reddasf' er viðkvæðið og flestir
líta fram hjá þeim dæmum þar
sem það reddast afis ekki. Nei hér
eru öll börn velkomin, að minnsta
kosti í orði og því óskiljanlegt að
konur kjósi að eignast ekki barn.
Athugasemdirnar dynja á mér:
„Ætiarðu ekki að lara að eiga
barn, þú yngist ekki með árun-
um?“ „Þú ættir a.m.k. að eiga
barn þó þú viljir ekki gifta þig.“ Ef
ég sést láta vel að barni bregst
ekki að einhver segir með blíðu-
brosi á vör: „Þetta fer þér svo vel,
ég skil ekkert í þér að drifa ekki í
þessu.“ Auðvitað er gaman að
heyra að eitthvað fari mér vel og
finna það traust sem mér er sýnt
þegar konur reyna að telja mér
trú um það, hver í kapp við aðra,
að ég yrði svo frábær móðir og að
þær sjái það á mér að ég muni
ekkert hafa fyrir þessu. Þegar allt
bregst er gripið til þeirrar rök-
semdar að það sé synd að koma
ekki þessum góðu genum mínum
áfram og að lokum: „Aumingja
börnin sem fara á mis við þig sem
móður."
Friðhelgi einkalífsins á ekki við
um einhieypt fólk. Svo virðist sem
fólki flnnist sjálfsagt að hnýsast í
einkaiíf mitt og því er ekkert
heilagt. Er lif þess ef til vill svo
óspennandi að það er að reyna að
lifa í gegnum mig? Heldur það
virkilega að ef þaþ væri einhleypt
þá væri líf þess eintómt „joll upp
um alla veggi"? Og hvernig
stendur á því að þeir sem spyrja
mig sem mest um einkalíf mitt
(eins og hvenær ég svaf hjá síðast
og hjá hverjum og hvernig það
var) veijast allra frétta af sínu? Ef
ég reyni svo mikið sem að banka á
svefnherbergisdyrnar hjá þeim er
bara lok lok og læs og allt í stáli.
Hvað réttlætir þessa einstefnu í
spurningaflæðinu? Af hveiju þarf
ég sífellt að vera að réttlæta líf
mitt og val? Ekki geng ég á óléttar
konur og spyr: „Er þetta
óskabarn, slys eða flótti frá
raunveruleikanum?"
Fyrir nokkrum árum tilkynnti
ég i kvennahópi að nú hefði ég
loksins einhverjar fréttir að færa.
Ein ljómaði öll, brosti svo
undurfallega og sagði: Þú ert að
fara að gifta þig! Ég skellihló og
sagði að hún hlyti að hafa orðið
vör við það ef ég hefði verið að slá
mér upp. Þá brosti hún enn
breiðar og sagði: Þú átt von á
barni! Þetta var það eina sem
þótti fréttnæmt á þeim bæ.
RV
Teikning:
Steinunn Helga Sigurðardóttir
13