Vera - 01.08.1991, Page 15
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA
dagur og þá koma tveir auka
fj öIsky 1 dumeð 1 imir sem þurfa sitt
og það er enginn möguleiki á að
vera bara heima í rólegheitum.
Þetta er aukin vinna, í fleiri horn
að líta, ileiri munna að fæða og
meira skipulag í kringum allt
saman. Ég fæ það oft á til-
finninguna að það sé ekki pláss
fyrir mig á mínu eigin heimili
þessar helgar. Ég dreg mig
reyndar oft í hlé, hitti vinkonur
mínar (sem eru jafnvel í sömu
aðstöðu) eða fer i bíó. Stundum
fannst mér eins og ég væri að flýja
og leið mun betur þegar mér var
sagt frá bandarískri könnun þar
sem fram kom að helgarbörnin
vilja helst af öllu fá að vera ein um
tíma með foreldri sinu! Þetta
styrkti mig í trúnni um að ég væri
að gera eitthvað rétt! Það er
ákveðin afslöppun fyrir mig að
fara út, því að þetta er aukið álag.
Það væri öðruvísi ef þetta væru
mín börn — held ég!
Auðvitað er þetta líka oft
skemmtilegt. Það verður að horfa
á björtu hliðarnar líka, þessar
helgar er hann þó a.m.k. heima og
ég vil njóta góðs af því! En það er
alltaf ákveðin togstreita. Eigum
við að taka þau með, eða fara bara
fjögur? Þetta er svo um-
fangsmikið, tvö börn heima og tvö
önnur börn, við komust t.d. ekki
fyrir í venjulegum fjölskyldubíl.
Bara það að fara í sund er heil-
mikið mál. Oft minnist ég þess að
áður fyrr fór íjölskylda norður í
land með öll fimm börnin í
afLursætinu og enginn i belti!
Þetta snýst einnig um húsnæði.
Stundum þyrftum við að eiga
mikfu stærri íbúð. Það þrengir
óneitanfega að okkur þessar
helgar og ibúðin er öll undirlögð.
Það er alltaf hátíð hjá litlu
börnunum þegar þau stóru
koma! Mikil og góð tilbreyting og
litlu skinnin eru i essinu sínu. Við
höí'um Jió gert lítið af þvi að láta
þau passa þau litlu. Ég veit um
tilfelli þar sem móðirin bannaði
föðurnum að láta börnln passa
hálfsystkinin þó svo að þau
pössuðu hin börnin hennar!
Það er gaman að sjá hve
samskipti systkinanna eru góð.
I'yrir þeim litlu er þetta eðlilegasti
hlutur í heimi. Reyndar var smá
vandamál ein jólin. Það var siður
að stjúpbörnin komu seint á
aðfangadagskvöld og opnuðu
pakkana frá okkur og föður-
fólkinu heima hjá okkur. Það eru
átta fullorðnir sem standa að
þeim, því foreldrar mínir gefa
þeim jólagjafir lika og pakkailóðið
er því gífurlegt. Allt gekk vel á
meðan „mín“ voru litil en í fyrra
átti sú eldri mín erfltt með að taka
þvi að allir þessir pakkar lægu
óopnaðir undir jólatrénu. Á
meðan þau opnuðu svo sína átti
hún agalega bágt!
Ég kann vel við stjúpbörnin
mín, sem betur fer. Reyndar fara
þau oft í taugarnar á mér, en það
gera mín börn líka! En stundum
langar mig bara til að vera með
litlu íjölskyldunni minni. Ég
þekki eina stjúpu sem lagði sig í
líma við að skipuleggja sumarfrí
fjölskyldunnar í febrúar, á meðan
helgarbörnin voru bundin í
skólanum! Eiginmaðurinn fattaði
ekki hvaða plott var í gangi, en
aðrar stjúpur sáu það strax! Ég
veit líka dæmi þess að stjúpur
þoli ekki stjúpbörn sín og það er
hræðilegt, ekki síst fyrir þær sem
eru barmafullar af sektarkennd
og flnna auk þess fyrir gagn-
rýnisaugum samborgaranna. Það
er viss krafa á konur að vera
góðar og þykja vænt um öll börn.
Mér sýnist oft sem stjúpfeður
komist léttar frá þessu, það er
a.m.k. ekki sama krafa gerð til
þeirra í sambandi við umönnun
barnanna. Einnig eru börnin oft
vond við stjúpuna. Ein vinkona
mín er oft marin og blá eftir
helgarheimsóknirnar. Stjúpsonur
hennar, sem er sex ára, lemur
hana og bítur. Það er hræðilegt en
hvað getur hún gert? Eflaust
langar hana oft til að bíta á móti!
Imyndin um vondu stjúpuna er
sterk. Öll börn þekkja söguna um
Öskubusku, Þyrnirós og Hans og
Grétu. Þau eiga það sameiginlegt
að eiga vonda stjúpu. Orðið
stjúpa hefur þvi neikvæða merk-
ingu. Ég þori iðulega ekki að segja
það sem mér býr í brjósti, t.d. ef
mér ofbýður hvað börnin eru að
gera eða hvað þau ætlast til mikils
af föður sinum. Oft þori ég ekki að
banna stjúpbörnunum hluti sem
ég banna mínum. Ég fjasa reynd-
ar töluvert í þeim, mun meira en
ýmsar aðrar stjúpur sem ég
þekki. Sumar eru virkilega bæld-
ar af vondu-stjúpu-ímyndinni og
láta því stjúpbörnin vaða yflr sig.
Það er ekki hægt að líta framhjá
peningahliðinni. Meðlagið er
sosum ekki neitt neitt og það
kostar sitt að framfleyta börnum,
en stundum finnst mér verið að
mjólka okkur. Við borgum til
dæmis öll námskeið sem þau fara
á, kaupum iðulega föt á þau og
tökum þátt í öllum aukakostnaði
sem kemur upp.
Ég ákvað að eignast ekki börn
fyrr en ég gerði og því flnnst mér
stundum eins og það hafl verið
komið aftan að mér með þessi
stjúpbörn. Og málið er það - þau
verða alltaf stjúpbörn. Og
auðvitað lítur maður öðru visi á
sín börn en annarra.
Ég fæ mikið út úr því að tala
við aðrar stjúpur, þær eru í sömu
sporum og ég og við skiljum hver
aðra. Ég reyni oft að tala um þetta
við manninn minn, en honum
flnnst ég gera of mikið úr þessu.
Sjónarmiðin eru ólík, því þetta
eru börnin hans, en ekki mín. Því
verður aldrei breytt. Svo mikið er
víst að ég eyði gríðarlegum tima
og orku í að ergja mig á þessu en
jiað er ekki til neins.
RV
Teikningar:
Steinunn Helga Siguröardóttir
15