Vera - 01.08.1991, Síða 19
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA
„Loks kom hann aö turnher-
berginu, þar sem Þyrnirós
var, og opnaöi dyrnar. Hún
lá þar í rúminu og var svo
undra fögur, aö hann þóttist
aldrei hafa séö jafnfríða
mey, og staröi á hana
hugfanginn. Og hann gat
ekki stillt sig um aö lúta ofan
aö henni og kyssa hana. En
í sama bili vaknaöi Þyrnirós,
lauk upp augunum og
brosti til hans ástúðlega.
Þau leiddust nú niður í höll-
ina, og vaknaði þá kóng-
urinn og drottningin og allt
hiröfólkiö ... Og nú var hald-
iö brúðkaup þeirra kon-
ungssonar og Þyrnirósar
meö fádœma viöbúnaöi
og viöhöfn, og unnust þau
til œviloka." (úr Grimms-
œvintýrum.)
Þannig er okkur frá blautu
barnsbeini boöiö upp á
óraunhœfan veruleika m.a.
í bókum og kvikmyndum.
Þar felst lausn allra vanda-
mála í hamingjusömu
hjónabandi. Slíkar sögur
enda oftast þegar sögu-
hetjurnar hafa yfirstigiö ýmis
konar erfiöleika og rósum
stráö braut hjónabandsins
blasir viö. En engar rósir eru
án þyrna og þegar mesta
sœluvíman er runnin af
elskendunum blasir oft blá-
kaldur raunveruleikinn viö,
sem mörgum reynist erfitt
aö horfast í augu viö.
Skilnaöir eru ekkert nýtt
fyrirbrigöi hvorki hér á landi
né annars staöar. Orðið
hjónaskilnaöur kemur þó
ekki fyrir í íslenskum hag-
skýrslum fyrr en áriö 1904. í
íslendingasögum má finna
mörg dœmi um skilnaði á
þjóðveldistímanum og Grá-
gás geymir skýr ákvœöi þar
aö lútandi.
Tíöni hjónaskilnaöa hefur
fariö ört vaxandi hin síöustu
ár. Á tuttugu ára tímabili
hafa lögskilnaðir nœrri tvö-
faldast, úr 263 áriö 1969 í 520
áriö 1989. Þaö lœtur nœrri
að þriöja hver fjölskylda í
landinu ,gangi í gegnum
skilnaö. í skýrslum Hagstof-
unnar eru engar samsvar-
andi tölur fyrirliggjandi um
sambúö og sambúðarslit
sem myndu án efa breyta
myndinni töluvert. Þessar
staðreyndir kalla fram al-
mennar hugleiöingar um
stööu hjónabandsins í dag.
Er þaö úrelt fyrirbrigöi?
í aldanna rás hafa tölu-
veröar breytingar oröiö á
þróun fjölskylduímyndarinn-
ar hér á landi. Margir horfa
meö eftirsjá til liöinna tíma,
þegar stórfjölskyldan bjó
undir sama þaki. Afi sagöi
börnunum sögur, amma
þrjónaði sokka á mann-
skaþinn, mamma eldaöi
matinn, pabbi vann úti og
börnin léku sér sœl og rjóö í
túnjaðrinum. Auðvitað er
þetta einföldun. Því má
heldur ekki gleyma aö
þefta fólk vann aö gagn-
kvœmum hagsmunum og
haföi ef til vill úr litlu aö
moöa. Hin öra þróun borg-
arsamfélagsins meö allri
sinni tœknivœðingu og
neyslukapphlaupi hefur síö-
an meö tíö og tíma leyst
„gömlu" fjölskylduna af
hólmi. Forsendur fjölskyld-
unnar og hjónabandsins
eru allt aörar en áöur. Vonir,
vcentingar og kröfur á
einstaklingana hafa breyst,
samfara þróuninni í sam-
félaginu.
Margir eru þeirrar skoö-
unar aö það sé mun flókn-
ara að lifa í dag en áöur,
þar sem fólk hafi um svo
margt aö velja í lífinu. Lífs-
gceöakapphlaupiö setur
mark sitt á einstaklingana
og hraðinn í þjóöfélaginu
og kröfurnar sem viö gerum
til aö eignast veraldleg
gceöi sitja oft í fyrirrúmi á
kostnaö andlegra verö-
mceta.
Þannig má lengi velta
vöngum yfir orsökum hjóna-
skilnaða, sem eflaust má
rekja til óteljandi þátta.
Staöreyndin er engu aö
síður sú aö hundruð manna
slíta samvistum á hverju ári.
Hugmyndir fólks gagnvart
fráskildu fólki hafa einnig
breyst, skilnaður er ekki leng-
ur félagslegt skipbrot eða
hneisa. Engu aö síöur eru
allir sammála um aö skilnaði
fylgja mikil tilfinningaleg
átök og röskun á högum
allra fjölskyldumeölima.
19