Vera - 01.08.1991, Qupperneq 20
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA
VERA leitaði til félagsráð-
gjafanna NÖNNU K. SIG-
URÐARDÓTTUR og SIG-
RÚNAR JÚLÍUSDOTTUR
til að íjalla um skilnaðarmál
almennt. Þær Nanna og Sigrún
reka ráðgjafar- og fræðslu-
þjónustuna Tengsl s/f, þar
sem þær veita m.a. ráðgjöf og
meðferð i hjóna- og fjöl-
skylduvanda. Þær hafa einnig
haldið stuðnings- og fræðslu-
námskeið fyrir fráskilið fólk og
stjúpíjölskyldur.
NANNA: Skilnaður er áfall
íyrir alla Qölskyldumeðlimi,
bæði fyrir þann sem segir fyrst
upphátt í hjónabandinu að
hann vilji losna og einnig fyrir
þann sem ekki vill skilja. Þvi er
oft þannig farið að fólk er ekki
samstíga, þegar ósk um
skilnað kemur fram innan
sambandsins. Annar aðilinn
vill ef til vill meira en hinn eða
annar einstaklingurinn vill alls
ekki að til skilnaðar komi á
þessum tímapunkti. Þetta er
einn erfiðasti hjallinn í ákvarð-
anatökunni og úrvinnslunni í
kvæmum tengslum sín á milli.
Það eru því margir þættir sem
spila inn í þróunina og viss
einföldun að tala um að öðrum
líði verr en hinum, jiví þegar
upp er staðið hefur yfirleitt
báðum aðilunum liðið illa
innan sambandsins eins og
það var.
SIGRÚN: Þegar hjón í
skilnaðarhugleiðingum leita til
okkar þá göngum við út frá því
að þau hafi lifað sama lífinu og
séu þar af leiðandi samábyrg
fyrir jieirri þróun sem hefur
orðið innan hjónabandsins,
þótt það sé ef til vill á ólíkan
hátt og útfrá ólíkum forsend-
um kynjanna. Við reynum að
vinna úr og greina samkipti
makanna, athuga hvort það sé
nægjanlegur grunnur til að
byggja sambandið upp á nýtt
og þá auðvitað vinna að breyt-
ingum í hjónabandinu. Slíkar
forsendur geta ]:>ó stundum
verið brostnar og aðstæður
þannig að hjónin standi
frammi fyrir því að gera sam-
bandið upp. Þegar svo er
komið leggjum við áherslu á að
og val og ábyrgð og þar með
flóð af tilfinningum og ekki síst
tviátta þankar og sektarkennd:
„gerði ég rétt?“ „hefðum við átt
að reyna meira/lengur?“ „af
hveiju fór sem fór?“ og svo
framvegis.
SIGRÚN: Einstaklingurinn
getur engu um ráðið þegar
dauðinn er annars vegar.
Hann er óumflýjanlegur. Við
skilnað er maður aftur á móti
ábyrgur, hvort sem maður er í
þeirri stöðu að vilja losna út úr
hjónabandinu eða ekki. Skiln-
aður er alltaf samskiptamál og
því eiga báðir sinn þátt í þvi
um leið og það er hvorugum að
kenna, ef til skilnaðar þarf að
koma. Ábyrgðinni fylgja oft
sjálfsásakanir og sektarkennd.
Sambland af létti og eftirsjá í
senn. Við dauðsfall makans
koma einnig erfiðar hugsanir
og tilfinningar í hugann, en
þær eru af allt öðrum toga.
Viðbrögð umhverflsins eru
einnig gjörólík. Þó að skilnaður
sé félagslega viðurkenndari í
dag en áður, þá er skilnaður
alltaf tilfinningalegt áfall og
ekki áhrifavaldar á ákvarðanir
foreldra sinna, þá hafa þau
mjög mikla samstöðukennd
með fjölskyldunni sem slíkri.
Þau ganga i gegnum sitt
sorgarferli í skilnaðinum ekki
síður en foreldrarnir. Og vonin
um endursameiningu foreldr-
anna/fjölskyldunnar lifir
lengst í börnunum. Jafnvel þó
að jiau séu búin að fá góða
staðgengla í staðinn. Það er
eins og draumurinn um gömlu
fjölskylduna fýlgi þeim lengi.
Börnin eiga oft erfltt með að
skilja hvers vegna foreldrarnir
geta ekki verið í hjónabandi.
Stundum heyrum við börn
spyrja foreldra sína hvers
vegna þeir geti ekki haldið
saman fyrir þau. Hitt er svo
annað mál, sem flestum ber
saman um, að það sé enn verra
fýrir börn að alast upp með
foreldrum, þar sem engin
samstaða ríkir og allt er
kulnað á milli foreldranna. Þar
sem vantar nálægð, stuðning
og hlýju, sem einkennir traust
og gott hjónasamband. Jafnvel
þó að átök séu ekki inni i
myndinni. Það eru þvi til verri
Skilnaður
skilnaðarkreppunni. Þegar
fólk hugleiðir skilnað, þá er
venjulega ekki um skyndi-
ákvörðun að ræða, heldur fer
af stað ákveðið ferli innan
hjónabandsins. Báðir aðilarnir
eru samábyrgir fyrir þeirri
þróun sem hefur átt sér stað
innan hjónabandsins og því
erfitt að nota orð eins og
gerandi og þolandi í því sam-
bandi. Ef til vill hefur annar
aðilinn tekið fyrsta skrefið, en
bæði hafa verið virkir í því
samspili sem átti sér stað, á
meðan á sambandinu stóð. Þar
koma til þættir eins og
uppruni, persónueinkenni,
aldur, kyn, fyrri reynsla og
hvernig einstaklingnum innan
sambandsins tekst að þróa,
spila úr og semja um alla
þessa flóknu hluti í gagn-
20
vinna sameiginlega að lausn
sem báðir geta sætt sig við og
velferð barnanna sem best
tryggð.
NANNA: Við skilnað kemur
upp óreiða á tilfinningalífi
fólks. Reiði, afneitun, afbrýði,
gleði og sorg eru aðeins brot af
því tilfinningaflóði sem ein-
kennir ástand hugans. Sveifl-
urnar eru mismiklar og getur
fólk upplifað sára sorg og
mikla gleði á einum og sama
deginum. Það er stundum
talað um að ástvinamissir sé
eina sambærilega tilfinninga-
kreppan við skilnað. En þar er
þó margt ólíkt, því við dauða
makans er ekki um neitt val að
ræða. Fólk verður að sætta sig
við hið óbreytanlega. Við
skilnað koma inn hugtök eins
einstakt fyrir jiann sem í hlut
á. Það þarf að stokka upp
flesta þætti daglegs lifs, skipta
eignum og ákveða forræði
barna. Jafnvel vinir og kunn-
ingjar skiptast óhjákvæmilega
á milli makanna. Lífið heldur
áfram eftir skilnaðinn og
mörgum flnnst erfitt að jiurfa
að höndla samskiptin við fyrr-
verandi maka. En það er ekki
einungis óhjákvæmilegt, held-
ur nauðsynlegt þegar um börn
er að ræða. Þau tengsl og
tilhögun öll skipta miklu máli
og ekki síst þegar annar eða
báðir hafa stofnað til nýs
sambands.
NANNA: Börnin ganga í
gegnum mestu erfiðleikana við
skilnað foreldra sinna. Þó að
það sé undirstrikað að þau séu
tilfinningalegar aðstæður fyrir
börnin, en það að ganga í
gegnum skilnað.
Venjulega er greint á milli
ytri og innri þátta í skilnaðar-
málum. Ytri jiættir eru allt það
sem lýtur að breytingum á t.d.
húsnæði, íjármálum, mennt-
un og atvinnu. Það er mjög
algengt að fólk einblini á þessa
ytri áþreifanlegu þættl. Hinir
innri þættir eru aftur á móti
allar þær breytingar sem varða
tilfinningalíf einstaklingsins.
Sjálfsmyndin raskast og
endurskilgreining á sjálfum
sér sem einstaklingi þarf að
fara fram. Fólk þarf að læra að
lifa með fortíðinni en ekki
forðast hana og spurningar
eins og „hver er ég?“, „hvað
verður um mig?“ og „hverjir
koma til með að styðja mig?“