Vera - 01.08.1991, Page 22

Vera - 01.08.1991, Page 22
i HIN HEILAGA FJOLSKYLDA HVAD ER ERFIDAST VID AD SKIUA? VERA leitaöi til nokkurra kvenna sem eiga þaö sam- eiginlegt að hafa skiliö viö maka sinn og bað þœr aö deila reynslu sinni meö les- endum. Þœr óskuöu allar nafn- leyndar, enda um viökvœm mól aö rceöa á opinberum vettvangi. Viö hefðum helst viljaö taka viðtal viö hverja og eina um þœr breytingar sem eiga sér staö viö skilnaö, en slíkt heföi oröiö of langt mól. Viö ókvóöum því aö fá konur til aö segja okkur í nokkrum setning- um, hvaö þeim heföi þótt erfiöast aö kljást viö þegar þœr skildu. 35 ára með 2 böm Ég á mjög erfitt meö að horfast í augu viö þá staðreynd aö vera hafnað fyrir aöra konu. Ég hef verið mjög einmana og niðurdregin. Allt sem viö gerö- um saman, allar góöu stund- irnar hrannast upp í huganum. Ég sakna hans ennþá. 30 ára með 1 barn Þaö er eitt og hálft ár síðan viö skildum. Fyrsta áriö eftir skiln- aöinn var mjög erfitt. Ég haföi engan hemil á öllum þeim tilfinningum sem flœddu um huga minn, ég var aö springa úr reiði og sorg. Ég ákvaö þó einhverntímann á þessu tíma- bili aö vinna meö sjálfa mig og tilfinningar mínar. Og mér finnst ég hafa verið mjög skynsöm. Þaö þýöir ekki aö sýta þaö sem liðið er, heldur horfa fram á viö meö bros á vör. Samband mitt viö fyrrverandi mann minn er ágcett í dag og ég er aö mestu leyti komin yfir erfiðustu tilfinningasveiflurnar. 31 árs með 2 börn Ég gafst upp á því hvaö maöurinn minn hreifst af öörum konum. Ég fór því frá honum fyrir fjórum árum. Fyrstu tvö árin voru erfið, sérstaklega jólin. Ég grét í öllum jólaboðum. Svo breytti ég um mynstur, skipti um vinnu og íbúö og fór aö umgangast bernskuvinina aftur. Þá fór allt að ganga mér í hag. í staö þess aö eyöa orku í aö ergja mig yfir honum hugsa ég meira, les og pœli. Ég hef aldrei verið jafn ham- ingjusöm, en sé stundum eftir því aö hafa eytt svona mörg- um árum í leiðindi. Ég heföi átt aö skilja miklu fyrr. 45 ára með 4 börn Þaö er mjög stutt síðan viö skildum. Ég myndi segja aö mér þœtti einna erfiðast aö kljást viö óttann viö framtíðina. Hvaö tekur viö. Ég stend illa fjárhagslega og líf mitf snýst í kringum þaö aö láta enda ná saman. Þetta er basl og aftur basl. Tilfinningalega er ég einn- ig gjaldþrota. 50 með tvö uppkomin börn Ég viöurkenndi fyrir sjálfri mér á fjörtíu og fimm ára afmœlis- daginn aö ég var mjög óham- ingjusöm. Mér fannst ég var komin inn í öngstrceti, hjóna- bandið var löngu dautt og viö bceöi í því aö halda andlitinu. Það tók mig tvö ár aö safna kjarki til aö fara. Ég vissi sem var aö fjárráö mín yröu verri, en peningar eru ekki allt. Ég fékk þokkalega vinnu og er mjög áncegð meö lífið og tilveruna. 52 ára með 3 börn Þaö var sameiginleg ákvöröun okkar beggja þegar viö skild- um fyrir tíu árum síöan. Viö höföum einfaldlega vaxiö frá hvort ööru. Áhugamál voru aö- skilin og sameiginlegar stundir fáar. Börnin voru orðin hálffull- oröin þegar viö skildum. Ég held aö skilnaöurinn hafi verið erfiöari fyrir þau en okkur. Viö skildum í mesta bróöerni og í dag er ég afskaplega áncegð meö lífið og tilveruna. Maöur- inn minn fyrrverandi kvcentist fljótlega eftir skilnaðinn en ég hef kosiö aö búa ein, því þann- ig finnst mér ég geta ráöiö tíma mínum sjálf. 28 ára með 2 börn Ég hef mestar áhyggjur af börnunum mínum. Mér finnst þau loka á tilfinningar sínar, þau vilja ekki tala um skiln- aöinn eöa pabba sinn. Þau hitta hann aöra hverja helgi, en hann hefur ekkert samband viö þau þess á milli, sem er mjög slcemt aö mínu áliti. Eldra barniö byrjaöi aö pissa undir á nóttunni og fékk hegðunar- vandamál í skólanum. Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu og œtla á ncestunni aö leita sérfrœöihjálpar fyrir mig og börnin, því mér tekst engan veginn aö vinna úr þessum málum sjálf. 28 ára og barnlaus Ég var átján ára þegar viö byrjuöum saman og tuttugu og sex ára þegar hann fór mjög skyndilega frá mér. Mér leið hrceöilega, var öskureið og bitur. Þaö sceröi mig líka aö fólk sem ég haföi taliö vini mína hœtti aö hafa samband viö mig. Þaö er eins og einhleypar konur séu einhverjar grýlur! Ég byrjaði hálfu ári seinna í fram- haldsnámi, kynntist hressum og skemmtilegum stelpum og náöi mér aftur á strik. Þegar ég ek fram hjá nýja húsinu hans, þar sem hann býr meö konunni sem hann hélt framhjá mér meö og barninu þeirra, fce ég kuldahroll. Ekki vildi ég vera í hennar sporum, hún leysti mig úr álögum og ég er henni svo þakklát. 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.