Vera - 01.08.1991, Qupperneq 24
AFMÆLI
i
Flestir krakkar bíöa meö
óþreyju eftir afmœlisdegi sín-
um. Venjulega er geröur ein-
hver dagamunur ó slíkum degi,
t.d. haldin afmcelisveisla þar
sem vinum og œttingjum er
boöiö og afmœlisbarninu
gefnar gjafir. En svona hefur
þefta ekki alltaf verið hér á
landi, því þaö er ekki fyrr en á
síöari árum aö almennt fer aö
tíökast aö halda upp á afmœli.
í dag vita flestir hvenœr þeir
eru fœddir, enda er tilfinningin
fyrir tímanum svo nátengd
daglegu lífi okkar. Áður var
aftur á móti fátt eöa ekkert sem
krafðist þess að fólk vissi
nákvœman aldur sinn. Menn
vissu ef til vill í hvaöa viku
sumars eöa vetrar þeir vceru
fœddir og var aldur þeirra
gróflega áœtlaður út frá því.
Þaö heyrði því til undan-
tekninga á íslandi ef haldið var
sérstaklega upp á fœðingar-
dag barna. Afmcelisdagar
dag barna. Afmcelisdagar
hérlendis koma naumast til
sögu fyrr en rómverska tíma-
taliö var almennt tekiö I notkun
á síöustu öld. Upp frá því verða
barnaafmœli ce algengari og
meö svipuöu sniöi og þekkjastí
dag.
Ariö 1983 sendi Þjóðhátta-
deild Þjóöminjasafnsins út
spurningaskrá um félagslíf á
íslandi. Þar komu m.a. eftir-
farandi tilsvör fram varöandi
afmcelishald. „Ég man ekki eftir
aö haldiö hafi verið upp á
afmceli mitt þegar ég var hjá
mömmu minni. Ég hélt ekki upp
á afmceli barna minna, sem öll
voru fœdd aö sumrinu. Á
sumrin voru börnin I sveit hjá
fööursystur sinni, sem haföi
einhvern dagamun ef hún vissi
af afmcelum þeirra. Ekki voru
haldnar stórveislur en eitthvað
frábrugöiö var I mat og drykk.
Fullorðnir héldu lltiö upp á
afmceli sln en maður vissi til
þess aö efnað fólk hélt upp á
daginn meö veislu." (kona af
Flvalfjarðarströnd, fcedd 1892).
„Ævinlega var haldið upp á
afmceli krakkanna með smá-
vœgilegri tilbreytingu. Til gjafa
voru sokkar, sauöskinnskór,
klossar jafnvel stcerri fllkur eöa
leikfang. Jafnaldrar úr barna-
skólanum sendu afmceliskveðj-
ur á póstkortum til kunningja."
(karl frá Eyrarbakka, fceddur
1898).
í orðabókarhandriti Jóns
Ólafssonar frá Grunnavik sem
hann vann aö á 18. öld kemur
orðið afmœli fyrir og er þaö
útskýrt á þann hátt aö þaö sé
dregið af sögninni aö mcela,
þ.e.a.s. mcela frá fceðingar-
degi. Áöur tíökaöist aö tala um
buröardag eöa fceðingardag.
Eg á Afmæli í Dag
24