Vera - 01.08.1991, Qupperneq 25

Vera - 01.08.1991, Qupperneq 25
AFMÆLI EFTIRMINNILEG AFMÆLISVEISLA Ekki alls fyrir löngu, ótti aö halda upp ö tveggja óra afmœli litla prinsins, meö pompi og pragt. Móöirin lagði sig í líma við aö baka og bardúsa til aö gera veisluna sem eftirminni- legasta. Á sjólfan afmcelisdag- inn, sem var sólríkur og fagur, stóöu tíu glœsilegar hnallþórur ó boröstofuboröinu, auk þriggja heitra rétta og bakka meö sex tegundum af ostum! Þegar gestirnir tóku aö streyma í boðið róku flestir upp stór augu og hlóturrokur, því þeir héldu að þeir heföu villst í meðalstóra fermingarveislu. En til að gera langa sögu stutta, þö varö þetta hin besta veisla og allir skemmtu sér vel. Þaö sem meira var, allar veitingarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Börnin tíu sem voru í afmœlinu, torguöu að sjdlfsögöu ekki öllum þessum krásum, heldur voru þaö foreldrarnir og aðrir fullorönir veislugestir. Og þegar dagur var aö kveldi kominn, höföu þrjátíu og þrjú nöfn bœst í gestabókina. Þessi litla saga úr höfuö- borginni er ekkert einsdœmi þegar umfjöllun um nútírna barnaafmœli ber á góma. Enda eru afmcelisveislur barna, sérstaklega þegar þau eru ung aö árum, aö veröa aö einni allsherjar fjölskyldusamkomu þar sem fullorðnir eru í meiri- hluta. Undirbúningurinn er því oft á tíðum mjög viöamikill og krefjandi fyrir foreldra og aöra aöstandendur. Og ekki er óalgengt að heilmikið stress fylgi afmœlunum, sem œtti aö vera hcegt aö komast hjá meö réttri skipulagningu. Á ncestu síöum œtlar VERA að gefa ykkur góöar hugmynd- ir og uppskriftir fyrir nœsta barnaafmceli. Ráö númer eitt er aö gera sér grein fyrir því hve margir gestir koma í afmcelið og hvort börn eöa fullorðnir veröi í meirihluta. Flugmynd- irnar má sföan sníöa til eftir þörfum og aldri afmcelisbarns- ins og tíma og þreki foreldra. Og sé þess kostur, er um aö gera aö virkja barnið í undir- búningnum, til aö létta því biðina eftir hinum stóra degi. Leikir og uppskriftir eru tínd til úr ýmsum áttum, en einnig er stuöst viö Leikjahefti Þjóðminja- safnsins og bók Bjargar Árna- dóttur og Ragnheiðar Gests- dóttur „Ég á afmceli í dag". BOÐSKORT Sniöugt er aö senda vcentan- legum afmœlisgestum boð- skort, sem barnið býr til. Ef barnið er mjög ungt getur einhver fulloröinn eöa eldra barn aðstoðað viö aö klippa út kortin og skrifa inní þau, en afmcelisbarniö síöan litaö á kortin. Flcegt er aö búa til hatta á afmcelisgestina eins og eftir- farandi myndir sýna. Allt sem til þarf er pappír, litir, lím og teygja. 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.