Vera - 01.08.1991, Qupperneq 28
AFMÆLI
UPPSKRIFTIR
Afmœlistertuna má móta á
margvíslegan hátt. Hœgt er
aö búa til kisuköku, trúöa-
köku, fiðrildi (sjá mynd) eöa
þaö sem hugmyndaflugiö
leyfir. Notaöar eru hefö-
bundnar súkkulaöikökuupp-
skriftir, sem krakkar eru venju-
lega mjög hrifnir af. Deigiö er
sett í hringlaga form eða í
ofnskúffu og þegar kakan er
bökuö er hún skreytt og
mótuö aö vild. Margir eiga
sína uppáhalds uppskrift en
hér fylgir meö ein góö.
Þaö er um aö gera aö gefa
hugmyndafluginu lausan
tauminn þegar barnaafmœli
er annars vegar. Þaö má
jafnvel halda upp á afmœlið
eftir árstíöum, hafa t.d.
páskaafmceli þar sem allir fá
málshátt, eöa gera afmœlis-
veisluna að allsherjar prins-
sessuleik, sjórœningjaleik,
draugaleik eöa ööru sem
ykkur dettur í hug. Það sem
skiptir mestu máli er aö allir
skemmti sér vel. Góöa
skemmtun!
GG
Heimildir:
„Hún á afmœli í dag“ B.Ed.
ritgerð í Kennaraháskóla ís-
lands 1989. Eftir Guörúnu Ey-
þórsdóttur og Kristínu Ragn-
arsdóttur.
Bemskan eftir Símon J. Jó-
hannsson og Bryndísi Sverris-
dóttur Örn og Örlygur 1990.
Ég á afmœli í dag eftir Björgu
Árnadóttur. Ragnheiöur
Gestsdóttir myndskreytti. MM
1988
Leikjahefti eftir Bryndísi
Sverrisdóttur. Þjóðminjasafnið
1990.
Teikningar: Ásgerður Helgadóttir
SKÚFFUKAKA (súkkulaði)
375 g hveiti
350 g sykur
50 g kakó
11/4 tsk sódi
1 tsk salt
1 /4 tsk lyftiduft
2 1/2 dl smjörlíki
2 egg
1 tsk vanilludropar
Allt látið í hrærivél og hrært á
hálfum hraða í 1/2 mínútu.
Vélin er svo sett á fullan hraða
í 3 mínútur. Ofnskúffa er
smurð vel og örlitlu hveiti
sáldrað yfir. Deiginu er síðan
jafnað vel í skúffuna. Kakan
lyftir sér vel svo að ekki má
fylla bökunarskúffuna nema
til hálfs. Hún er svo bökuð við
200 gráður þar til hún er farin
að losna frá börmunum og
prjónn sem stungið er í hana
miðja kemur út hreinn.
Uppskriftin er mjög stór
svo það er gott að hafa lítil
pappírsform við hendina til að
nýta afgangsdeig.
KRISPIES-smákökur
Þessar smákökur, sem settar
eru í lítil pappaform, njóta
mikilla vinsælda í barnaaf-
mælum.
60 g smjör
5 msk síróp
100 g dökkt suðusúkkulaði
Allt brætt saman i potti. Rice
Krispies sett í skál og því sem
var að malla í pottinum hellt
yfir og hrært saman. Sett í litil
form og látið kólna.
K0RNFLEX smákökur
2 bollar kornflex
1/2 bolli brytjaðar hnetur
(má sleppa)
2 eggjahvítur
1 bolli sykur
Byrjað á þvi að þeyta eggja-
hvíturnar. Sykurinn síðan
settur út í. Hræra lítið. Korn-
ilex (og hnetur) sett saman við
með skeið. Sett á smurða
plötu með teskeið. Bakað í 10
mínútur við 200 gráður.
BRAUÐ
Hægt er að skreyta brauð-
sneiðar á mismunandi hátt,
vera með karla og kerlingar og
skreyta með osti, agúrkum,
tómötum, skinku, harðsoðn-
um eggjum og fleiru. Eins er
hægt að búa til brauðtertu
sem er ávallt vinsæl. Þá er
keypt tilskorið formbrauð og á
milli má setja skinku, spægi-
pylsu, sardínur, rækjusalat,
skinkusalat, grænmeti og
fleira eftir smekk. Það má
síðan skreyta brauðtertuna á
margvíslegan hátt. Einnig er
hægt að gera litlar samlokur
úr formbrauðinu. Leyfið hug-
myndafluginu að njóta sín!
AÐRAR HUGMYNDIR:
poppkorn
ís
pitsa
pylsur
28