Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 31
KVENNABLAÐ hugmyndir um stúdents- menntun kvenna. Sumir vildu breyta Kvennaskólanum í menntaskóla fyrir konur, aðrir vildu fella út fög í mennta- skólanum sem „henta ekki“ konum og bæta öðrum inn í sem kæmi þeim betur (t.d. varðandi móðurhlutverkið). I maí 1942 mótmæltu konur hugmyndum Pálma Hannes- sonar rektors um að endur- reisa Skálholtsskóla íyrir pilta og gera Kvennaskólann að „stúdentaskóla fyrir stúlkur og sniðinn við þeirra hæfi.“ En vegna húsnæðiseklu MR hafði komið fram tillaga um að flytja skólann úr bænum og gera hann að heimavistarskóla fyrir pilta. Bæði KRFÍ og Kven- stúdentafélagið mótmæltu og Nýtt kvennablað birtir viðtöl við Katrínu Thoroddsen lækni, Auði Auðuns lögfræðing og Valborgu Sigurðardóttur upp- eldisfræðing um menntun kvenna. Þær mótmæla allar fyrirhuguðum breytingum og Katrín Viðar tekur í sama streng í útvarpserindi um menntun kvenna. Auður Auðuns lögfræðing- ur skrifar um barnsmeðlög og 1942 er birtur listi yflr barns- meðlög í kaupstöðum sem eru mismunandi eftir stöðum og aldri barnsins. Árið 1962 spyr Þórunn Elfa Magnúsdóttir skáldkona: Hvar eru reiðu ungu konurnar? Greinin íj'allar „um stöðu og persónurétt giftrar konu í nútíma þjóðfélagi, hæfileika, sem ræktaðir eru til starfs og persónubundnar starfshneigð- ir.“ Þórunn Elfa segir m.a.: „Það er mér undrunarefni, að ekki skuli heyrast rödd reiðrar úngrar konu, sem með fullri einurð ræðir um það fáránlega misræmi, sem á sér stað um uppeldi og menntun kvenna og kröfurnar, sem síðar í lífinu eru til þeirra gerðar, yflrleitt ræðir um þá klemmu, sem konur eru í milli gamalla og nýrra þjóðfélagshátta.“ Hún hvetur konur til að viðurkenna að þær vilji vinna utan heimilis en hætta að afsaka sig með því að þörf sé á tekjum þeirra því: „Meðan ungu konurnar eru svona deigar að flýja sífellt í skálkaskjólið: „Eninga meninga okkur vantar peninga,“ er lítil von um breyt- ingu á Ijölskyldu- og heimilis- háttum, sem ganga þeim í vil.“ Nokkrir fastir þættir eru í blaðinu, t.d. matar- og prjóna- uppskriftir og tískuþátturinn er á sínum stað. Einnig eru í blaðinu ljóð, smásögur og framhaldssögur, t.d. eftir Guð- rúnu frá Lundi, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Þá eru birtar bókafregnir og bóka- dómar. Theodora Thoroddsen skrifar t.d. um nýútkomna bók Huldu og Eufemía Waage um Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Listakonur eru heimsóttar og kynntar, t.d. Barbara Árnason graílker, myndhöggvararnir Gunnfríður Jónsdóttir og Nína Sæ- mundsson og leikkonan Anna Borg. Grein er um Bronté systur og önnur um frönsku skáldkonuna George Sand. Anna Sigurðardóttir á Kvennasögusafninu segist gjarnan benda þeim sem eru að rannsaka sögu hjúkrunar á Nýtt kvennablað. í einu tölu- blaðanna segir að varla geti orðið skortur á hjúkrunar- konum hérlendis því það verði alltaf nóg af konum sem verða fyrir hjartasorg og séu þvi tilbúnar til að vinna göfugt starf fyrir lítið kaup! RV VERA FYRIR ÞIG ÁSKRIFTARSÍMI 22188 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.