Vera - 01.08.1991, Síða 32

Vera - 01.08.1991, Síða 32
ÞINGMÁL A F HVERJU^EKKI Á næstu vikum fæst úr þvi skorið hvort hugmyndin um hið evrópska efnahagssvæði verður að veruleika eða deyr drottni sínum. Þegar þetta er skrifað eru samninga- viðræðurnar í algeru uppnámi og engin lausn virðist í sjónmáli á erflðustu þáttum samninganna: Tollfriðindum EFTA-ríkja með fisk á markaði EB. þungaflutningum EB-ríkja um vegi Sviss og Austur- rikis með tilheyrandi mengun og hinum s.k. þróunarsjóð sem EFTA-rikin eiga að koma á fót fyrir vanþróuð svæði innan EB. Dauði hugmyndarinnar um evrópskt efnahagssvæði yrði Kvennalistakonum enginn harm- dauði. Að vandlega íhuguðu máii höfum við komist að þeirri niður- stöðu að aðild að evrópska efna- hagssvæðinu, hvað þá aðild að EB sé ekki vænlegur kostur fyrir íslendinga. íslensk stjórnvöld tóku hins vegar þá afstöðu fyrir hálfu öðru ári að taka þátt í samning- unum við Evrópubandalagið við hlið hinna EFTA-ríkjanna, en Kvennalistinn hefur alla tíð bent á að betra væri að við íslendingar semdum sjálfir beint við EB. Málið er engan veginn einfalt. Á ferðinni eru gífurlega flóknir samningar sem fela í sér miklar breytingar á þeirri Evrópu sem við höfum þekkt frá stríðslokum. Landamæri munu hverfa, fjár- festingar verða heimilar hvar sem er á svæðinu, vinnuafl og þjónusta getur flust að vild innan svæðisins og vörur má selja og flytja hvert sem er, að undanskildum land- búnaðarvörum og sjávarafurðum. Sameiginlegar stofnanir sem að miklu leyti verða æðri þjóðþingum munu taka ákvarðanir og sjá um eftirlit, með dómstólum og laga- boðum á þeim sviðum sem samningurinn nær til. Hinu evrópska efnahagssvæði fylgja að sjálfsögðu margir kostir og miklir möguleikar fyrir ein- staklinga og fyrirtæki, en þegar kostir og gallar eru vegnir og metnir ekki síst með hagsmuni kvenna og íslensku þjóðarinnar í huga verður niðurstaðan sú að okkur sé betur borgið utan en innan þessarar væntanlegu para- dísar stórfyrirtækja, skriffinna og embættismanna. Innan Evrópubandalagsins heyrast gagnrýnisraddir m.a. frá valdalitlum þingmönnum Evrópu- þingsins sem finnst að verið sé að veita mikil réttindi án þess að skyldur fylgi með. Konur innan sem utan EB eru einn stærsti hópur gagnrýnenda, enda óttast þær um hag kvenna í þessu miðstýrða kerfi markaðshyggj- unnar. Við megum þó ekki van- meta lýðræðisöflin í Evrópu sem iðulega hafa breytt gangi sögunnar og stöðvað brölt valdamanna og kunna enn að gripa til sinna ráða og skapa aðra Evrópu en þá sem Brusselveldið dreymir um. Hér á eftir verða dregin fram nokkur rök sem mæla gegn aðild að EES og EB en við látum fylgjendur aðildar um hina hliðina. 1 . Núlifandi íslendingar hafa fengið í arf land, menningu og afar gamalt tungumál sem okkur ber skylda til að þróa og gæta. Við höfum ekkert umboð til að taka ákvarðanir sem gætu gjörbreytt þjóðfélagsháttum hér, nema að mjög vel athuguðu máli. I>ví ber okkur að stíga skrefin varlega, við erum ekki að missa af neinni lest til Evrópu. Það kemur önnur á eftir þessari. 2. Kerfið sem Evrópubandalagið hefur byggt upp er afar miðstýrt. Því er stýrt af embættismönnum og sérfræðingum. en Evrópuþingið er aðeins ráðgefandi. Meðan Austur- Evrópa stefnir hraðbyri frá þrúg- andi miðstýringarbákni er verið að byggja upp nýtt veldi vestanmegin. Við sem viljum að hver og einn hafi sem mest áhrif á mótun eigin umhverfis og að lýðræði sé virkt og ríkjandi hljótum að hafna svona bákni, þar sem leiðin frá einstakl- ingunum til valdhafa er óralöng. 3. Evrópubandalagið er ekki eingöngu miðstýrt heldur er það eins og reyndar flest riki Evrópu karlstýrt. Kannanir sýna að hlutfall kvenna í störfum fyrir EB er mun lægra en það sem við þekkjum frá ríkiskerfum Norður- landa. Það gefur auga leið að kvenfrelsisbarátta mun eiga mun eríiðar uppdráttar innan þessarar stóru og ósamstæðu ríkjaheildar þar sem ná þarf mjög víðtæku samkomulagi um breytingar, en innan einstakra ríkja. Því hljóta kvenfrelsiskonur að stefna að því að ríki verði smærri og lýðræðis- legri. 4. ísland myndi verða á útjaðri efnahagssvæðisins og hætta á að áhrif svo örlítillar þjóðar yrðu hverfandi í þjóðahaíinu. Sam- kvæml þeirri tilhneigingu að vald og fjármagn leiti til miðjunnar yrðum við utan við strauma upp- byggingar og ijárfestinga enda ekki eftir miklu að slægjast fyrir erlend fyrirtæki nema í fiskiðnaði, orku- framleiðslu og e.t.v. ferðaþjónustu (eins og málum háttar nú). Staða útkjálkaþjóðar á hinu evrópska efnahagssvæði er ekki eftir- sóknarverð. Við íslendingar getum sett mark okkar á söguna og látið til okkar taka sem þjóð friðar, jafnréttis og náttúruverndar utan EES og EB. 5. Fiskveiðistefna EB er með þeim hætti að hún gæti reynst sjálfstæði okkar og efnahag stórhættuleg ef erlendum fiskiskipum verður hleypt inn í íslenska landhelgi, eða ef erlendir aðilar næðu undir- tökum i íslenskum sjávarútvegi. EB hefur gengið afar illa að hafa stjórn á iiskveiðum bandalags- þjóðanna, þrátt fyrir endalausar reglugerðir. Þeim er einfaldlega ekki hlýtt. OíVeiði og banditaháttur einkennir fiskveiðar Spánverja og Portúgala, sem hugsa einungis um stundarhagsmuni. Spánverjar stunduðu s.k. kvótahopp í breskri landhelgi þ.e. skráðu skip sín í Bretlandi, veiddu úr breskum rikjakvóta og sigldu með aflann til vinnslu á Spáni. Bretar kærðu þetta athæfi þeirra til EB-dóm- stólsins sem nýlega úrskurðaði í málinu Bretum í óhag. Bretum er með öðrum orðum óheimilt að setja nokkrar skorður við því að aðrar bandalagsþjóðir fjárfesti í breskum sjávarútvegi, veiði úr breskum kvóta og fari með aflann að eigin vild. Yfirráð íslendinga yfir ílskimiðunum, veiðum og vinnslu er sjálfur tilverugrundvöllur þjóð- arinnar. Þótt aðeins væri tekið mið af fiskveiðistefnu EB nægir hún til þess að aðild að EB kemur ekki til greina og það verður að fara mjög varlega í samningum um gagn- kvæmar veiðiheimildir. 6. Hugsunin á bak við Evrópu- bandalagið er sú að mynda mót- vægi við stórveldin Bandaríkin og Japan í viðskiptum. Hagsmunir stórfyrirtækjanna hafa setið í fyrirrúmi þótt margt fleira hafi komið til sögu á undanförnum árum. Ýmislegt sem snertir hags- muni launafólks er óleyst, enda afar mismunandi lög gildandi í hinum ýmsu löndum, s.s. um tryggingar o.fl. Það er afar mikil- vægt að ávinningar undanfarinna áratuga hvað varðar félagsleg réttindi og jafnrétti þegnanna glatist ekki, en meiningin er að samræma öll réttindi og löggjöf er 32

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.