Vera - 01.08.1991, Page 34
ÞINGMÁL
m ! ■ -1
Þingkonur
Kvennalistans á 113.
löggjafarþinginu.
Ljósm.:
Gunnar V. Andrésson.
OG ÆÐI Á ALÞINGI
Dyggir lesendur VERU til margra
ára hafa veitt því athygli, að lítið
hefur verið um fréttaflutning af
Alþingi í blaðinu upp á síðkastið. í
eina tíð fengu lesendur alltaf sinn
reglulega skammt af slíku, og þótti
sumum hann ómissandi, en
öðrum fannst hann taka upp
dýrmætt pláss undir annað efni,
sem hvergi annars staðar væri til
umfjöllunar. Þingmálafréttir llutt-
ust því algjörlega yflr í mánaðarlegt
FRÉTTABRÉF KVENNALISTANS,
sem líklega er að mörgu leyti
eðlilegra. Engu að síður þótti nú
við hæfi að gefa örstutt yfirlit yfir
þingstörf Kvennalistakvenna á
síðasta vetri.
113. löggjafarþingið var nokk-
uð dæmigert fyrir það æði, sem
rennur á flesta flokka og einstaka
þingmenn i tilefni kosningaárs.
Umræður utan dagskrár voru
nánast daglegt brauð, deilur um
þingsköp fylla nú marga dálka
Alþingistíðinda frá þessum vetri,
og málefnaleg umræða varð alltof
oft að þoka fyrir persónulegu
karpi, eins og gjarna vill verða við
þessar aðstæður. Fréttaflutningur
fjölmiðla af þingstörfunum minnti
stundum helst á frásagnir af
íþróttaviðburðum, og allt er þetta í
samræmi við leikreglurnar títtum-
töluðu, sem við Kvennalistakonur
erum ófúsar að beygja okkur
undir.
Eins og endranær fór mikill
tími okkar kvenna í það að
bregðast við frumkvæði annarra,
einkum stjórnarflokkanna, en þó
voru ýmis mál úr þeim ranni, sem
strönduðu á sundurþykkju þeirra
34
sjálfra, og hefur farið fé betra.
Nokkur mál voru þó afgreidd, sem
okkur þykja varða nokkru. Má t.d.
nefna lög um leikskóla, sem þó
gengu skemur en við hefðum
óskað. Kvennalistakonur vilja að
sjálfsögðu, að öll börn eigi kost á
leikskólavist frá þvi fæðingarorlofi
lýkur til 6 ára aldurs og telja rétt,
að ríkisvaldið styrki sveitarfélög til
þess að tryggja sem hraðasta
uppbyggingu leikskóla. Nýju lögin
taka ekkert á þeim þætti málsins.
Þá voru samþykktar breytingar
á grunnskólalögunum, sem
Kvennalistakonur studdu, þótt
þeim þætti þar einnig of skammt
gengið, einkum eftir að mennta-
málaráðherra lét undan Sjálfstæð-
ismönnum og samþykkti að taka
út ákvæði um skiptingu stærri
sveitarfélaga í skólahverfl og
ákvæði varðandi greiðslur fyrir
skólaathvörf. En þannig ganga
kaupin oft fyrir sig í óðaönnum
síðustu þingdaga hveiju sinni.
Mikill tími og orka fór í
umræður um evrópska efnahags-
svæðið, en Kvennalistakonur hafa
frá upphafl varað sterklega við því
skrefl, sem er í rauninni ekkert
annað en stórt skref inn í Efna-
hagsbandalagið sjálft. Mörgum
flnnst erfltt að átta sig á þessum
eilífu samningaviðræðum og til
hvers þær leiða. Af umfjöllun og
áherslum þeirra sem viðræðurnar
leiða fyrir hönd íslendinga mætti
ætla, að þær snerust aðeins um
fisk og aftur fisk. En þá væri málið
einfalt, því enginn vill láta
fískveiðirétt okkar af hendi. En
þær snúast svo sannarlega líka um
réttindi fólks til ýmissa annars
konar „veiða" hvert í annars land-
helgi, og á það hafa Kvennalista-
konur bent og varað sterklega við
afleiðingunum.
Álverið var líka oft og mikið til
umræðu. Kvennalistakonur hafa
unnið gegn því með öllum tiltæk-
um ráðum, enda telja þær nýtt 200
þús. tonna álver glapræði bæði
með tilliti tll kostnaðar og allra
umhverfisþátta.
Margt fleira mætti rifja upp af
þingstörfum síðasta vetrar, en
þingkonur Kvennalistans gerðu
auðvitað fleira en að standa uppi í
hárinu á ráðherrum og öðrum
herrum. Þær voru sem fyrr iðnar
við að bera fram tillögur og
frumvörp að eigin frumkvæði.
Fyrirspurnir þeirra til ráðherra
um hin margvíslegustu efni urðu
alls 34, en slíkar fyrirspurnir vekja
oft verðuga athygli á brýnum
málum og ýta við þeim, sem bera
ábyrgð á þeim.
Þá lögðu Kvennalistakonur
fram 12 frumvörp til laga og 12
tlllögur til þingsályktunar. Aðeins
4 af þessum ágætu þingmálum
voru afgreidd frá þinginu, sem er
heldur rýr eftirtekja, en ekki
óeðlileg miðað við það ástand sem
ævinlega ríkir á kosningaþingi.
Flestar fyrirspurnirnar, til-
lögurnar og frumvörpin voru um
úrbætur í málum barna og ung-
menna, atvinnumál kvenna og
umhverfismál. Tillögu um fram-
leiðslu vetnis var vísað til ríkis-
stjórnarinnar, en samþykktar voru
tillögur um átak gegn einelti, um
eflingu heimilisiðnaðar og um
úrbætur á aðstæðum ungmenna.
Flest málanna höfðu ekki áður
komið fram og verða vafalaust flutt
aftur, því það tekur tíma og mikla
þolinmæði að þoka málum til betri
vegar í þessu þjóðfélagi.
í mai kom svo löggjafarsam-
kundan aftur saman að loknum
kosningum. Tilgangurinn var fyrst
og fremst sá að breyta lögum og
þingsköpum til þess að geta haft
Alþingi í einni málstofu. Menn
notuðu svo auðvitað tækifærið í
leiðinni til almennra umræðna um
það sem er efst á baugi í stjórn-
málunum, evrópska efnahags-
svæðið, ráðstafanir nýrra stjórnar-
herra í fjármálum rikisins o.fl. í
þeim dúr.
Þingkonur Kvennalistans, þær
Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir, Kristín
Ástgeirsdóttir og Kristín Einars-
dóttir, tóku að sjálfsögðu virkan
þátt í þessu öllu, en fjölmiðlarnir
eru samir við sig og hafa mestan
áhuga á hanaati og hnútukasti
„stóru strákanna". Þann draug er
erfitt að kveða niður, og því kvarta
margar undan því að heyra of lítið
af störfum þingkvenna Kvenna-
listans.
Gaman væri að heyra álit les-
enda VERU á því, hvort umfjöllun
þingmála eigi aftur að fá inni í
VERU eða hvar slík umfjöllun ætti
frekar heima.
Kristín Halldórsdóttir