Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 36

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 36
ÚR LISTALÍFINU „ MIG LANGAR AÐ GERA MYND UM LANDFLÓTTA ÍSLENDINGA" VIÐTAL VIÐ HRAFNHILDIGUNNARSDÓTTUR MYNDBANDAGERÐARKONU í NEW YORK Fólkiö Ó Vesturströndinni er svo yfirboröskennt, flestir eru svo kurteisir og umferöin gengur svo vel. New York er hinsvegar líkari Reykjavík, fólkiö er hryssingslegra og umferöin er hrœðileg! Laugardagsmorgunn í New York, vorið er komið og hitinn á úti- kafflhúsinu er nánast óbærilegur. Ég þekki hana um leið og hún birtist. „Ég er sögð svo íslensk í útliti“ sagði hún þegar ég falaðist eftir viðtali. Við pöntum morgun- verð, mín egg koma með sólar- hliðina upp (spæld) en hennar eru steikt báðum megin. Við tölum um borgina sem hún er nýflutt til og þá hugmynd borgarstjórans að spara útgjöld með því að slökkva á götuljósunum á nóttunni! Við erum sammála um að það muni gera ræningjum og nauðgurum mun auðveldara fyrir með að sinna störfum sínum. Hrafnhildur Gunnarsdóttir lauk BFA prófi frá San Francisco Art Institute vorið 1989 í mynd- bandagerð. Að námi loknu vann hún í rúmlega tvö ár hjá litlu fyrirtæki sem nefnist Video Free America við tökur og klippingar og vann jafnframt sem lausa- maður að öðrum verkefnum. Nýlega var henni boðin sameign í myndavél í New York. Hún tók þvi saman pjönkur sínar og fékk vinkonu sína frá íslandi til að aka þvert yfir Ameríku með sér - á vit ævintýranna í New York. - Fólkið á Vesturströndinni er svo yfirborðskennt, ílestir eru svo kurteisir og umferðin gengur svo vel. New York er hinsvegar líkari Reykjavík, fólkið er hryssings- legra og umferðin er hræðileg! Líflð í San Francisco var orðið of auðvelt þannig að þegar mér bauðst að koma hingað ákvað ég að slá til. Ég þurfti líklega meiri örvun! Svo er líka allt í lagi að breyta til, prófa aðra staði og kynnast nýju fólki. Nú er ég að vinna verkefni fyrir Kolumbía háskólann sem kallast “Drug and AIDS Relapse Preven- tion and Management”. Þetta er rannsóknarverkefni og við vinn- um með fólk sem er háð heróíni, amfetamíni eða krakki. Megin tilgangur verkefnisins er að þjálfa eiturlyfjaneytendur í því að forð- ast að falla í sama farið. Það er að segja að þekkja þau einkenni eða aðstæður sem leiða til þess að eiturlyíja er neytt sem lausn á vandamálum viðkomandi. Oft og tíðum er aðeins um að ræða einfaldar ákvarðanir eins og : „yEtt.i ég að fara í heimsókn til gamalla kunningja í dag? Þeir neyta áfengis og ef ég kemst í tæri við vín gæti það leitt til þess að ég byrjaði að drekka á ný sem síðan leiðir oft til eiturlyfjaneyslu. Þar sem það er laugardagur í dag og 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.