Vera - 01.06.1997, Síða 4

Vera - 01.06.1997, Síða 4
 Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hveijir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hveijir ógagn? Sendu VERU ábendingar. Eflum sjálfstraust kvenna - og byrjum straxl Stjórnun strákanna nefnum við þema þessa blaðs. Ástæð- an er auðvitað sú að enn eru það karlmenn sem stjórna langflestum fyrirtækjum og stofnunum landsins og þeir hafa mun meiri pólitísk völd en konur. f gegnum aldirnar hefur stjórnunarstíll karla ekki breyst mikið - valdið kemur ofan frá, sá sem það hefur er nær ósnertanlegur meðan hann gerir ekki stórmistök, boðum hans á að hlýða þótt menn séu ekki sammála þeim. Þetta er nú að breytast, sem betur fer. Nútímaaðferðir í stjórn- un byggja á allt annarri hugsun. Þar er stjórnandi þátttakandi í ferli sem fleiri taka þátt í. Hann þarf að hafa yfirsýn og þekkingu, en hann þarf líka að búa yfir innsæi og geta myndað tengsl við fólk. Þannig fær hann það til að vinna með sér. Stundum er fyrir- tækjarekstri líkt við íþróttakeppni og starfsmönnum við leikmenn í liðinu. Allir keppa að sama marki, að því að ná árangri, og stjórnandinn er eins og fyrirliði. í slíkum fyrirtækjum verða allir að hafa gaman af vinnunni, hún verður að gefa þeim eitthvað og hæfileikar hvers og eins að vera metnir að verðleikum. Á stjórn- unarmáli er það kallað „að fjárfesta í mannauði“ þegar þekking starfsmanna er endurnýjuð jafnt og þétt og þeir gerðir sem hæf- astir í samkeppninni sem verður sífellt harðari, bæði vegna minni viðskiptahafta og örrar tækniþróunar. plús AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS fyrir aö hætta aö birta auglýsingar frá skemmtistööum sem bjóöa upp á nektarsýningar í Reykjavík. Önnur dagblöö mættu taka þetta sér til fyrirmyndar. SMURSTÖÐVAR ESSO fyrir aö hvetja félagsmenn í Bílgreinasambandinu til aö fjarlægja dagatöl og veggspjöld meö klæöalitlu eöa klæölausu kvenfólki. Jóhann Magnússon, yfirmaöur smurstöövarinnar á Reykjavíkurvegi, skýröi frá þessu á aöalfundi Bílgreinasambandsins og hvatti aöra til aö fjarlægja slík veggspjöld hiö fyrsta. BRESKA OG FRANSKA ÞJÓÐIN fyrir aö kjósa mun fleiri konur á þing en áöur. í nýafstöönum þingkosningum í Bretlandi náöu 69 nýjar þingkonur kosningu og í Frakklandi 31. Á franska þinginu var áöur lægst hlutfall kvenna miöaö viö önnur lönd Evrópusambandsins, eöa 5.5%, en hlutfalliö er nú 12%. HEIMSPEKIDEILD HÍ fýrir aö kjósa konu sem deildarforseta. Á fundi 18. apríl sl. var Helga Kress prófessor kjörin forseti heimspekideildar meö 33 atkvæöum en Njöröur P. Njarövík fékk 16 atkvæöi. Þetta er í fýrsta sinn í 86 ára sögu Háskólans sem kona er kjörin deildarforseti. mínus En hvernig er raunveruleikinn? Fá starfsmenn íslenskra fyrir- tækja og stofnana tækifæri til að auka þekkingu sína og nýta krafta sína eins og best verður á kosið? í viðtali við Hansínu B. Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Skrefs fyrir Skref, kemur fram að aðeins 17% íslenskra fyrirtækja eru talin hafa fjárfest sérstaklega í mannauði og í greininni Raunasaga af vinnumarkaði er sett fram sú skoðun að stjórnendur nýti sér atvinnuleysið til þess að þagga niður í starfsfólki - bendi á að fjöldi fólks sækist eftir vinnu hjá þeim og því þýði ekkert að vera með kröfur. Greinarhöfundur hefur verið spurð hvort hún sé nokkuð kvenfrelsiskellíng þegar hún hefur ekki viljað þiggja þau laun sem atvinnurekandinn hefur sett upp. Og í viðtali við starfsmann ráðningarstofu kemur fram að nær helmingsmunur er á þeim launakröfum sem konur gera, þegar þær eru að leita að starfi, og karlar. Þetta er umhugsunarefni þegar ákvarðanir um laun eru að fær- ast úr hefðbundnum farvegi samninga að fyrirtækjasamningum. Af hverju gera konur minni kröfur en karlar? Gæti það verið spurning um raunverulegt sjálfstraust kvenna? Þá skulum við efla það og byrja strax - hjá stelpunum sem eiga að erfa landið. ÍSLENSKA „BABE“ UMRÆÐAN þar sem talaö er um fagrar íslenskar konur eins og hvern annan söluvarning. Aöilar í feröaþjónustu hætta sér inn á hála braut þegar þeir laöa karlmenn til landsins út á fegurö íslenskra kvenna. Þátturinn „Good morning America" fékk 70 milljón króna styrk frá íslenska ríkinu. Þar var mikil áhersla lögö á íslenskt kvenfólk og hefur nýyröið „skutlusker” oröiö til 1 framhaldi af því. BLÖÐ SEM AUGLÝSA EFTIR BÖRNUM I FYRIRSÆTUSTÖRF Nýlega birtust tvær auglýsingar í Islenskum dagblööum þar sem þörnum og unglingum er boöiö aö gerast fyrirsætur í erlendum blööum og tímaritum. Erlendis hafa ungar stúlkur lent I vandræöum eftir aö hafa tekiö tilboöum af þessu tagi, myndirnar voru ætlaöar I klámblöö og þær voru neyddar til aö selja sig ríkum mönnum. TÆKNIVÍSIR - TÍMARIT BYGGINGATÆKNIFRÆÐINEMA Á forsíöu þess sést fallegt landslag og nakin kona I gegnum gler, sem er fremst á myndinni, og undir stendur: „Viö sjáum veröldina í gegnum þig". Myndin ku vera auglýsing frá glerverksmiöjunni Ispan en er jafn ósmekkleg fýrir því. 4 v ra

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.