Vera - 01.06.1997, Qupperneq 39

Vera - 01.06.1997, Qupperneq 39
Ath■fnakonur AÐ NÝTA ÞEKKINGU SÍNA í eigin fyrirtæki - rcett við Ingu Sólnes í Gestamóttökunni Gestamóttakan ehf., sem á ensku nefnist Your Host in Iceland, er nýtt fyrirtceki í eigu Hildar Jónsdóttur og Ingu Sólnes. Fyrirtcekið sér- hcefir sig í móttöku inn- lendra og erlendra gesta fyr- irtcekja og stofnana og þar eru þcer stöllur á heimavelli því báðar hafa þcer langa reynslu af ferðaþjónustu. Inga Sólnes tekur þátt í Brautargengisverkefninu. Hvernig skyldi námið hafa nýst henni við stofnun og rekstur fyrirtcekis síns? Brautargengi er frábært verkefni," segir Inga án þess að hika. „Ég hef lært mik- ið á veru minni þar, ekki síst á því að kynnast öðrum konum sem eru að hugsa um það sama og ég. Fyrirlesararnir voru vel vald- ir og félagsskapurinn einstakur. Við höfum farið yfir viðskiptahugmyndir hver annarrar og ekki látið okkur nægja þann tíma sem á- ætlaður er til samveru, heldur tókum við okk- ur til sjálfar og fórum í sólarhringsferð til þess að ræða um verkefnin og miðla hver annarri af reynslu okkar." Inga hefur fjölbreyttan starfsferil. Hún hef- ur verið félagsfræðikennari við FB og leið- sögumaður, unnið hjá Flugleiðum í London og sem gæða- og fræðslustjóri á Hótel Sögu. I nokkur ár var hún upplýsingafulltrúi hjá Ferðamálaráði og hún var framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Vestnorden í fjögur ár en það er samstarf milli fslands, Grænlands og Fær- eyja. Hildur er líka vel kunnug ferðamálun. Hún hefur unnið sem flugfreyja og var deild- arstjóri innanlandsdeildar Samvinnuferða - Landsýnar í 17 ár þar sem hún öðlaðist fjöl- þætta reynslu af því að skipuleggja ferðir um fsland og hafði umsjón með ráðstefnum og móttöku farþega skemmtiferðaskipa. Nýlega lauk hún BS prófi í landafræði frá HÍ og að því loknu fór hún að velta fyrir sér eigin fram- tíð. „Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði á kaffihúsi í nóvember 1995,“ segir Inga. „Við Hildur vorum að ræða um sameiginlega reynslu okkar af móttöku ferðamanna og spurðum sjálfar okkur af hverju við reyndum ekki að byggja upp eigið fyrirtæki utan um þessa þekkingu í stað þess að vera alltaf að selja öðrum vinnu okkar. Við veltum þessu lengi fyrir okkur og tókum langan tíma í und- irbúning. Við fengum svokallað B-leyfi til ferðaskrifstofureksturs en það veitir okkur réttindi til að sjá um hvers konar ferðaþjón- ustu innanlands. Við opnuðum skrifstofu í Austurstræti 17 um miðjan janúar. Við viljum fara hægt af stað og ekki hætta neinu fjárhags- lega. Við fengum t.d. flest húsgögn á skrifstof- una lánuð eða gefins og höfum í einu og öllu hagað okkur eins og hagsýnum konum er tamt. Við höfum lagt mest upp úr kynningar- starfi í fyrirtækjum og stofnunum hér á landi og erum líka byrjaðar að kynna okkur erlend- is. Þjónusta okkar miðar að því að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að skipuleggja dag- skrá, hvort sem það er fyrir gesti, makadag- skrá eða starfsmannaferðir. Okkar ferðir eru klæðskerasaumaðar fyrir hvern og einn,“ seg- ir Inga í sönnum sölumannstón. c/í í Borgarleikhúsinu 16. og 17. ágúst 1997 á efnisskrá - Islenska einsöngslagiö - Flytjendur: Björn Jónsson, tenór Elsa Waage, mezzósópran Finnur Bjarnason, baritón Gunnar Guöbjörnsson, tenór Flanna Dóra Sturludóttir, sópran Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran Judith Gans, sópran Þóra Einarsdóttir, sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari Borgarleikhúsið - ©erðuberg V ra 39

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.