Vera - 01.06.1997, Side 12

Vera - 01.06.1997, Side 12
itj ó r n u n strákanna KONUR GERA MUN MINNI KAUPKRÖFUR EN KARLAR segir Agla hjá Ráðningarþjónustunni Agla S. Björns- dóttir starfar bjá Ráðningar- þjónustunni á Háaleitisbraut. I starfi sínu hitt- ir hún margt fólk í atvinnu- leit. Öglu finnst konur oft van- meta sig þegar sótt er um starf, bceði hvað varðar hcefni og launakröfur. Þá segir hún fyrirtceki setja barneignir kvenna fyrir sig og að ofmikil ceskudýrkun sé við lýði. Þær eru alltaf hræddar við að biðja um of mikið, fara fram á 70-90 þúsund krónur meðan karlarnir vilja 150 þúsund fyrir sama starf! Eg spyr Öglu fyrst hvað gangi á markaðin- um í dag, hvaða fólki gangi best að ná sér í vinnu. Hún segir það auðvitað misjafnt hverju fyrirtækin leiti að, sum vilji ákveðna manngerð en vissulega sé gengið út frá hæfni umsækjenda. Henni finnst alltof áberandi að fyrirtækin velji ungt fólk, innan við 35 ára, og segir að konum gangi best að fá vinnu séu þær ógiftar og barnlausar. „Um leið og konan fer í sambúð vaknar spurning- in um börn og mörg ný fyrirtæki treysta sér ekki fjár- hagslega til að ráða ungar konur með mörg lítil börn. Konur eru jafnvel spurðar í atvinnuviðtölum hvort þær ætli sér að fara út í barneignir á næstunni.“ Ég hef heyrt að sum fyrirtæki gangi jafnvel svo langt að biðja um skriflegt loforð þess efnis að barn- eignir séu ekki á döfinni. Hefur þú orðið vitni að slíku? „Nei , en ég hef heyrt af tveimur tilfellum þar sem þetta var gert. Barneignir eru hins vegar engin hindrun hjá karlmönnum í atvinnuviðtölum.“ „Dæmigert", segi ég og finn að við erum sammála. Það hlýtur að vera pínlegt fyrir konu að verða ófrísk eftir að hafa gefið slíkt loforð. Mér finnst slík krafa af hálfu atvinnurekanda hreint siðleysi. Agla samsinnir því og heldur áfram. „Eftir fertugsaldurinn verður erfiðara að fá vinnu fyrir bæði kynin, aldurinn vinnur gegn fólki í at- vinnuleit. Sumir missa vinnuna eftir fimmtugt, vegna „skipulagsbreytinga“ að sagt er, þegar atvinnurek- andinn vill yngja upp. Þetta fólk er oft úrvals starfs- fólk en á erfitt með að fá nýja vinnu vegna aldurs." Nú finnst manni einmitt að starfs- og lífsreynsla ættu að gera starfsmann hæfari. Eru fyrirtækin að kaupa sér ákveðna ímynd með starfsmanninum? „Já, en sem betur fer vilja sum fyrirtæki miðaldra fólk til starfa og gera sér grein fyrir að þá er fólk oft traustari starfskraftar og samviskusamari, meira fyrir að sanna sig. En slík fyrirtæki eru of fá og við reyn- um oft að fá forrráðamenn fyrirtækja til að hugsa sinn gang. Við á Ráðningarþjónustunni horfum fyrst og fremst á hæfni, ekki aldur. Konur eru yfirleitt í góðu jafnvægi eftir fertugt og þá eru börn þeirra oft- ast stálpuð. Sumar þessara kvenna lenda í því að koma út á vinnumarkaðinn um fertugt, eftir langt hlé, og þá gildir auðvitað að hafa þekkingu sem ekki er orðin úrelt. Nú eru miklar framfarir í tölvuheimin- um og samkeppnin er hörð. Því bæta margar stöðu sína með því að fara á ýmis námskeið.“ Sjálfsmat kvenna of lágt Ég spyr Ölgu hvort aldursfordómar ríki líka þegar um stjórnunarstöður er að ræða. Hún segir svo vera. Flestir vilji ungt fólk. Margir stjórnendur hjá fyrir- tækjum séu ungir og vilji ekki eldra fólk inn á sig. Svo hefur hún orðið vör við breytingar hvað varðar að- stoðarstjórnunarstöður. Karlstjórnendur vilji gjarnan konu sér við hlið því kona er ekki talin eins líkleg til að ásælast sæti stjórnandans. Þær eru líka taldar hús- bóndahollar. Svo nefnir hún nokkuð sem kallast „hausaveiðar", þ.e. þegar boðið er í starfskraft sem er fyrir í vinnu hjá einhverju fyrirtæki. Slíkt segir hún óalgengt hérlendis, en þó frekar meðal karla. En hvað vill Agla ráðleggja fólki í atvinnuleit? „Það er mikilvægt að fylla umsóknina vel út, því kæruleysislega útfyllt umsókn segir sitt. Mikilvægt er að hafa góða ferilskrá, þar sem menntun og starfs- reynsla kemur skýrt fram og ber að lýsa nákvæmlega hvað fólst í fyrri störfum. Svo er mikilvægt að góð mynd fylgi. Klæðnaður skiptir máli, hann þarf að vera snyrtilegur þegar komið er á ráðningarstofuna, því þar er fyrsta skrefið tekið. Slitnir og skítugir skór geta til dæmis gert útslagið í atvinnuviðtali. Það geng- ur ekki lengur að selja sig út á hæfni eingöngu. Mér finnst konur ekki meta sig sem skyldi. Þær eru mjög hógværar hvað sjálfsmat varðar. Þær hafa tilhneig- ingu til að draga úr hæfni sinni, meðan karlar eru vissir um getu sína. Þeir hika ekki við að taka við starfi og hugsa sem svo að þeir hljóti að geta lært allt mögulegt í vinnunni. Konurnar vilja læra fyrst og vera vissar um að þær valdi starfinu.“ Agla segir að maður verði að vera sterkur og ákveðinn ef maður kemst í atvinnuviðtal. Viljirðu þetta starf þarftu að sannfæra viðkomandi um það og einnig að þú sért sá hæfasti í það. Maður fái ekki aðra til að trúa á sig ef maður geri það ekki sjálfur. Að lokum spyr ég hvort munur sé á launakröfum kynjanna og finn að Öglu er það hjartans mál að konur meti sig mikils. „Já, það er svo sannarlega munur. Launakröfur flestra kvenna eru skammarlega lágar. Þær eru alltaf hræddar við að biðja um of mikið, fara fram á 70-90 þúsund krónur meðan karlarnir vilja 150 þúsund fyr- ir sama starf! Þetta bendi ég þeim á, því meðan þær gera of litlar launakröfur er lítil hætta á að laun þeirra hækki. Svo er líka borin meiri virðing fyrir þeim sem meta sig hátt. Það er svo sannarlega tíma- bært að konur átti sig á því.“ VSV 12 v ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.