Vera - 01.06.1997, Qupperneq 14

Vera - 01.06.1997, Qupperneq 14
t j ó r n u n strákanna Spurning um RAUNVERULEGT SJÁLFSTRAUST Sigrún Júlíusdóttir er vel kunnug aðstceðum íslenskra fjölskyldna, bceði sem frceði- kona og félagsráðgjafi. Doktorsverkefni hennar fjallaði um þá auknu ábyrgð sem íslenskar konur hafa tekið á sig undanfarna ára- tugi. „Að þreyja, þrauka og þola, ” þannig lýsir hún því hvernig íslenskar konur hafa haslað sér völl á vinnu- markaði en eiga jafnframt fleiri börn en konur í ná- grannalöndunum, halda áfram að sinna stórfjöl- skyldunni og reyna að reka heimili á sama hátt og mceður þeirra gerðu þegar þcer voru heimavinnandi. Sigrún hélt athyglisverðan fyrirlestur á ráðstefnu félagshyggjuflokkanna í maí um velferð á 21. öldinni. Þar lýsti hún því hvernig hæfnissamfélag framtíðarinnar mun gera kröfur um færni sem verður ekki eingöngu mæld með prófgráðum eða greind (intellektual quati- ent), heldur með næmis stuðli (emotional quotient) sem byggir á hæfileikanum til að tileinka sér, ráða við samskipti, þola álag og vera skapandi. „I stað stéttaskiptingar mun þróast einföld tvískipting samfélagsins í þá hæfari og þá minna hæfu,” sagði Sigrún í fyrirlestrinum og benti á að hlutverk stjórn- málamanna á næstu öld yrði að byggja brú yfir þá gjá sem er að myndast á milli þessara hópa. Lýsing á hópunum er eftirfarandi: Þeir hæfu hafa betri fjölskyldutengsl, betri líðan, meiri lestur, betri menntun, betri tök og eru betri foreldrar. Það sem einkennir hinn hóp- inn, þá minna hæfu, er atvinnuleysi, óvirkni, þeir eru þolendur og þiggjendur. Þegar bilið á milli hópanna breikkar verður meiri þörf fyrir félagslega aðstoð, íhlutun samfélagsins og virkjunaraðgerðir. Það hlýtur því að vera sparnaður fyrir samfélagið í öllu tilliti að koma í veg fyrir að þessi gjá myndist. Þegar litið er til mótunar einstaklingsins kemur víða fram að fjölskyldan, veganestið að heiman, hefur mikið að segja og það er vissulega skoðun Sigrúnar Júlíusdóttur. En hvernig eiga konur að samræma löngun sína og þörf til að taka þátt í atvinnulífinu og þær skyldur sem lagðar eru á þær sem mæður? Svarið er einfalt: Karlar verða að axla ábyrgðina með þeim og konur verða að sleppa hendi af ábyrgðinni yfir til karlanna. „Islenskar konur hafa farið þá leið að skrúfa sig upp, taka á sig fleiri hyrðar - þreyja, þrauka og þola það álag sem því fylg- ir að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til þeirra,” segir Sigrún. „Þær halda áfram að eiga börn, styðja mann sinn og gera allt það sem konur fyrri tíma gerðu, jjótt þeim hafi tekist að hrista af sér ytri fjötra. Þær fara í háskólanám, taka góð próf og fá oft bestu einkunnirnar en þær virðast ekki losna við Öskubuskuáráttuna. Þar held ég að skorti á hið raunverulega sjálfstraust. Innsti kjarninn er of linur til þess að brjótast und- an þeirri klemmu sem óhjákvæmilega fylgir því að axla svona margþætta ábyrgð.” Þversagnakennd leit að frelsi Máli sínu til stuðnings nefnir Sigrún könnun, sem hún vann ásamt Nönnu K. Sigurðardótt- ur o.fl. í tilefni af ári fjölskyldunnar. „Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin á reynslu for- eldra og barna af skilnaðarmálum. Við leit- uðum álits 846 foreldra úr fimm fjölskyldu- gerðum og niðurstaðan leiðir í ljós athyglis- vert munstur,” segir Sigrún. „íslenskar konur hafa sterk tengsl við foreldraheimilið og hin tvíbenta afstaða þeirra skín í gegn þegar töl- urnar eru skoðaðar. Þær fara fyrr úr for- eldrahúsum en karlar, í von um að verða sjálfstæðar, en þær fara líka fyrr í hjónaband. Þær vilja svo fara fyrr út úr hjónabandinu en karlarnir, til þess að öðlast frelsi en eftir skilnaðinn halda þær fast í börnin og allar skyldurnar. Þær verða því enn bundnari en fyrr og fara flestar í hjónaband aftur. Þannig heldur þversagnakeðjan áfram.” Sigrún telur að sektarkenndin eigi stóran þátt í þessu ferli og eins það einkenni á ís- lenskum konum að vilja vera í nánum tengsl- um við allt í umhverfi sínu. „Það er auðvitað ómetanlegur eiginleiki og jákvætt afl í mann- legu samfélagi, en hann má ekki einskorðast við það kvenlega, það sligar konurnar,” seg- ir hún. „Það er erfitt en oft mjög ánægjulegt að vinna í viðtölum með konum sem vilja komast út úr þessu munstri. Það er eins og það sé oft erfitt að finna leið sem losar og breytir án þess að þurfa að sprengja allt upp. Skilnaður er stundum óhjákvæmilegur en oft er hann sýndarlausn, sem fæðir af sér aðra erfiðleika. Þegar allt er komið í strand verða bæði kynin að breyta til og finna nýjar leið- ir. Konur verða að sleppa hendinni af ábyrgðinni og karlarnir að koma inn í mynd- ina. Það verður að gerast samhliða, því hver á að hugsa um börnin ef konurnar slepptu áður en karlarnir eru tilbúnir að vera meira með?” spyr Sigrún og segist hafa orðið vör við, bæði í meðferðarstarfinu og af umræð- unni, að yngri karlmenn séu tilbúnari en þeir eldri að taka þátt í barnauppeldi. Viðhorfs- breyting er að eiga sér stað. í því sambandi nefnir hún sænska könnun þar sem fram kemur að ungir karlmenn taka fjölskylduna í auknum mæli fram yfir frama í starfi. Þegar þeir ráða sig í starf taka þeir fram að þeir beri fjölskylduábyrgð, eiginkonan sé í krefj- andi starfi eða námi, og þau eigi t.d. tvö lítil börn. Þegar þeir vilja það sjálfir er tillit tekið til þessa. „Ég hef þá trú að karlmenn bjóðist ekki til að taka þessa ábyrgð nema það sé þrýst á þá. Hér skiptir bæði almenn samfélagsumræða miklu en líka að konurnar sjálfar fari fram á það inni á heimilunum, og að foreldrar standi saman um að fela jafnt drengjum sem stúlkum ábyrgð, “ heldur Sigrún áfram. „Og þar komum við aftur að sjálfstraustinu. Kon- ur með raunverulegt sjálfstraust setja þessa kröfu fram og eiga betra með að ná henni. Karlar biðja ekki um að losna undan góðri þjónustu heima fyrir. Þeir sem fá allt upp í 14 v ra

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.