Vera - 01.06.1997, Side 38

Vera - 01.06.1997, Side 38
Ath fnakonur STEFNUMÓTUN skiptir sköpum - segir Anna Elísabet nceringarfrceðingur Anna Elísabet Ólafsdóttir ncering- arfrceðingur var búin að stofna fyrirtceki sitt, Nceringarráðgjöfina s.f., þegar Brautargengi fór af stað. Hún var með þeim fyrstu til að skrá sig því frceðslan sem þar er boðið upp á er einmitt það sem bana vantaði. Anna Elísabet lærði matvælafræði í Háskóla ís- lands og fór síðan í næringarfræði við Óslóar- háskóla. Þegar hún kom heim 1991 hafði draumur hennar um að stofna eigið fyrirtæki vaknað en fyrst um sinn vann hún við næringarráðgjöf á Landspítalanum og Heilsustofnun í Hveragerði. Það var svo árið 1993 sem hún og Borghildur Sigurbergs- dóttir stofnuðu fyrirtæki sitt og ráku það fyrstu tvö árin með annarri vinnu. „Við leigjum aðstöðu í Domus Medica tvo morgna í viku og höfum auk þess fundaraðstöðu með öðrum. Eg fór í barnsburðarleyfi 1995, var þá að eignast mitt þriðja barn, en þegar ég kom aftur til starfa árið 1996 ákváðum við að segja upp fyrri störfum og einbeita okkur að fyrirtækinu. Umsvifin voru vaxandi en starf- semin byggist á einkaviðtölum og ráðgjöf um rekstur mötuneyta en það starf fer að mestu fram úti í fyrir- tækjunum. Næringarráðgjöfin s.f. verður 4 ára í októ- ber og þá höfum við hugsað okkur að fara í stærra húsnæði og ráða starfsmann í hálft starf,“ segir Anna Elísabet. Líkt og algengt er með konur fóru Anna Elísabet og Borghildur rólega af stað. í upphafi lögðu þær fram 30.000 krónur hvor til þess að skrá fyrirtækið og fyrsta árið fengu þær nánast engin laun. Þær hafa ekki enn þurft að taka lán vegna rekstursins en hyggja á aukin umsvif og þá kernur þekkingin sem fékkst í Brautargengi að góðum notum. „Stefnumótunarfræðslan hefur komið sér einna best fyrir mig,“ segir Anna Elísabet. „Leiðbeinendurnir voru mjög góðir og hafa komið með nytsama gagn- rýni og stuðningurinn, sem konurnar hafa veitt hver annarri, hefur verið dýrmætur. Við erum duglegar að hvetja hver aðra og koma með ábendingar. Áður leið mér oft eins og ég væri úti í miðri sundlaug og vissi ekki hvert ég ætti að synda, en með stefnumótun verð- ur allt miklu auðveldara. Ég hef nýtt mér þann þátt sérlega vel; lært hvernig á að varða leiðina, vinna skipulega að markaðssetningu, bókhaldi o.fl. Þetta mun allt nýtast okkur þegar við stígum næsta skref í rekstrinum, sem verður að reka mötuneyti fyrir fyrir- tæki og jafnvel að selja út hollan og góðan mat. Há- degisverðurinn er vandamál hjá mörgu vinnandi fólki og þegar skólarnir bætast við á næstu árum er mikið verk að vinna,“ segir Anna Elísabet að lokum. Ánægjulegt að HITTA AÐRAR KONUR Hjördís Sigurgísladóttir arkitekt hefur rekið eigin teiknistofu síðan 1991. Hún segir að í Brautargengi hafi sjóndeildarhringur sinn víkkað og hún hafi öðlast skilning á ýmsu varðandi rekstur sem hún gerði sér ekki grein fyrir áður. Hjördís lærði arkitektúr í Skotlandi og Bandaríkjunum og vann síðan í fimm ár á teiknistofum í Chicago, Amster- dam og London. Þegar hún kom heim fór hún að reka teiknistofu og hefur undanfarin tvö ár verið í samstarfi með Dennis Jóhannessyni arkitekt. „Arkitektar vinna á breiðu sviði. Ég vinn öll almenn arkitektastörf, sem eru vinna við skipu- 'ag, byggingar, inn- réttingar og húsgögn. En við þurfum einnig að afla verkefna og í námi mínu var sá þáttur ekki kenndur. Mér fannst því tilvalið að taka þátt í Brautargengi," segir Hjördis. Henni finnst námskeiðið mjög gott og segist hafa lært margt nytsamlegt um rekstur teikni- stofu, nefnir þar sérstaklega stefnumótun, markaðssetningu og fjármál. „Það er ekki nóg að kunna að hanna, maður þarf líka að geta gert áætlanir og aflað verkefna. í Arkitektfé- lagi íslands hefur einmitt komið fram áhugi á að halda námskeið um rekstur teiknistofa. Mér finnst skipulag námskeiðsins mjög gott. Við fengum frábæra fyrirlesara nánast í hverri viku í vetur, fyrirtækjaheimsóknirnar voru líka fróðlegar og verkefnavinnan lærdómsrík. Það er ánægjulegt að hitta aðrar konur sem eru að vinna við eigið fyrirtæki og heyra hvað þær eru að fást við. Ég er viss um að sú þekking sem ég hef aflað mér í Brautargengi á eftir að nýtast mér mjög vel. Ég á örugglega eftir að til- einka mér ýmislegt af því enn betur," segir Hjördís. 38 v ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.