Vera - 01.06.1997, Side 8

Vera - 01.06.1997, Side 8
>t j ó r n u n strákanna ustu, bæði hjá einkafyrirtækjum og því opin- bera. Það er því um utanaðkomandi þrýsting að ræða sem mun leiða til þess að öll fyrir- tæki verða að vera með á nótunum. Sem bet- ur fer hafa mörg fyrirtæki áttað sig á því að mannauðurinn er mikilvægasta fjárfestingin. Fyrirtækin munu ekki lifa af samkeppnina nema starfsfólkið vilji vera með í þeim breyt- ingum sem gera þarf. Af ýmsum ástæðum virðist yngra fólk tilbúnara til að taka þátt í þessu því það gerir meiri kröfur til gæða vinnunnar en eldra fólk. Ástæðan er m.a. sú að yngra fólk veit að það mun vera að borga af námslánum og húsnæði alla ævi og vill því fá meira út úr vinnunni en beinharða pen- inga.“ En það er ekki bara stjórnun fyrirtækja sem er að breytast. Viðhorf til menntunar er líka að breystast. Menn Ijúka ekki lengur námi eins og áður og fá ákveðið starf að því loknu. Háskólanám úreldist ef fólk heldur sér ekki við og er tilbúið að endurmennta sig. Menntun er ferli sem er hluti af þroska og á að gera fólk hæft til að draga ályktanir og undirbúa sig undir framtíðina. Við verð- um að undirbúa börnin okkar undir þetta breytta eðli menntunar. Menntaður einstak- Líklegar kröfur til fyrirtœkja t framtiðinni Viöskiptavinurinn mun krefjast: • fyrirmyndar þjónustu • framúrskarandi ráögjafar • góös vöruframboös Umhverfið/eigendur munu krefjast: En það er mikið álag að vera stjórnandi og þvi fylgir fórnar- kostnaður. Vinnutíminn er oft langur og óreglulegur og til þess að konur geti tekið þessi störf að sér, verða foreldrar að skipta með sér ábyrgð á börnum og heimili eða fá sér heimilisað- stoð. Konur sækjast hins vegar ekkert sérstaklega eftir því að taka að sér stjórnunarstöður. lingur er opinn fyrir nýjungum, þorir að axla ábyrgð og taka á móti breytingum.“ Þegar Hansína hefur líst því hvernig al- mennt starfsfólk þarf að aðlagast, kemur hún að því hvernig stjórnandi framtíðarinn- ar á að vera. í þeim efnum geta konur haft forskot því eftirsóknarverðir eiginleikar í stjórnun eru einmitt eiginleikar sem konur hafa í ríkari mæli en karlar. „Hjá stjórnanda framtíðarinnar er lögð áhersla á fernt; yfir- sýn, hæfni í mannlegum samskiptum, sveigj- anleika og innsæi, til viðbótar við fagþekk- ingu og sem víðasta menntun. Þessa eigin- leika hafa konur tileinkað sér, en þær skort- ir kannski helst yfirsýn. Ég tel því að konur muni hafa jafnmikla möguleika á að fá stjórnunarstöður og karlmenn. Þær eiga að nýta sér þau nýju viðhorf að góður stjórn- andi eigi t.d. að hafa tilfinningaþroska og innsæi. Það er líka viðurkennt að betur gangi ef stjórnendur eiga góð samskipti við alla starfsmenn. Hjá slíkum stjórnendum gengur mun betur þegar að kreppir því þeir geta fengið fólk til að vinna með sér og leysa vandann í sameiningu. f Japan er sagt að koma eigi fram við alla eins og eigin fjöl- skyldu, bæði starfsmenn og viðskiptavini.“ • samkeppnishæfni • afraksturs • afkastagetu • þjóöfélagslegrar ábyrgöar Starfsfólk mun krefjast: • áhrifa • meöábyrgöar • sjálfsforræöis • upplýsinga • símenntunar • afkasta- og árangurshvetjandi launakerfa Konur eiga að nyta kosti sína fmynd stjórnandans í dag er karllæg og að mati Hansínu frekar stöðluð og leiðinleg. Konur sem hafa komist í stjórnunarstöður eiga mikla möguleika á að breyta þessari í- mynd, þær bera ábyrgð og eiga að vera fyr- irmyndir. „Við eigum að hampa þeim kon- um sem eru í stjórnunarstöðum og benda á að það hafi jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja að hafa konur í forystu. En það er mikið álag að vera stjórnandi og því fylgir fórnar- kostnaður. Vinnutíminn er oft langur og ó- reglulegur og til þess að konur geti tekið þessi störf að sér, verða foreldrar að skipta með sér ábyrgð á börnum og heimili eða fá sér heimilisaðstoð. Konur sækjast hins vegar ekkert sérstaklega eftir því að taka að sér stjórnunarstöður. Það kom fram í könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum, að konum finnst margir aðrir þættir í lífinu eftirsóknar- verðari og telja að álagið sem fylgir stjórnun- arstarfi sé of mikið, miðað við ánægjuna sem fæst úr starfinu. Meðan konur hugsa svona, breytist ekki mikið,“ segir Hansína með á- herslu og bætir við að mikilvægt sé að kon- ur nýti barneignarfríin vel til þess að fylgjast með. „Samkeppnin er svo hörð að ég tel að konur þurfi að verja þremur klukkustundum á dag til þess að viðhalda þekkingu sinni á meðan þær eru í barneignarfríi. Til þess eru margir möguleikar, þær geta lesið blöð og bækur, farið inn á Internetið, sótt opnar ráðstefnur, fyririestra og fundi sem margir standa til boða fyrir lítið verð.“ Konur verða sem sé að efla frumkvæði sitt enda er það staðreynd að víða um lönd eru konur öflugri í nýsköpun atvinnutækifæra en karlar. Þær eru flínkar að greina þarfir og nefnir Hansína dæmi um fyrirtæki sem kon- ur hafa stofnað og náð hafa miklum vexti í Bandaríkjunum. „Þar sem flest hótel miða við þarfir karla í viðskiptaferðum, stofnuðu konur hótel fyrir konur í viðskiptaferðum og í ljós kom að mikil þörf var fyrir það. Ann- að gott dæmi er fyrirtæki sem sinnir konum sem hafa ekki tíma til að fara í búðir að kaupa sér föt. Þá er komið með sýnishorn af fötunum heim til þeirra og síðan panta þær með faxi eða tölvupósti. Frægt er líka dæm- ið um barnafataverslunina sem tekur á móti gömlum fötum, sendir þau til landa gömlu Júgóslavíu og veitir 20% afslátt af nýjum fötum. Þegar konur skoða eigin reynsluheim geta þær skapað ýmis sveigjanleg störf sem auka gæðin í samfélaginu í framtíðinni sé ég mörg slík tækifæri fyrir íslenskar konur, m.a. með þá staðreynd í huga að næstu 20 til 30 ár mun hópur aldraðra hér á landi stækka mjög og það kallar á margskonar þjónustu sem ekki verður alfarið hægt að sinna af hinu opinbera." Að lokum er Hansína spurð um álit á vinnustaðasamningum og hvaða áhrif þeir geti haft fyrir konur. „Ég tel að vinnustaða- samningar geti verið jákvæð leið til að hafa áhrif á laun og sé ýmsa spennandi möguleika í því dæmi. En það kallar á endurskoðun á trúnaðarmannakerfi stéttafélaganna, það þarf að undirbúa og þjálfa trúnaðarmennina fyrst því þeir verða að geta fylgst með rekstri fyrirtækjanna. Margir eru hræddir við ár- angursmat, sem oft er lagt til grundvallar í vinnustaðasamningum, en ég sé ekki ástæðu til að vera hrædd við það ef það er hannað í samstarfi við starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra. Á Norðurlöndum og í Evrópu er al- gengt að árangursmatið sé tvö- eða þrefalt, líkt og vetrareinkunn sem gefin er í skólum. Nokkrir þættir eru teknir inn í matið, það er bæði huglægt og hlutlægt og síðan er tekið meðaltal af þessum þáttum,“ segir Hansína að lokum. EÞ s v ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.