Vera - 01.06.1997, Side 40

Vera - 01.06.1997, Side 40
VINNUSKÓLIN í starfi&cleik A fjórða jpúsund ungir Reykvík- ingar eru að befja störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur um þessar mundir. Stefna skólans er að blanda saman vinnu, frceðslu og tómstundastarfi og hefur starfið verið endurskipu- lagt eftir að Reykjavíkurlist- inn tók við stjórn borgarinnar. Guðrún Erla Geirsdóttir er stjórnarformaður Vinnuskólans og segir hér frá hinu lifandi starfi sem þar fer fram. Þegar Reykjavíkurlistinn tók við sumarið 1994 barst mikið af kvörtunum frá for- eldrum vegna Vinnuskólans og voru þau ekki nógu ánægð með starfið sem þar fór fram,“ segir Gerla þegar hún lýsir aðdrag- anda að þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Vinnuskólanum. „Borgarstjóri ákvað að taka þetta föstum tökum og bað mig að fara ofan í saumana á starfseminni en ég þekki nokkuð vel til mála þar sem ég hef verið leiðbeinandi í Vinnuskólanum hátt í 15 sumur, frá árinu 1973.“ Gerla lagði til að skipuð yrði pólitísk stjórn yfir Vinnuskólann og að settar yrðu nýjar og ítarlegri reglur, í samræmi við kröfur sem gerðar eru almennt í skólastarfi. Hún var síðan skipuð stjórnarformaður en áður var stjórn skólans mestmegnis í höndum embættismanna. „í dag er litið á svona stofnanir sem þjónustustofnanir enda gerir fólk meiri kröfur til skólastarfs nú en þegar Vinnuskólinn var stofnaður árið 1951. Foreldrar láta í sér heyra ef þeir eru ekki ánægðir og við viljum koma til móts við þessar auknu kröfur. Hluti af skipulagsbreytingunni var t.d. að ráða níu yfirleiðbeinendur, einn fyrir hvert hverfi borgarinnar og staðina utan þéttbýlis, í stað aðstoð- arskólastjóra sem áður var. Hver yfirleiðbeinandi er með um 12 hópa í sinni umsjón sem hafa eigin leið- beinanda. Lágmarksaldur leiðbeinenda er 22 ár og krafist er uppeldis- og kennslumenntunar eða sam- bærilegrar reynslu,“ segir Gerla. Fræösla, vímuefnavarnir, tómstundastarf Vinnan skiptist þannig að yngsti árgangurinn, sem hefur lokið 8. bekk, vinnur við skóla eða íþrótta- svæði borgarinnar og er vinnudagur þeirra 3.5 klukkustundir. Næsti árgangur, þau úr 9. bekk, er í þrjár vikur við störf í görðum eldri borgara og í þrjár vikur við skógræktarstörf og lagningu gangstíga í Heiðmörk. Elsti árgangurinn, sem hefur lokið 10. bekk, vinnur störf sem líkjast venjulegri bæjarvinnu eða er við landgræðslu og gróðursetningu á Austur- heiðum, svæðinu við Nesjavelli. Eldri hóparnir tveir vinna sjö klukkustundir á dag. „Með þessu móti er tryggt að öll börn fái fjöl- breytta vinnu, séu t.d. ekki á sama stað ár eftir ár,“ segir Gerla. „Hver hópur fær a.m.k. fjóra fræðslu- daga yfir sumarið og er mætingarskylda þá daga jafnt sem aðra. Þar gefst gott tækifæri til að hrista hópana saman en þau veljast ekki endilega saman úr bekkjum eða hverfum þannig að börnin geta kynnst nýjum félögum. 14 og 15 ára hóparnir fá fræðslu sem nefnist „Reykjavík - borgin mín“ þar sem þau fara í heimsóknir og fá fyrirlestra frá starfsfólki um kalda vatnið í borginni, rafmagnið, Sorpu og þvotta- laugarnar í Laugardal. Þau fá líka fræðslu um bygg- ingarsögu Reykjavíkur, þar sem þau skoða hús frá torfbæjum til 1920 í Árbæjarsafni og fara síðan í gönguferð um miðbæinn þar sem hægt er að lesa byggingarsöguna frá Stjórnarráðinu til Ráðhússins. Þau læra einnig að þekkja listaverkin í borginni, m.a. með heimsókn í Ásmundarsafn. í ár ætlum við líka að vera með einn dag undir þemanu „Gegn fordóm- um“ þar sem íslendingar af erlendu bergi brotnu munu m.a. veita þeim innsýn í sína menningu. Á fræðsludagskránni eru einnig vímuefnavarnir og í sumar ræður borgin 30 manns í jafningjafræðslu við Vinnuskólann. Hver unglingur fær slíka fræðslu í einn dag og hefur m.a. verið farið í Selið í Hvera- gerði þar sem næði gefst til einlægrar umræðu um vímuefni. „Við leggjum áherslu á að kenna ungling- unum að hægt sé að skemmta sér án vímuefna og höfum auk þess stóraukið fræðslu leiðbeinenda, m.a. um það efni. Fræðsla leiðbeinenda stendur í viku, en var áður aðeins í einn dag. Þar er m.a. tekið á einelti, klíkumyndun og fleiri félagslegum vandamálum, auk fræðslu um vímuefnavarnir, vinnuvernd, hjálp í við- lögum, samskipti lögrelgu og borgaranna og auðvit- að verkleg vinnubrögð." Að loknum vinnudegi geta nemendur Vinnuskól- ans stundað tómstundastörf í borginni án greiðslu eða fyrir lágmarksgjald. Stendur þeim til boða að fara í veggjatennis, badminton, keilu, golf, skilming- ar, seglbretti, siglingaklúbb, fjallahjólaferðir, jóga, hugleiðslu, spilakvöld og líkamsrækt. Þetta er að sjálfsögðu hugsað sem kynning og segir Gerla að von þeirra sé að eitthvað af þessu veki áhuga unglinganna til áframhaldandi þátttöku. 40 v ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.