Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 20

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 20
Hressar konur í Hamborg mótmæltu megrunarkúrum þann 6. maí þegar fyrsta landsráöstefna „feitra" (anti-diet) var haldin í Þýskalandi en slík samtök hafa starfaö lengi í Bandaríkjunum. Þýsku konurnar skora á Kohl kanslara aö breyta stjórnarskránni þannig aö fóiki veröi ekki lengur mismunaö eftir umfangi líkamans. SKAÐLAUS AUKAKÍLÓ ? O (b Laugavegs Apótek Laugavegi 16 • 101 Reykjavík S: 552-4045 / 552-4046 Fax: 562-4046 ffita er vaxandi vandamál í Bandaríkjunum, og víða á Vesturlöndum. Árið 1980 reyndist fjórðungur Bandaríkja- manna vera of þungur miðað við hæð, en 1997 er það þriðjungur. Læknar hafa löngum sagt að offita sé heilsunni skaðleg, hún auki líkur á sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Þá sýna rannsóknir að fita sem sest á maga (epla- Iaga) sé hættulegri en sú sem sest á mjaðmir og læri (perulaga). Það dregur enginn í efa að mikil offita sé skaðleg. En nú benda nýjar rannsóknir til þess að ekki sé rétt að einblína á fituna eina og sér þegar heilsufar er rannsakað. Sumir sérfræðingar segja að of feit manneskja, (10 - 15 kílóum of þung), geti vel verið heilsugóð, borði hún hollan mat, reyki ekki og hreyfi sig mikið. Það sé hreysti sem gildi, ekki bara holdarfar. Þeim grönnu sé einnig hætta búin sé heilsurækt og mataræði ábótavant. Það hefur líka sýnt sig að þeir sem fitna svolítið með aldrinum lifa leng- ur en þeir sem léttast. Þó er alltaf óheilsusamlegt að þyngjast mikið og sömuleiðis að léttast mikið. Margir læknar líta nú svo á að sköpulag okkar sé arfgengt og ekki skuli setja neinn í megrunarkúr, nema um heilsubrest sé að ræða. Þessum niðurstöðum hafa læknar sem og almenningur tekið fagnandi. Vonandi fækkar tilfellum lystarstols og lotugræðgi í kjölfarið. Nú eru það hreyfing og heilsufæði sem gilda án þess að takmarkið sé að öðlast vöxt fyrirsætunnar. Frami bandaríska dansarans Alexöndru Beller er tím- anna tákn. Hún þykir frábær dansari og hæfileikarík þó hún sé um 15 kílóum þyngri en stallsystur hennar í dansflokknum. Newsweek/ VSV OLAFUR ÞORSTEINSSON LJÓSRITUNARPAPPÍR KARTON PRENTPAPPÍR UMSLÖG BRÉFSEFNI Vatnagarðar 4 Pósthólf 551 121 Reykjavík sími 568 8200 símbréf 568 9925

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.