Vera - 01.06.1997, Side 44

Vera - 01.06.1997, Side 44
Ad tan Alice Walker - gegn umskurðl stúlkna í nýlegri grein í tímaritinu MS segir Alice Walker frá veru sinni á mannréttindaráðstefnu í Ghana í apríl sl. Ráðstefnugestir voru Afr- íkubúar sem helga sig baráttunni gegn umskurði kvenna. (Umskurð- ur felst í því að hluti ytri kynfæra er fjarlægður á ungum stúlkum, með skurðaðgerð). Umskurður tíðkast í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku. Það voru samtökin Amnesty International ásamt kirkjusamtökum í Ghana sem stóðu fyrir ráðstefnunni og fengu til sín liðsmenn frá sjö vestur-afrískum ríkjum. Á samkundunni sýndi Alice Walker heimildamynd sem hún hefur gert um öra-skurð meðal ættbálka og umskurð kvenna. í umfjöllun sinni líkir Walker umskurðinum við það að kona sé „kynferðislega blinduð“, en skáldsaga hennar Possessing the Secret of Joy lýsir afleiðingum slíkrar misþyrmingar. Á ráðstefnunni hitti Walker m.a. Samuel Zan sem ber djúp ör í andliti er hann hlaut í heimsókn hjá afa sínum þegar hann var 5 ára gamall. Örin eru merki ættbálks hans og þykja skrautleg á heima- slóðum Zans. Hann segir aðgerðina hafa verið mjög sársaukafulla en svikin og ofbeldið sem í verknaðinum bjó hafi sært meira en hnífsblaðið. Hann eigi sjálfur lítinn son sem óttist að það sama hendi hann, þó pabbi hans hafi marglofað að svo verði ekki. Zan vinnur nú sem ritari hjá Amnesty International í Ghana og sárnar honum að vegna öranna mun hann ætíð skera sig úr. Áhugi Zan á afnámi umskurðar kvenna á sína sögu. Það tók móður hans þrjá daga að fæða hann með miklum harmkvælum og varð hún aldrei heil heilsu eftir það. Hún hafði verið umskorin og sköp hennar höfðu einnig verið saumuð saman en ekki opnuð nógu vel fyrir fæð- inguna. Saga hennar er því miður ekkert einsdæmi, eins og fram kom á ráðstefnunni. Hjá mörgum kvennanna var sem stífla hefði brostið þegar þær sögðu frá. Sumar þurftu að endurtaka sögu sína og tóku athyglinni fagnandi. Margir lögðu orð í belg. Einn karlanna spurði: „Fyrst Guð hefur gefið konunni sníp, höfum við þá nokkurn rétt til að fjarlægja hann?”Alice Walker segir það hafa verið ómet- anlegt að heyra afríska karlmenn gagnrýna umskurð. Hún trúir því að afnema megi umskurð og öra-skurð með fræðslu og hugarfars- breytingu. Það taki langan tíma en í raun séu fáir hlynntir slíku of- beldi. MS/VSV Það er kallað kraftur Hillary Frú Hillary Rodham Clinton hefur veitt málefnum kvenna sérstaka at- hygli, jafnt í Bandaríkjunum sem á alþjóðavettvangi. Henni hefur tekist að hrista upp í starfsemi utanríkisráðuneytisins og hefur hlotið dyggan stuðn- ings frú Madeleine Albright, utanríkisráðherra. Báðar hafa nú brennandi áhuga á að bæta stöðu kvenna í heiminum. Hillary Clinton hefur nýtt hvert tækifæri á ráðstefnum og samkomum til að minna á að réttindi kvenna séu mannréttindi. Sagt er að þær stöllur, Clinton og Albright, styrki hvor aðra til dáða en þær hafa orðið margs vísari á ferðum sínum um heiminn. í Afghanistan er stúlkum nú meinaður aðgangur að skólum, undir stjórn ofsatrúaðra Talibana, og þar er læsi kvenna aðeins um 20%. í Zimbabwe eru stúlkur gefnar við sættir eftir ættbálkaerjur og svona mætti lengi telja. Þá er það spurningin hvort vinna þessara kvenna beri raunverulegan árangur. Sérfróðir segja að svo sé. Þrátt fyrir vinnu ýmissa óháðra kvennasamtaka um allan heim hefur lítið gerst á alþjóðavettvangi til þessa. Það viðhorf hefur verið ríkjandi að ekki beri að líta á kúgun kvenna í þriðja heiminum sem siðvenju, er útlendingum beri að líta fram- hjá, heldur sem ógnun við alþjóðaöryggi, líkt og hryðjuverkastarfsemi. Fyrir tilstuðlan forsetafrúarinnar og Madeleine Albright hefur þetta við- horf leitt til breytinga á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og nú er veitt fjár- magni til aðgerða. Sem dæmi má nefna mikið átak varðandi læsi stúlkna frá Afghanistan sem nú eru flóttamenn í Pakistan. Þá er verið að hjálpa konum sem lenda tilneyddar í vændi á Tælandi og víðar. Margir eru hjálp- ar þurfi og Hillary Clinton situr ekki við orðin tóm. Newsweek/ VSV

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.