Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 6

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 6
Aðstceður á vinnumarkaði hafa verið að breytast verulega undanfarin ár. Við stjómun fyrirtcekja hef- urgceða- og árangursstjómun mtt sér til rúms sem sums staðar tengist launamati og fyrirtcekjasamn- ingum. Hvaða áhrif hefur þessi nýja stefna á að- stceður kvenna á vinnumarkaði? Em eiginleikar, sem þcer hafa til að bera, metnir að verðleikum? Er harkan og samkeppnin orðin það mikil að konur verði að setja vinnuna í fyrsta sceti, vilji þcer vera samkeppnisfcerar við karlmenn sem margir taka á sig 24 tíma vaktir í vinnunni, ef svo ber undir? Er lausnin kannski sú að bceði kynin setji fjölskylduna í fyrsta sceti og að fyrirtceki geri ráð fyrir því að bceði karlar og konur eigi líffyrir utan vinnunaf Um þetta fjallar þema Veru að þessu sinni. Rcett er við Hansínu B. Einarsdóttur framkvcemdastjóra Skrefs fyrir Skref, Öglu S. Björnsdóttur hjá Ráðning- arþjónustunni, Árna Sigfússon, framkvcemdastjóra Stjórnunarfélagsins og Sigrúnu Júlíusdóttur dósent í félagsráðgjöf, um möguleika kvenna og karla við þessar nýju aðstceður. Til að tengjast dcemum úr raunveruleikanum birtum við fróðlega frásögn af reynslu ungrar konu af því að vera á vinnumarkaði og scekja um störf. Þar koma fram uggvcenlegar stað reyndir sem benda til þess að konur hafi ekki sömu möguleika til launa og karlar, hvorki hjá einkafyrir- tcekjum né hinu opinbera. strakanna myndir: Bára Hansína útskýrir breytingar sem hafa oröið á íslenskum vinnumarkaði frá árinu 1985 til 1997. Hópur atvinnulausra hefur stækkað, sömuleiðis hópur sérfræðinga. Hansína B. Einarsdóttir hefur góða inn- sýn í það sem hefur verið að gerast á vinnumarkaðinum undanfarin ár. í fyrirtæki sínu, Skref fyrir skref, sér hún um ráðgjöf, fyrirlestra- og nám- skeiðahald. Hún hefur verið fengin til að vinna að starfsþróun í sjö stórum fyrirtækjum þar sem hún undirbýr starfsfólk og stjórnendur undir breytingar í starfi. Af opinberum fyrirtæjum má nefna Akureyr- arbæ og Reykjavíkurborg, sem hefur 8-9000 starfs- menn. Þar hefur Hansína þjálfað stjórnendur stofn- ana, starfsfólk Iþrótta- og tómstundaráðs í flestum stofnunum þess, m.a. í Hinu húsinu og í íþróttahús- um og sundlaugum, einnig starfsfólk Sorpu, SVR o.fl. Af einkafyrirtækjum má nefna Flugleiðir, fs- landsbanka og Eimskipafélagið, en þar hefur hún unnið að starfsþróunarmálum í fjögur ár. Hún situr á rökstólum með æðstu stjórnendum fyrirtækjanna, fer síðan um borð í skip og siglir um höfin til þess að kynnast aðstæðum sjómannanna eða flokkar rusl í Sorpu. Hún vill þekkja vinnuaðstæðurnar til þess að geta komið með ábendingar um það sem betur mætti fara. Kröfur um hæfni starfsfólks hafa aukist Hansína byrjar á því að skýra út hvernig þróun at- vinnutækifæra hefur verið frá árinu 1985 til dagsins í dag. Hún teiknar ílangan kassa og segir að árið 1985 hafi á öðrum enda hans verið frekar lítill hóp- ur sérfræðinga og á hinum endanum enn minni hóp- ur atvinnulausra, en meginuppistaðan almennur vinnukraftur sem leit á vinnuna sem lifibrauð þar sem mikilvægast var að sýna dugnað. Á þessum árum var nóga vinnu að hafa því þensla var í þjóð- félaginu. Síðan teiknar hún annan kassa fyrir árið 1997. Þar hafa hóparnir á endunum stækkað - sér- fræðingum hefur fjölgað, sömuleiðis atvinnulausum sem hafa flestir komið af hinum almenna vinnu- markaði. „I þeim hópi er talsvert af konum sem hafa verið á vinnumarkaði í 15 til 25 ár,“ segir Hansína. „Þær hafa ágæta starfsreynslu en hafa ekki haft tækifæri eða áhuga á að þroska sig faglega og eru því illa gjaldgengar þegar kröfur til starfsmanna aukast. í hóp sérfræðinga hefur hins vegar komið fólk sem hefur haft aðgang að upplýsingum og undirbúið sig undir þær breytingar sem hafa orðið á vinnumark- aðinum, með því að lesa, viðhalda þekkingu sinni og

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.