Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 24

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 24
Alitamál Álitamál Álitamál Rannveig Sigurðardóttir, bagfrceðingur BSRB Að baki stefnu ríkis og Reykja- víkurborgar um að fela for- stöðumönnum ákvörðunar- vald um laun starfsmanna býr hugmyndin um að nota laun sem stjórntæki. Markmiðið með þessari Umræöa um launamyndun og markaðstengingu launa hefur veriö áberandi í þjóöfélaginu. Hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum er rætt um nýtt launakerfi þar sem forstööu- menn fá aukið vald til launa- ákvaröana. til að sýna fram á að launamunur væri á milli kynjanna. En verði forstjórunum ein- um látið eftir að ákveða laun starfsmanna, jafnvel þótt þeir þurfi að styðjast við al- mennar reglur, verður allt eftirlit og upplýs- ingaöflun um laun og launamyndun nánast ógerlegt nema með gífurlegum tilkostnaði. Mikilvægast er þó að hafa í huga hvers vegna verið er að gera breytingar á launa- myndun hjá hinu opinbera, bæði hér á landi Aiitamái Eiga forstööumenn þessa blads er: að hafa vald til að ákveða breytingu er tvíþætt. Annars vegar að færa forstjóravald einkamarkaðarins inn í opin- bera stjórnsýslu og hins vegar að draga úr miðstýringu. I sumum ríkjum, svo sem á Nýja Sjálandi, Bretlandi og í Svíþjóð, hefur verið gengið mjög langt í þessu efni og eru neikvæðar afleiðingar þessara breytinga óðum að koma fram. Nýjasta sönnun þess er aukinn launamismunur kynjanna á und- anförnum árum í Svíþjóð eins og kom fram nýlega á ráðstefnu Norðurlandaráðs sem haldin var hér á landi. Þegar leitað var skýr- inga hjá atvinnumálaráðherra Svía kom fram að hún taldi einstaklingsbundin við- bótarlaun vera helstu orsökina fyrir aukn- um launamun þar sem karlar spjari sig ein- faldlega betur en konur í slíku kerfi. Og þetta eru engin ný sannindi enda verið sýnt fram á að miðstýrðir samningar draga úr launamismun kynjanna, hvort heldur við erum að tala um ísland, önnur Norðurlönd eða Nýja Sjáland. Þetta ætti að vera athyglisvert fyrir les- endur VERU, tímarit um konur og kven- frelsi, sem hljóta að láta launajafnrétti kynj- anna sig skipta og ætti eitt og sér að duga sem rök gegn því að fela forstöðumönnum ákvörðunarvald um laun starfsmanna. Einnig ættu þeir sem láta launajafnrétti sig varða að spyrja sig hvernig forstjóravald einkamarkaðarins hafi staðið sig í að ná fram launajafnrétti kynjanna og hvort það sé rétt að sækja þangað fyrirmyndir. Önnur rök gegn því að fela forstöðu- mönnum þetta vald eru niðurstöður launa- könnunarinnar „Launamyndun og kyn- bundinn launamunur” sem unnin var fyrir Jafnréttisráð 1995 og launkönnunar Reykjavíkurborgar frá síðastliðnu hausti. Þessar kannanir staðfesta að launamismun- ur kynjanna, bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera, verður fyrst og fremst til með ákvörðunum forstöðumanna stofnana um viðbótarlaun til einstaklinga. Meðal annars þess vegna hefur BSRB krafist þess að ef launaákvarðanir verða færðar út í stofnanir þá verði þær ekki teknar einhliða á forsendum forstöðumanna heldur verði um öll laun og önnur kjör samið við fulltrúa starfsmannanna, stéttarfélögin. Til eru þeir sem telja í einfeldni sinni að „bara” að setja reglur fyrir forstöðumenn stofnana að fara eftir, þá sé hægt að koma í veg fyrir geðþóttaákvarðanir forstöðu- manna. En það sama á við um reglur og lög, að hversu góð sem þau eru halda þau ekki ef eftirliti með þeim er ábótavant. Það er öll- um ljóst að erfitt er að koma við eftirliti með launamun nú - þess vegna varð Jafn- réttisráð að láta framkvæma dýra könnun og í öðrum löndum innan OECD. Megin- markmiðið er ekki, eins og margir virðast halda, að launa einstaklingum eftir verðleik- um heldur að draga úr launakostnaði hins opinbera með því að halda almennum launahækkunum í lágmarki en hafa svigrúm til að greiða einstaka hópum eða starfs- mönnum, sem hafa markaðsviðmið, mark- aðslaun. Sérfræðingar OECD sem hafa skoðað þessi mál segja þetta hreint út: „Á tímum verðhjöðnunar, eða jafnvel stöðugs verð- lags, eiga stjórnvöld erfitt með að koma til móts við kaupkröfur. Til að bregðast við þrýstingi frá vinnumarkaðinum hafa þau til- hneigingu til að koma til móts við kröfur af- markaðra hópa. Þetta hefur þann kost að reynast ódýrara en almenn launahækkun. Hins vegar raskar þetta hefðbundinni launauppbyggingu og hefur þá hættu í för með sér að ganga þvert á félagsleg jafnrétt- ismarkmið.” (OECD: Trends in Public Sector Pay in OECD Countries, 1995, bls. 101). 24 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.