Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 41

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 41
Spara 100 milljónir á ári „í sumar ætlum við í fyrsta skipti að gefa nemendum ^ Vinnuskólans vitnisburð sem verður líklega afhentur eftir síðasta sumarið. Ekki verður um formlegar ein- kunnir að ræða heldur mat á þáttum eins og sam- starfshæfileikum, samviskusemi, vandvirkni, stund- vísi o.fl. Þessi vitnisburður ætti að geta komið að góðum notum þegar þau þurfa seinna að sækja um sumarvinnu og einnig fyrir þá krakka sem hætta námi að loknum grunnskóla en þau hafa oft ekkert í höndunum þegar þau eru í atvinnuleit." Gerla segir að Vinnuskóli Reykjavíkur hafi komið vel út úr könnun sem umboðsmaður barna lét gera á vinnuskólum sveitarfélaga vegna kvartana sem henni höfðu borist frá foreldrum. Starf skólans fellur einnig vel að reglum Evrópubandalagsins um vinnu barna og ungmenna. „Auðvitað getur skapast vandamál vegna salernismála þegar krakkar eru að vinna í görðum eldri borgara en oftast er auðvelt að fá að nota salernin í húsunum. Einnig hefur verið kvartað yfir lágum launum en við greiddum í fyrra 90% af lægsta taxta Dagsbrúnar og í sumar hækka laun 14 og 15 ára um 5%. Greiddar eru frá 203 upp í 318 krónur á tímann, eftir aldri, en þegar ég var ungling- ur fengum við aðeins 50% af Dagsbrúnartaxta. Launin eru lögð inn á reikning og vil ég hvetja for- eldra til að fylgjast með launaseðlum barna sinna. Upplýsingar um Vinnuskólann eru sendar í alla skóla og eiga foreldrar að staðfesta að þeir hafi kynnt sér reglurnar þegar sótt er um. Nýlega var samþykkt að setja Vinnuskólann undir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, í stað embættis borgarverkfræðings, en verkefnin koma áfram þaðan. Með auknu samstarfi mun gefast tækifæri til að taka ýmislegt til kennslu í Vinnuskólanum sem hentar betur að kenna þar held- ur en í skólanum á veturna.“ Eitt af því sem tekið var til endurskoðunar þegar Reykjavíkurlistinn tók við var samstarf borgarinnar við Skógrækt Reykjavíkur en elsti aldurshópurinn vann eingöngu við gróðursetningu á vegum Skóg- ræktarinnar. Gerla segir að breyting hafi verið gerð og nú séu 10. bekkingar við störf í Vinnuskólanum. Með þeirri ákvörðun sparar borgin 100 milljónir króna á ári og munar um minna. „Ef haldið hefði ^ verið áfram að gróðursetja af sama krafti, hefði ver- ið búið að planta í allt land borgarinnar árið 2000. Við ákváðum að hægja á þessu, m.a. til þess að fleiri A /y/ W :ö. £ Swþ Xj,-., f 1 w 4J. - 1M .i" 1 aSF *!>■! Ithú ir 'í kynslóðir fái að kynnast því starfi, auk þess sem það sparar stórfé. Það krafðist auðvitað endurskipulagn- ingar að taka við elsta árganginum en við höfum næg verkefni handa honum. Af öðrum nýjungum má nefna að við félagsmið- stöðvar borgarinnar verða starfandi hópar þar sem fram fer fræðslu- og fyrirbyggjandi starf og borgin greiðir einnig 3/4 af vinnulaunum 17 og 18 ára ung- linga sem vilja vinna sveitastörf eða ræktunarstörf hjá félagasamtökum úti á landi. Sérstakir hópar fyrir fatl- aða og heyrnarlausa hafa verið starfandi og það starf heldur að sjálfsögðu áfram,“ sagði Gerla að lokum. EÞ í Vinnuskólanum læra ung- lingar að vinna, fá fræöslu og að vinnudegi loknum geta þeir stundaö ýmislegt tómstundastarf í borginni án greiöslu eöa fyrir lág- marksgjald. Dœmi um frceðsluefni í Vinnuskólanum: Starfsfræðsla fyrir 16 ára unglinga Nemendur lœra hvernig á að bera sig að við að scekja um starf. Hvernig á að fylla út starfsumsókn, hvernig á að skrifa umsókn, hvernig koma á fram, hve mikilvcegt útlitið er o.s.frv. Þá frceðast þeir um réttindi st'n og skyldur á vinnumarkaði og hve miklu skiptir að huga t.d. að því hver gcetir hagsmuna þeirra og hvernig. Einnig hverjar kröfur vinnuveit- enda eru og að sá sem scekir um vinnu geri sér þcer Ijósar og hvort hann geti staðið undir þeim. Fræðsluefni gegn fordómum íslendingar af erlendu bergi brotnir munu taka á móti nemendum og veita þeim innsýn í það sem oft er í þeirra augum annarleg menning. Þannig munu nemendur kynnast hugsunarhcetti sem er ólíkur þeirra eigin, listmunum, tónsmíðum, hversdagslegum áhöldum o.fl. sem þeim hcettir til að fordcema. Um leið komast nemendur að því hve margt það í rauninni er sem íslensk menning hefur þegið af öðrum. Þá verður nemendum Ijóst að það er ýmislegt sem hcegt er að lcera af menningu ann- arra þjóða og eins, þegar þeir sjá í gegnum augu annarra, að okkar menning er um margt sérstceð og þess virði að halda í og að það þarf að sætta þetta tvennt. v ra 4i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.