Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 46

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 46
Einn napran vordag heimsótti Bára Ijós- myndari Mennta- smiðju kvenna á Ak- ureyri. Hún fylgdist með nemendum og kennurum og tók ótal myndir. Nokkr- ar þeirra sjást hér. Sumir segja að myndir segi meira en þúsund orð. Víst er það, en við viljum samt fylgja þessum myndum úr hlaði með örfáum orðum nemenda Mennta- smiðjunnar, Ólafar Pálsdóttur, Önnu Jónasdóttur, Kristrúnar Geirs- dóttur, Aslaugar Kristjánsdóttur o.fl. „Okkur kveið mörgum mest fyrir skapandi skrifum, hvaö var nú það? Svo kom Björg Árnadóttir úr Mývatnssveit og við áttum með henni skemmtilegar stundir. Það er nauðsynlegt að geta tjáö sig í bundnu og óbundnu máli. Komið frá sér smá grein ef með þarf. Við notuðum tölvurnar tötuvert, þurftum einnig að mála og teikna í þessum tímum. Við máluö- um myndir og ortum Ijóð út frá þeim. “ „ Viö teiknum eins og börn, en hvað með það? Litafræðin nýtist okkur til margra hiuta og viö höfö- um bæði gagn og gaman af. “ enntasmiðja kvenna á Akureyri er þróunarverkefni, styrkt af félagsmálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti og Akureyr- arbæ. Verkefnið hófst 1994 og því lýkur 31. júlí 1997. Þegar þessar línur eru ritaðar er framtíð Menntasmiðjunn- ar ótrygg, en Akureyrarbær hefur lýst yfir fullum vilja til að halda henni áfram, fáist fjármagn á móti annars staðar frá. I Mennta- smiðjunni er lögð megináhersla á heildstætt nám sem getur orðið sterkur grunnur að ýmsum störfum, frekara námi og/eða daglegu, virku lífi. í gróf- um dráttum er náminu skipt þannig að þriðjungur er sjálfsstyrking (lífsvefur- inn, leikræn tjáning og jóga dans), þriðjungur hagnýtt nám (enska, siðfræði, fjármál einstaklinga, tjáning, tölvuvinnsla) og þriðjungur skapandi (skapandi skrif, tónlist, myndlist og handverk). Nemendur eru á einu máli um að nám- ið auki hæfni til að takast á við lífið. Ég komst að því í tímunum á Punktinum að ég er mikil handavinnukona. Ein saumaöi á sig dragt, önnur smíðaöi fuglahús, sú þriöja geröi upp gamian stól, það var ofiö, prjónaö, mál- aö á postulín - sjálf missti ég stjórn á mér í bútasauminum. Það var svo gaman!"

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.