Vera - 01.06.1997, Qupperneq 42

Vera - 01.06.1997, Qupperneq 42
Verkfallsverðir 4SK hindra löndun úr togaran- um Stefni í Reykjavíkurhöfn. Sigríður Braga- dóttir (lengst t.h.) ræðir við félaga sína en Aðalheiður var að sinna öðru þegar myndin var tekin. Um hvað var barist - UM HVAÐ VAR SAMIÐ? ® \Vb\ lu» Flestum eru enn í fersku minni fréttir af verkfallinu á Vestfjörð- um þar sem hörð verkfallsátök sýndu að mikil alvara var á ferð- um. En þótt félagar í Alþýðusam- bandi Vestfjarða sýndu mikinn dugnað og stefnufestu urðu þeir að lúta í lcegra haldi fyrir grjót- hörðum vegg atvinnurekenda. Margir hafa eflaust velt fyrir sér af hverju Vestfirðingar vildu ekki sœtta sig við sömu samninga og aðrir. Vera rceddi við Aðalheiði Steinsdóttur varaformann Baldurs á Isafirði og Sigríði Bragadóttur, en í sjónvarpsfréttum mátti sjá þcer í hörðum átökum við að hin- dra landanir úr skipum. Aðalheiður og Sigríður hafa unnið í ís- húsfélagi ísfirðinga í um og yfir 20 ár. Þegar þær eru spurðar um aðdraganda verkfallsins og ástæðu þeirrar hörku sem þar kom fram, segja þær að reiði hafi verið að búa um sig meðal fólks og margir hafi verið ákveðnir í að berjast nú fyrir virkilegum kjarabótum. Fólk hafi jafnvel undirbúið sig með því að hætta að nota greiðslukort og einnig hafi greiðsla orlofs í maí bjargað miklu. Reiðin á sér m.a. rætur í þeirri stað- reynd að upp á síðkastið hafa tugir milljóna króna streymt í hendur manna sem segja að fyrirtækin beri sig ekki og fá því aðstoð frá hinu opinbera til rekstursins. „Siðblinda hefur aukist mjög í fyrirtækja- rekstri og hún heypir illu blóði í fólk,” segja þær og benda á smæð samfélagsins og að fram til þessa hafi eigendur fyrirtækja ekki borist mikið meira á en aðrir. „Við spyrjum okkur að því hvort Vestfjarðaaðstoðin hafi farið í jeppa, tjaldvagna, snjósleða og ferða- lög til útlanda. Fimm hluthafar Togs í Súðavík gengu t.d. fram af fólki þegar þeir fengu tugi milljóna í sinn hlut við sölu hluta- bréfa til Frosta hf., en þeir höfðu aldrei borg- að krónu fyrir hlut sinn í Togi. Leitað var að- stoðar ríkisins þegar Frosti og Hraðfrystihús- ið í Hnífsdal sameinuðust, en áður en það var gert voru hluthöfum í því fyrirtæki greiddar út 400 milljónir. Það gerðist í miðju verkfalli. Fyrirtækið vildi ekki sýna of góða stöðu við sameininguna - það gæti líklega komið í veg fyrir frekari aðstoð hins opinbera. Er nokkuð skrýtið þótt fólkið, sem vinnur í þessum fyr- irtækjum, verði reitt þegar sömu aðilar segj- ast alls ekki geta hækkað laun verkafólks um nokkrar krónur?” spyrja þær Aðalheiður og Sigríður. Bónusgólf og unglingakaup En um hvað var deilt í sjö vikna verkfalli og hvað náðist fram af kröfunum? Eins og kunn- ugt er lauk verkfallinu með miðlunartillögu þar sem kauphækkanir voru lítið eitt hærri en samið var um við önnur félög. Hæsti taxti, eftir 10 ára starf, er nú 403 kr. á tímann eða 69. 851 kr. á mánuði. Aðalheiður og Sigríður eru mjög óánægðar með að sáttasemjari skuli ekki hafa reynt að fá aðila til að mætast á miðri leið. Þeim finnst miðlunartillaga hans alveg í anda atvinnurek- enda. Hvaða atriði voru það þá sem sköpuðu hið óbrúanlega bil? „Eitt af því sem við lögðum áherslu á var að koma á „gólfi” í bónus, þ.e. að hann yrði ekki lægri en 218 krónur. Fastur bónus í rækjuvinnslu hefur verið 232 krónur, meðal- bónus í fiskvinnslu 196 krónur en í saltfiski, hausaþurrkun o.fl. greinum hefur sjaldnast verið hægt að ná meiru en 110 krónum. Kraf- an um „gólfið” var því einkum sett fram fyr- ir það fólk. En atvinnurekendur stóðu hart gegn þessu og niðurstaðan varð hækkun upp á 54 krónur, sem þýðir að nú eru greiddar 138 krónur í bónus ofan á tímakaup. Krafa ASV um 100.000 króna lágmarks- laun var af mörgum talin ótímabær en Aðal- heiður og Sigríður segja að hún hafi verið vel undirbúin og byggð á könnun á framfærslu- kostnaði einstaklings á Vestfjörðum. „Við lögðum til að launin yrðu 85.000 kr. við und- irskrift, 90.000 1. janúar 1998, 100.000 1. janúar 1999 og 105.000 kr. 1. janúar árið 2000. 1 þessari kröfu var gert ráð fyrir að bónus yrði greiddur alla daga ársins - „rauða og dauða daga” eins og sagt er á samninga- máli, þ.e. þegar ekki er til hráefni, og lögskip- aða frídaga. Þriðja meginkrafa okkar var að ekki yrði tekið upp unglingakaup fyrir 16 og 17 ára unglinga. Það náðist ekki fram og því lækkar kaup þeirra þar sem þeir fá 90 og 95% af lág- markstaxta. Okkur finnst það óréttlátt því fólk á þessum aldri getur verið komið í fulla vinnu og fær nú mun lægra kaup en t.d. 21 árs byrjandi því hann fær greitt eins og eftir eitt ár. Þetta leiðir til þess að unglingarnir fara að sluksa og það dregur hópbónusinn niður.” Það er samdóma álit þeirra sem fylgdust með verkfalli ASV að þar hafi unnist móralskur sigur og Aðalheiður og Sigríður segja að Vestfirðingar séu ákveðnir í að halda áfram að berjast fyrir betri kjörum. „Við erum byrjuð að undirbúa næstu lotu. Þetta er bara tveggja ára vopnahlé,” segja þær. „Það er enn hiti í fólki og margir eru óánægðir með þau málalok sem urðu. Atvinnurekendur sýndu okkur mikla lítilsvirðingu, þeir ætluðu aldrei að semja við okkur enda var þeim al- farið stjórnað að sunnan. Við erum líka mjög ósáttar við framgöngu forsætisráðherra sem kallaði á deiluaðila til að kynna sér sjónarmið þeirra og tók svo hreina afstöðu með atvinnu- rekendum.” Á meðan á verkfallinu stóð barst Veru eft- irfarandi vísa frá Rögnu S. Eyjólfsdóttur. Er hún birt hér, þótt vopnahlé sé komið á. Fram- ganga félaga ASV kveikti vonir hjá mörgum um að samtakamáttur verkafólks heyri ekki sögunni til: Sagt hefur það verið að Vestfirðingar enn, einir heyji verkfall, þeir afburðamenn. Sagt hefur það verið utn vestfirska þjóð, að ósigrattdi sé hún ef samstaða er góð. EÞ b i l 42 v ra j

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.