Vera - 01.06.1997, Page 11

Vera - 01.06.1997, Page 11
t j ó r n u n strákanna Aftur út á markaðinn - enn gjaldgeng Ég hóf atvinnuleit enn og aftur. Upp úr krafsinu hafði ég afleysingastarf hjá ríkinu. Mér létti nokkuð, fegin að vera enn gjald- geng. Hugsaði sem svo að lágu launin hjá ríkinu mætti þola því þar væru þó greidd jöfn laun fyrir sömu störf og ég væri hugsan- lega komin með tána inn í fast starf aftur. Annað kom á daginn. Karlkyns samstarfs- maður minn hafði um þriðjungi hærri laun en ég og ég þurfti að ganga bónleið á milli starfsmannastjóra og deildarstjóra í von um leiðréttingu. Það eina sem ég uppskar var hótun um að ég væri að koma mér út úr húsi með kröfunni um jöfn laun fyrir jafn verð- mætt og sambærilegt starf. Stéttarfélag mitt sendi kæru til kærunefndar jafnréttismála en það kom ekki til að hún væri afgreidd með formlegum hætti. Stofnunin breytti afstöðu sinni og bætti mér mismuninn. Deildarstjór- inn vill mig ekki lengur í starf hjá sér. Ég er sögð svo erfið að semja við. Hvernig siðferði? Síðan í desember 1996 hef ég sótt um 20 aug- lýst störf, fengið viðtöl við tíu fyrirtæki, af- svar frá fjórum, ekkert svar frá fjórum, tvö mál eru í athugun enn. Á fjórum stöðum úti í bæ liggja umsóknir mínar um aldur, mennt- un og fyrri störf, persónulega hagi og þess háttar, án þess að ég hafi minnstu hugmynd um hvar. Tíu umsóknir til viðbótar hef ég sent til fyrirtækja sem ekki hafa auglýst laus störf, án þess að hafa fengið viðbrögð. Siðferði fyrirtækjastjórnenda er ekki á hærra plani en þetta. Þeir endursenda ekki einu sinni umsóknir - hvað þá þakka fyrir á- hugann á starfinu og fyrirtækinu sem í hlut á. Forstjórar, framkvæmdastjórar og starfs- mannastjórar hafa fyrir vikið í sínunt hillum möppur með umsóknum sem þeir geta yljað sér við að skoða til að fullvissa sig um að þeirra fyrirtæki sé eftirsóttur vinnustaður. Hugsanlega nota þeir umsóknirnar til þess að hræða eigin starfsmenn á því að ef þeir þiggi ekki þau laun sem að þeim eru rétt þá geti þeir bara sýnt þeim fram á hversu marg- ir vilji komast í störfin. Skyldi þessi aðferð vera notuð jafnt á konur og karla? 110 þúsund króna konan Alls staðar þar sem ég hef verið talin koma til greina hafa mér verið boðnar 110.000 krónur á mánuði, fyrir fulla vinnu. Ég er sem sagt 110.000 króna konan, með átta ára reynslu úr viðskiptalífinu og fjögurra ára reynslu af sérfræðingsstörfum í þjónustu einkafyrirtækis og ríkisins. Og núna síðast var ég spurð hvort ég væri „nokkuð kven- frelsiskellíng...“. Þegar ég hóf störf á almennum markaði, ný- skriðin úr skóla árið 1986, hafði ég 120.000 krónur á verðlagi þess árs í mánaðarlaun. Framreiknað með vísitölu launa, útgefinni af Hagstofu Islands, stæðu þessi laun í 324.194 krónum á mánuði í dag. Núna eru mér boðn- ar 110.000 krónur. Meðallaun skrifstofufólks í landinu, samkvæmt tölum Kjararannsókna- nefndar fyrir árið 1996, eru 137.250 kr. (skrif- stofukonur hafa 122.100 en karlar 152.400 á mánuði að meðaltali). Hvað segir þetta mér? Þetta lýsir hugarfarskreppu sumra fyrir- tækjastjórnenda og hvernig þeir, í slæmu ár- ferði og í skjóli meira atvinnuleysis hjá kon- um en körlum, geta leyft sér að bjóða skammarlega lág laun. Allir segja þeir að það sé nóg af „yfirkvalifiseruðu fólki" urn störfin sem losni og þeir líta svo á að ég móðgi þá persónulega þegar ég segist vera að sækjast eftir hærri launum, sömu launum og þeir greiða karlmönnum fyrir sama starf. Það þótti líka fáheyrt að ég afþakkaði eftirsótt sérfræðingsstarf hjá ríkinu vegna 110.000 króna launa, auk óreglulegs vinnutíma og ntikils vinnuálags. í takt eða ekki í takt Mér hefur dottið í hug að nú sé gengið á lag- ið við okkur konur. Við erum til vara, verð- um frekar atvinnulausar en karlar, eigum að þiggja lægri laun, raunar bara þakka fyrir að fá tækifæri til að komast svolítið út á vinnu- markaðinn. Þar er best fyrir okkur að halda kjafti til að halda vinnunni. Við eigum að vera þakklátar fyrir að fá tækifæri til að sanna okkur til að njóta sann- mælis, sem við njótum í fæstum tilfellum. Arðsemi menntunar okkar er neikvæð, reyndar einnig karla í ávkeðnum starfsgrein- um. Það opinberast mér í þeim launum sem boðin eru. Símadama og reyndur sérfræð- ingur hafa það sama, 110.000 krónur á mánuði. Það hefur hvarflað að mér að gerast 110.000 króna kona, minnug gamla íslenska máltækisins: „Maður er eigi nema hálfur, en með öðrum er hann meiri en hann sjálfur...“ En hvað á ég þá að segja við börnin mín þeg- ar ég brýni gildi menntunar fyrir þeim? Hverju á ég að svara dóttur minni í fyllingu tímans? Ég stend einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að af 110.000 króna launun- um aukast ráðstöfunartekjur heimilisins (okkar hjóna með tvö börn á aldrinum 2-12 ára) aðeins um 35.000 krónur á mánuði, eða 420.000 krónur á ári. Þá er ekki tekið tillit til þeirra jaðarskattsáhrifa sem tekjuaukningin hefði í lækkuðum barnabótum og barna- bótaauka. Hvaða skilaboð er verið að gefa mér? Mér hefur dottið í hug að atvinnuleysi kvenna sé til komið vegna sjónarmiða hinn- ar hagsýnu húsmóður sem eykur tekjur heimilisins meira af atvinnuleysisbótum en lágt launaðri vinnu. Ég er enn í atvinnuleit. Það næsta sem ég tek mér fyrir hendur er að auglýsa eftir at- vinnuveitanda í Morgunblaðinu. Ég herðist frekar en hitt! Auglýsingin á að vera svona: Ert þú vinnuveitandinn sem ég leita að? Framsækin og metnaðarfull kona, komin af barneignaraldri, leitar að rétta starfinu. Starfið verður að bjóða upp á eftirfarandi: • Mögnleika til faglegs og persónulegs þroska. • Að hœgt sé að sinna því vel á 40 stunda vinnuviku Tilvonandi vinnuveitandi þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur: • Að vera mannlegur og virða lágmarks kurteisi í mannlegum samskiptum. • Að aðhyllast jafnlaunastefnu og greiða konum og körlum sömu laun fyrir jafnverðmœt og sambœrileg störf. • Að reka fyrirtæki sitt af skynsemi, og geta greitt góð laun fyrir sanngjarnt vinnufram- lag. • Leitað er að metnaðarfullum vinnustað þar sem ríkir tnikið frumkvceði starfsmanna, skipulag er í góðu lagi, tölvukostur og almennur aðbúnaður góður og starfsmenn vel menntaðir og samheldnir. • Vinnuveitandinn þarf að hafa góða og fágaða framkomu og umfrarn allt getu og þor til að ná árangri í fyrirtœkisrekstri. Áhugasamir vinnuveitendur sendi upplýsingar um sögu fyrirtækisins, fjárhags- lega stöðu og framtíðaráform til VERU, merkt HH-1002, fyrir 15. júlí n.k.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.