Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Síða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Síða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 59 aðar vendilega áður, og ljósmóðirin fylgist með konunni næstu 8—10 daga, heimsækir hana minnst 2 sinnum á dag, þar næst tekur barnahjúkrunarkonan við, eða eins og það er sumsstaðar þar, hjúkrunarkonan hugsar um barnið strax og konan kemur heim og ljósmóðirin hugsar um sængurkonuna, og þannig vinna þær saman þarft og gott starf. — Ég verð að endurtaka, að þarna er þróun á ferð, sem ekki er heillavænleg — og við ljósmæður, allra manna mest, verðum að vera vakandi, — á varðbergi, — finna leið til úrbóta. Það er gleðilegt til þess að vita, að þegar hefur rödd úr okkar hópi, látið til sín heyra á opin- berum vettvangi, einmitt um þessi mál. Sú rödd hefur fengið góðar undirtektir. Borgarráð hefur samþykkt fyr- ir Borgarinnar hönd að ráða manneskju, sem að einhverju marki, getur innt þau störf af hendi, sem hér hafa verið nefnd. Eftir er aðeins að finna manneskjuna, starfsað- stöðuna og skipuleggja starf hennar, en að því kemur áður en langt líður. Nú hefi ég í örfáum orðum sem þó eru e. t. v. orðin allt of mörg, talað um gildi mæðraverndar um meðgöngu- tímann og aðeins leyft mér að nefna mæðravernd í sam- bandi við fæðingu og sængurlegu. En mæðraverndin í orðsins fullu merkingu, nær yfir mun stærra svið, því hún nær allt frá vöggu til grafar. Ef þess er ekki gætt að hlynna að kornabarninu, að barn- inu, unglingnum, ungu konunni og búa undir mæðrahlut- verkið á eðlilegan, raunsæjan og heilbrigðan hátt, mis- tekst sú mæðravernd meira eða minna, sem reynt er að innan af hendi barnshafandi konunni til handa, á því er enginn vafi. Og ef við gleymum þeirri mæðravernd, sem þær konur eiga skilið, sem hafa skilað af sér hlutverk- inu sem mæður, sumar með glæsibrag, þá hefur okkur mistekist stórlega, en um það ræði ég ekki frekar að sinni, það er efni í mun lengri fyrirlestur, en sá er, sem þið nú hafið þurft að sitja undir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.