Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 12

Freyr - 01.01.1906, Blaðsíða 12
8 FREYR. vegnaþess, að þar verður raðabilið sjaldau ná- kvæmlega eins og annarsstaðar. Einraða hreinsiverkfæri, eins og sýnt er á 9. mynd, kostar 30—40 kr. Tvíraða kosta nokkuð yfir 100 kr. Sexraða kosta um 500 krónur. A seinni árum fjölgar þeim verkfærum, sem bæði má sá og hreinsa með. Þau eru ódýrari en tilsvarandi sáðvél og raðhreinsir fcil sarnans, en dýrari en hvort þeirra fyrir sig. £>að er e k k i á- horfsmál fyrir oss hér á landi að fjölga sáðvé lum 9. mynd. 0g r a g. hreinsurum, en heppilegast mun fyrir oss fyrst um sinn, að velja einraða sáðvélar og einraða hreinsara. Eg hefi ekki séð ástæðu til að lýsa þess- um verkfærum nánar, meðal annars af því, að til þess hefði og þurít að hafa fieiri myndir, en hafði ekki tök á þvi. Myndirnar, að einni undanskildri, hefir verk færaverzlunin, H. C. Petersen & Co., Yestre-Boule- vard 18 í Kaup- 10. mynd. mannahöfn,góðfús- lega lánað mér, en eina myndina, plógmynd- ina, fékk ég hjá verksmiðjueigaoda A. Jakab- sen, Eraugde, á Fjóni. Einar Helgason. Frjósemi íslands. Einn afdönsku búfræðiskandidötunum, sem ferðuðust hér á landi í sumar, hr. S. Sörensen, hefir ritað all-mikið um ferðir þeirra í ýms dönsk blöð og tímarit, þar á meðal í „Ugeskrift for Landmænd11. I einni af greinum sínum í nefndu tímariti (nr. 41) skýrir hann frá, að kartöflu- uppskeran í gróðrarstöðinni á Akureyri hafi verið síðastliðið ár 128 tunnur af dagsláttunni,. og fóðurrófnauppskeran 265 tn., þegar tunnan af kartöflunum er reiknuð 200 pd. og rófna- tunnan 170 pd. Nokkru seinna birtist grein í sama riti (nr. 44) eftir annan danskan mann, Benthin, með- sömu yfirskrift og hér er notuð, þar sem hann bendir á að þetta sé ótrúlega mikil uppskerar og Island hljóti að vera mjög frjósamt land, ef tilraunirnar séu réttar, þar sem meðal-kartöflu- uppskera í Danmörku sé aðeins 32 tn. og með- al-uppskeran af fóðurrófum varla meiri en 116— 145 tunnur. Þegar eg las fyrst skýrslu „Ræktunarfélags Norðurlands11 fyrir síðastliðið ár, sá eg strax að kartöflu- og rófna-uppskeran í gróðrarstöð' félagsins á Akureyri, sem tilgreind er í skýrsl- unni, var tortryggilega mikil. Eg hafði orð á þessu við nokkra kunningja, þar á meðal skóla- stjóra Sigurð Sigurðsson á Hólum, sem stjórnar tilraununum, þegar hann var hér á ferð í sum- ar. Eg hafði ekki hugsað mér að rita um mál- ið að sinni, en bíða eftir næstu skýrslu félags- ins, en þar sem farið er að ræða það í útlend- um búfræðis-tímaritum, áb’t eg ekki rétt að „EREYR“ viðri það lengur fram af sér. I gróðrarstöðinni á Akureyri voru gjörðar tilraunir með 27 kartöflu-afbrigði sumarið 1904. Þau reyndust eins og við var að búast mjög misjöfn, en í þessu sambandi koma að eins nokk- ur beztu afbrigðin til greina, því það eru þau sem ræktuð verða hér í framtíðinni, eins og yfir höfuð í öllum löndum þar sem garðrækt er í nokkru lagi. Kartöflunum var sáð 27. maí og teknar upp' 15. september. A skýrslunni sést ekki hvað- tilrauna-blettirnir voru stórir, en uppskeran er reiknuð út í pundum á dagsláttu. Mesta uppskeru gaf Leksands (frá Luleá í Svíþjóð) 25,539 pd. á dagsláttu, eða 127,7 tv'ó hundruð punda tunnur. Næstu 8 tegundirnar voru allar líkar, og er uppskeran af þeim um. 100 tn. á dagsláttu. Hinar tegundirnar eru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.