Freyr - 01.06.1906, Síða 10
86
FREYB.
Smjörseljendurcir létu þess og flestir getið, að
gallarnir á smjörinu liaíi verið með minDamóti,
og er það einnig að þakka þessum fljótu ferð-
um „Botníu“ og svo því, að töluverður kluti
smjörsins var ekki eins gamall, er það kom
á markaðinn og verið hafði áður.
í "bréfum frá seljendum smjörsins eru þó
allalvarlegar umkvartanir, að því er gerð
smjörins snertir, einkum á því smjöri, er var
orðið tiltölulega gamalt, er það var selt. Og
einlægt kvörtuðu seljendurnir yfir því, hvað
.smjör frá sama búi sé misjafnt að gæðum. Elzta
smjörið þótti lítið saltað, og liturinn í því mis-
jafn. Smjörpappírinn ekki nógu vel salthleyttur
og farinn að mygla.
Garðar Gíslason ræður til að blanda „for-
malin“ saman við saltpækilinn, sem smjörpapp-
írinn er bleyttur í, sem svarar 2 matskeiðum
í 5 potta af saltleginum. Saltpækillinn þari
að vera vel sterkur. — Ennfremur er kvartað
yfir að smjörið sé „oliet“ eða smitað og að
fiskbragð sé að því. Einnig er það álit smjör-
seljendanna, að srajörið þoli illa langageymslu.
£>essir gallar, er hér hafa verið nefndir,
stafa að meira eða minna leyti frá ófullkominni
.sýringu og lélegri sýru, og frá mjólkurmeð-
ferðinni á heimilunum. — Að þessu sinni er
það einkurö mjólkurmeðferðin, er eg vil minn-
ast á með nokkrum orðum.
Það er hvarvetna viðurkent, að Danir búi
til betra smjör en alment gjörist, og að þrifn-
aður og meðferð mjólkur sé þar mun betri en
víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Þrátt
fyrir þetta eru Danir þó sífelt að berjast fyrir
því að fullkomna smjörgerðÍDa hjá sér, ogleita
allra mögulegra ráða til þess að koma henni í
enn betra horf. Og eitt af þvi, sem er
rætt þar mest um og ritað, á fundum og í
blöðum, er mjólkurmeðferðin á heimilunum, og
hvernig hún verði bætt. £>að er þvl ekki
neitt tiltökumál, þó á þetta atriði sé minst hér,
enda engin vanþörf á að brýna sífellt fyrir
mönnum alla varúð og þrifnað i meðferð mjólk-
urinnar.
II.
Mjólkin er afar viðkvæm fyrir öllum utan
að komandi áhrifum, og tekur í sig lofttegund-
ir þær, er komast að henni, þar sem hún er
geymd lengri eða skemmri tíma. Það hefir
jafnvel komið í Ijós, að rotnunarlykt, þegar
hún er sterk, er kýrnar anda að sér, hafi á-
hrif á bragð mjólkurinnar eftir á. Sem dæmi
í þessa átt skal þess getið, að í „Ugeskrift for
Landmænd“ árið 1904 er skýrt frá því, að kýr
frá stórum bóndabæ *hafi verið bæði kvelds
og morgna reknar fram hjá dauðum hesti, og
lagði megna rotmmar og ýldulykt af honum.
Mjólkin úr kúnum varð einkennilega slæm á
bragðið, og enginn gat ímyndað sér í fyrstu
hver orsökin væri. Það var fyrst eftir langa
rannsókn og athugun, að menn komust að raun
um, að það var rotnunarfýlan af hestinura, er
kýmar fóru fram hjá, er var orsökin til ó-
bragðsins að mjólkinni. A Hollandi átti sér
svipað stað fyrir fáum árum. Þar var það
reykur og lykt frá grútarbræðslu, er olli óbragði
að mjólk úr fjölda kúa, er voru þar á beituá-
lægt. Þeir sem áttu bræðsluverkið vildu eigi
færa það til eftir beiðni kúeigendanna. Sendu
bændur þá stjórninni beiðni um, að það yrði
rifið niður, og færðu sem ástæðu, að lyktin
skaðaði gæði mjólkurinnar. Undir þá beiðni
skrifuðu 173 bændur.
Þegar mjólkiu kemur úr spenanum á
heilbrigðri kú, er hún hrein og laus við alla
gerla. En undir eins og loftið kemst að henni
safnast óðara í hana allskonar óhreinindi, og
því meir kveður að því, sem loftið er ó-
hreinDa eða óheilDæmara. Loftið nefnist ó-
hreint og óheilnæmt, þegar mikið er í því af
ryki og gerlum, er valda ólykt., — Gerlarnir
eru sífelt á ferð og flugi, og halda sér einkum
þar sem menn og skepnur eru, bæði í húsum
inni og úti. Oþrifnaður, samfara hæfilegum
raka og hita er einhver hin bezta gróðrastía
fyrir alt gerlalíf, æxlun þeirra og útbreiðslu.
— Vanalega kveður þó minna að gerlamergð-
inni úti undir beru lofti en inni í húsum, þar
sem menn og skepnur dveljaað staðaldri. Gerl-
arnir sjást eigi með berum augum, en aðeins
í sjónauka. Eru margir þeirra afar smáir, og
til þess að þeir sjáist glögt, þarf' sjónaukinn
eða smásjáin að stækka þá 300—600 sinnum
Gerlarnir æxlast fljótt, er þeir lifa við góð
lifsskilyrði. Hæfilegur hiti fyrir æxlun þeirra